Þak yfir höfuðið Valdís Ösp Árnadóttir skrifar 30. ágúst 2021 15:30 Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Húsnæðismál Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla. Eins og staðan er í dag eru fjölmargir á biðlista eftir félagslegu húsnæði um land allt, margir þurfa að bíða í mörg ár. Á meðan fólk bíður þá reynir það að láta hlutina ganga upp á almennum leigumarkaði sem er ótraustur og leiguverð hátt. Það er nauðsynlegt fyrir alla einstaklinga og fjölskyldur að geta búið í öruggu húsnæði. Það að búa við stöðugt óöryggi er varðar húsnæðismál getur haft gríðarlega langvarandi afleiðingar fyrir fólk og þá sérstaklega börn. Í 28. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks segir að aðildarríkin „…viðurkenna rétt fatlaðs fólks og fjölskyldna þeirra til viðunandi fæðis og klæða og fullnægjandi húsnæðis og til sífellt batnandi lífsskilyrða og skulu gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja og stuðla að því að þessi réttur verði að veruleika án mismununar vegna fötlunar“. Ríki og sveitafélög verða að taka höndum saman og auka þátt félagslega húsnæðiskerfisins á húsnæðismarkaðnum. Í Svíþjóð eru 28% allra fjölbýlishúsa í eigu sveitafélaga en hér á landi er hlutfallið sláandi lágt. Árið 2019 átti Reykjavíkurborg innan við 5% alls húsnæðis í Reykjavík og Garðabær einungis 0,5%. Þetta þarf að breytast og verða öll sveitarfélög að fjölga félagslegu húsnæði. Bygginga verkamannabústaða í Reykjavík hefur löngum verið talið eitt best heppnaða átak í húsnæðismálum verkafólks. Þar var gengið út frá því að almenningur hefði aðgang að vönduðu og heilsusamlegu húsnæði. Þarna bjó allskonar fólk, námsmenn, verkafólk, öryrkjar og aldraðir. Verkamannabústaðirnir fóstraði marga þá sem síðar hafa látið að sér kveða í samfélaginu. Það skammaðist sín enginn fyrir að búa í Verkó. Undanfarin ár hefur viðhorf Íslendinga gagnvart félagslegu húsnæði litast af fordómum. Þar sem húsnæðið er af svo skornum skammti þá hefur einungis fólk í mjög veikri félagslegri stöðu fengið úthlutuðu húsnæði hjá sveitafélögunum. Hægt væri að spyrja sig – hvers vegna félagslega rekið húsnæði? Það er bráðnauðsynlegt að ná niður húsnæðiskostnaði einstaklinga. Markaðurinn eins og hann er orðin í dag er orðin óviðráðanlegur fyrir þann hóp sem lægstar hefur tekjurnar. Málefnahópur ÖBÍ um húsnæðismál leggur til að minnsta kosti 20% allra íbúða í landinu verði reknar félagslega af sveitafélögunum, án hagnaðarsjónarmiða. Það yrði kjörinn viðsnúningur á núverandi húsnæðismarkaði þar sem Ísland er í þriðja sæti yfir þau ríki sem talin eru bera hvað hæstan húsnæðiskostnað árið 2021 samkvæmt efnahagspá OECD. Það er nauðsynlegt að hugafarsbreyting eigi sér stað bæði innan stjórnsýslunar og meðal almennings að allir eigi rétt á viðunandi húsnæði og húsnæðisöryggi. Ótal fyrirmyndir eru úti í heimi um félagslega rekin húsnæðiskerfi. Við þurfum ekki að finna upp hjólið – við þurfum einfaldlega að pumpa í dekkið! Höfundur er starfsmaður málefnahóps um húsnæðismál ÖBÍ.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun