„Ó“fyrirmyndir Geir Gunnar Markússon skrifar 1. september 2021 12:31 Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Gunnar Markússon Heilsa Mest lesið Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Óheftar strandveiðar Arthur Bogason skrifar Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Sjá meira
Ég var með einstakling hjá mér í næringar- og heilsuráðgjöf um daginn og við vorum að ræða fyrirmyndir hans í lífinu, tengt betri heilsu. Hann sagði mér að hann hefði nú fáar fyrirmyndir en hann ætti sér því miður eina ófyrirmynd sem væri faðir hans, sem væri alvarlega veikur og með mjög skert lífsgæði vegna óheilbrigðs lífernis. Þessi einstaklingur sagðist láta áfengi alveg vera eftir að hafa séð hvernig faðir hans hefði farið með heilsu sína og líf af mikilli áfengisneyslu. Einnig passaði hann oftast ágætlega að matarskammtarnir yrðu ekki of stórir, því faðir hans borðaði mjög stóra skammta og virtist ekkert þekkja sitt magamál. Þetta er ákveðin uppgötvun fyrir mig sem er að leiðbeina fólki í átt að hollari lífsháttum og reyni að finna kraftinn í fólki til að fara að sinna sinni heilsu að alvöru. Í því samhengi er ég oft að tala um góðar fyrirmyndir en auðvitað eru líka allar hinar slæmu „ófyrirmyndirnar“ sem eru sannarlega frábær dæmi um óheilsusamlegt líf. Það er reyndar mjög sorglegt að þurfa að horfa upp á það einhver eigi sér „ófyrirmynd“ í sínu nánasta umhverfi. Í kaldhæðni má segja að þeir sem lifa mjög óheilbrigðu lífi geti „kætt“ sig við það þeir séu „ófyrirmyndir“ einhvers, svokallað, lán í óláni. Við sjáum þessar ófyrirmyndir út um allt. Má þar nefna dæmi: Þú þekkir einhvern sem drekkur ótæpilega af kaffi eða koffíndrykkjum og sefur illa, er morgunfúll, er stressaður og kvartar um orkuleysi seinnipartinn (vegna ofneyslu koffíns) – Þarna er komið góð ástæða til þess að minnka eða sleppa á koffíni til að efla svefninn, auka náttúrulega orku og andlega heilsu. Þú sérð að þegar þú ert að horfa á leikina í enska boltanum með vinunum, að mjög margir miðaldra vinir þínir eru með mikla bumbu en um leið tekur þú eftir því að flestir af þessum bumbuvinum eru mjög miklir bjórsvelgir – Ef þú vilt sleppa við bjórvömbina, vertu andstæðan við bjórsvelgina og drekktu bjór í miklu hófi. Einhver nátengdur þér er alltaf í símanum en það er eins og því meira sem þessi einstaklingur er í símanum þeim mun meiri virðist óhamingja og eirðarleysi hans/hennar vera – Takmarkaðu símanotkun, taktu t.d. upp símalausa sunnudaga til að auka hamingju þína. Nákominn frændi þinn er alltaf í megrun og í átökum með heilsuna en samt er hann alltof þungur og frekar óheilbrigður – Slepptu kúrum og átökum tengt heilsunni og tileinkaðu þér heilbrigðan lífsstíl án átaka. Einstaklingur í vinnunni þinni á alltaf einhver sætindi og maular það mikið yfir daginn en mætir aldrei í hádegismatinn, segist ekki mega við því. En hann er samt of þungur og segist líka vera með háþrýsting – Þarna er komin ástæða til að borða reglulega og sleppa sem mest gotteríinu í vinnunni. Það er vissulega mikið alhæft hér að ofan um ástæður heilsuleysis, því heilsuleysi fólks getur verið mjög flókið og verið samspil margra þátta. En lífsstíll okkar segir svo mikið um okkar heilsu og við erum það sem við „gerum og borðum“ í langflestum tilvikum, a.m.k. tengt lífsstílssjúkdómum sem eru þeir sjúkdómar sem eru að skerða lífsgæði okkar hvað mest. Þó að „ófyrirmyndirnar“ séu ansi margar þá hvet ég alla sem lesa þennan pistil að vera frekar fyrirmynd í heilsueflingu en „ófyrirmynd“, því fórnarkostnaðurinn er ansi mikill! Höfundur er næringarfræðingur og fyrirlesari.
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun