„Ó“fyrirmyndir Geir Gunnar Markússon skrifar 1. september 2021 12:31 Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Mest lesið Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Þitt er valið Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Halldór 30.08.2025 Halldór Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Kristrún slær á puttana á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun