Hjúkrunarfræðingurinn laus úr haldi lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 30. ágúst 2021 17:26 Geðdeild Landspítala við Hringbraut. Vísir/vilhelm Hjúkrunarfræðingur sem sakaður er um að hafa orðið sjúklingi á geðdeild að bana er laus úr haldi lögreglu. Landsréttur felldi í dag úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Margeir segir að rannsókn haldi áfram og að skýrslutökur hafi farið fram síðustu daga. Hann vill lítið tjá sig um stöðu málsins að svo stöddu og segir það á mjög viðkvæmu stigi. Hjúkrunarfræðingurinn er á sjötugsaldri og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann dóm úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölskyldan harmi slegin Sjúklingurinn sem lést fyrr í mánuðinum var á sextugsaldri og hafði verið lögð inn á geðdeild Landspítalans þar sem hjúkrunarfræðingurinn starfaði. Ágúst Ólafsson, lögmaður fjölskyldu hinnar látnu, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá lögreglu. „Fjölskylda hinnar látnu er harmi slegin og lítur málið allt mjög alvarlegum augum. Fjölskyldan fellir enga dóma fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla nú síðdegis. Samkvæmt heimildum fréttastofu útilokar lögregla hvorki að andlátið hafi borið að með ásetningi eða gáleysi og grunar lögreglu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma. Málið er einnig til rannsóknar hjá embætti landlæknis. Lögreglumál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29 Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52 Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu en RÚV greindi fyrst frá. Margeir segir að rannsókn haldi áfram og að skýrslutökur hafi farið fram síðustu daga. Hann vill lítið tjá sig um stöðu málsins að svo stöddu og segir það á mjög viðkvæmu stigi. Hjúkrunarfræðingurinn er á sjötugsaldri og var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur á miðvikudag á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Landsréttur felldi þann dóm úr gildi og komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ástæða til að hafa konuna áfram í haldi vegna rannsóknarhagsmuna. Fjölskyldan harmi slegin Sjúklingurinn sem lést fyrr í mánuðinum var á sextugsaldri og hafði verið lögð inn á geðdeild Landspítalans þar sem hjúkrunarfræðingurinn starfaði. Ágúst Ólafsson, lögmaður fjölskyldu hinnar látnu, hyggst ekki tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar hjá lögreglu. „Fjölskylda hinnar látnu er harmi slegin og lítur málið allt mjög alvarlegum augum. Fjölskyldan fellir enga dóma fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir,“ segir hann í yfirlýsingu til fjölmiðla nú síðdegis. Samkvæmt heimildum fréttastofu útilokar lögregla hvorki að andlátið hafi borið að með ásetningi eða gáleysi og grunar lögreglu að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma. Málið er einnig til rannsóknar hjá embætti landlæknis.
Lögreglumál Landspítalinn Andlát á geðdeild Landspítala til rannsóknar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29 Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52 Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Sjá meira
Útiloka hvorki ásetning né gáleysi Lögreglan útilokar ekki að ásetningur hafi legið að baki þegar kona, sem lögð hafði verið inn á geðdeild Landspítalans, lést fyrr í mánuðinum. Hjúkrunarfræðingur á geðdeildinni er grunuð um að hafa orðið valdur að dauða konunnar. 30. ágúst 2021 11:29
Segir Landspítalann notast við hugmyndafræði sem leyfi þvinganir Málfríður Hrund Einarsdóttir, formaður Hugarafls, harmar andlát sem talið er hafa borið að með saknæmum hætti á geðdeild Landspítalans fyrr í mánuðinum en segir atvikið ekki koma sér á óvart. 29. ágúst 2021 22:52
Hjúkrunarfræðingur á Landspítala grunaður um manndráp Hjúkrunarfræðingur á geðdeild Landspítalans hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp. Heimildir fréttastofu herma að hjúkrunarfræðingurinn hafi reynt að þvinga mat ofan í sjúkling með þeim afleiðingum að hann kafnaði. Sjúklingurinn var kona á sextugsaldri en hún lést fyrr í þessum mánuði. 29. ágúst 2021 11:55