NASA leitar hugmynda um tungljeppa Samúel Karl Ólason skrifar 2. september 2021 07:01 Tölvuteiknuð mynd af jeppa á yfirborði tunglsins. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur biðlað til bandarískra fyrirtækja um hugmyndir varðandi þróun og framleiðslu nýs tungljeppa sem nota eigi til að flytja geimfara um yfirborð tunglsins. Sérstaklega hvað varðar leiðir til að lengja líftíma jeppans við mjög svo öfgafullar aðstæður. Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. „Flest leggja á sig mikla rannsóknarvinnu áður en þau kaupa bíl,“ er haft eftir Nathan Howard, sem stýrir þróun jeppans hjá NASA á vef stofnunarinnar. Hann segir að NASA sé að þróa nútíma geimjeppa sem nota eigi til langtíma rannsókna á tunglinu. „Jeppinn verður ekki eins og buggy-bíll afa þíns sem notaður var í Apollo-áætluninni.“ Howard segir einnig að unnið sé að því að jeppinn verði sá besti sem hafi verið byggður. Hann muni þola gífurlega öfgafullar aðstæður, enst lengi og annað. Hann eigi meðal annars að vera búinn sjálfstýringu svo hægt verði að nota hann til að flytja birgðir og búnað á milli mismunandi lendingarstaða. NASA birti í gær stutt myndband sem sýna á hvað vísindamenn stofnunarinnar hafa í huga. Gamli geim-bíll Apollo-áætlunarinnar var fyrst fluttur til tunglsins í Apollo 15 geimskotinu og var notaður í nokkrum geimferðum. Hann er sagður hafa gert geimförum kleift að safna mun meira af sýnum frá tunglinu en áður. Til marks um það hafi geimfarar Apollo 17 safnað rúmlega tíu sinnum meira af sýnum en geimfarar Apollo 11, sem þyrftu að skoppa um á tveimur jafnfljótum. Líklega ekki flogið árið 2014 Undanfarin ár hefur staðið til að skjóta fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar til tunglsins árið 2024. Sú áætlun hefur alltaf þótt djörf og nú í sumar sagði innri endurskoðandi NASA að ekki væri mögulegt að fylgja henni eftir. Það væri meðal annars vegna þess að verulega litlar líkur væru á því að nýir geimbúningar Artemis-áætlanarinnar yrðu tilbúnir árið 2024. Þeir yrðu í fyrsta lagi tilbúnir árið 2025 og þá væri best að geimfarar fengju tíma til að æfa sig í þeim fyrir geimskot. Þá samdi NASA fyrr á árinu við fyrirtækið SpaceX um að þróa lendingarfar til að lenda fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar á tunglinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins Blue Origin, sem höfðu einnig reynt að fá samning um þróun lendingarfars, hafa höfðað mál gegn NASA vegna samningsins við SpaceX. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft. Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Tungljeppinn á að vera fyrir geimfara Artemis-áætlunarinnar og eiga þeir að geta ferðast í jeppanum. Þeir verða þó klæddir í geimbúninga sína þar sem tungljeppinn verður opinn. Þá er ætlast til þess að hægt verði að nota jeppann í mörgum ferðum til tunglsins sem eiga að spanna meira en áratug. NASA stefnir á að senda geimfara til suðurpóls tunglsins á þessum áratug og á að byggja þar nýja tunglstöð á yfirborðinu og ýmislegt annað. Bækistöð þessa á svo að nota sem stökkpall lengra út í sólkerfið. „Flest leggja á sig mikla rannsóknarvinnu áður en þau kaupa bíl,“ er haft eftir Nathan Howard, sem stýrir þróun jeppans hjá NASA á vef stofnunarinnar. Hann segir að NASA sé að þróa nútíma geimjeppa sem nota eigi til langtíma rannsókna á tunglinu. „Jeppinn verður ekki eins og buggy-bíll afa þíns sem notaður var í Apollo-áætluninni.“ Howard segir einnig að unnið sé að því að jeppinn verði sá besti sem hafi verið byggður. Hann muni þola gífurlega öfgafullar aðstæður, enst lengi og annað. Hann eigi meðal annars að vera búinn sjálfstýringu svo hægt verði að nota hann til að flytja birgðir og búnað á milli mismunandi lendingarstaða. NASA birti í gær stutt myndband sem sýna á hvað vísindamenn stofnunarinnar hafa í huga. Gamli geim-bíll Apollo-áætlunarinnar var fyrst fluttur til tunglsins í Apollo 15 geimskotinu og var notaður í nokkrum geimferðum. Hann er sagður hafa gert geimförum kleift að safna mun meira af sýnum frá tunglinu en áður. Til marks um það hafi geimfarar Apollo 17 safnað rúmlega tíu sinnum meira af sýnum en geimfarar Apollo 11, sem þyrftu að skoppa um á tveimur jafnfljótum. Líklega ekki flogið árið 2014 Undanfarin ár hefur staðið til að skjóta fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar til tunglsins árið 2024. Sú áætlun hefur alltaf þótt djörf og nú í sumar sagði innri endurskoðandi NASA að ekki væri mögulegt að fylgja henni eftir. Það væri meðal annars vegna þess að verulega litlar líkur væru á því að nýir geimbúningar Artemis-áætlanarinnar yrðu tilbúnir árið 2024. Þeir yrðu í fyrsta lagi tilbúnir árið 2025 og þá væri best að geimfarar fengju tíma til að æfa sig í þeim fyrir geimskot. Þá samdi NASA fyrr á árinu við fyrirtækið SpaceX um að þróa lendingarfar til að lenda fyrstu geimförum Artemis-áætlunarinnar á tunglinu. Forsvarsmenn fyrirtækisins Blue Origin, sem höfðu einnig reynt að fá samning um þróun lendingarfars, hafa höfðað mál gegn NASA vegna samningsins við SpaceX. Sjá einnig: NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Starfsmenn SpaceX hafa á undanförnum mánuðum lagt mikla vinnu í þróun Starship geimfarsins. Geimfarinu er ætlað að flytja allt að hundrað menn og birgðir til tunglsins og jafnvel til mars. Starship á að skjóta á loft með Super Heavy eldflaug SpaceX. Eldflaugin á að lenda aftur á jörðinni og Starship getur svo haldið áfram út í geim. Markmið SpaceX er að þróa öflugust eldflaug heimsins og á Starship að geta komið meira en hundrað tonnum af jörðinni, sem er mjög mikið. Musk hefur lýst því yfir að hann vilji að Starship verði geimfar sem verði í raun hægt að nota eins og flugvél. Hægt verði að taka á loft og lenda annarsstaðar á jörðinni, eða annarri reikistjörnu, taka eldsneyti og taka aftur á loft.
Bandaríkin Geimurinn Tunglið Artemis-áætlunin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira