Barn lést þegar eldflaug var skotið við flugvöllinn í Kabúl Kjartan Kjartansson skrifar 29. ágúst 2021 13:42 Liðsmenn talibana standa vörð við flugvöllinn í Kabúl. Þeir hafa tekið völdin í borginni og bíða aðeins eftir að Bandaríkjamenn og bandalagsþjóðir þeirra yfirgefi landið endanlega á þriðjudag. AP/Wali Sabawoon Lögreglustjóri í Afganistan fullyrðir að barn hafi látist þegar eldflaug var skotið á hús í hverfi norðvestur af flugvellinum í Kabúl í dag. Talibanar segja að loftárás Bandaríkjahers hafi stöðvað sjálfsmorðsprengjutilræðismann. Takmarkaðar fregnir hafa borist af sprengingunni sem varð barninu að bana og ekki er ljóst hvort að hún tengist loftárás Bandaríkjahers. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mikill hvellur hafi heyrst við flugvöllinn sem var vettvangur blóðbaðs á fimmtudag þegar liðsmaður Ríkis íslams sprengdi sig í loft upp og varð um 180 manns að bana. AP-fréttastofan hefur eftir Rashid, lögreglustjóra í Kabúl, að eldflaugin hafi lent á byggingu í hverfi í nágrenni flugvallarins og að barn hafi látið lífið. Bandaríkjaher svaraði hryðjuverkaárásinni á fimmtudag með því að fella tvo liðsmenn Ríkis íslams í drónaárás á aðfaranótt laugardags. Í kjölfarið vöruðu bandarísk yfirvöld við því að hætta væri á frekari hryðjuverkum í Kabúl á meðan Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir ljúka brottflutningi fólks. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan Bandaríkjastjórnar að önnur hernaðaraðgerð hafi átt sér stað gegn liðsmönnum Ríkis íslams í dag, að þessu sinni í Kabúl. Talsmaður talibana fullyrðir að Bandaríkjaher hafi stöðvað sjálfsmorðsárásarmann í farartæki sem hafi ætlað að ráðast á flugvöllinn. Bifreiðin hafi verið full að sprengiefni. Afganistan Tengdar fréttir Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. 29. ágúst 2021 07:13 Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Takmarkaðar fregnir hafa borist af sprengingunni sem varð barninu að bana og ekki er ljóst hvort að hún tengist loftárás Bandaríkjahers. Breska ríkisútvarpið BBC segir að mikill hvellur hafi heyrst við flugvöllinn sem var vettvangur blóðbaðs á fimmtudag þegar liðsmaður Ríkis íslams sprengdi sig í loft upp og varð um 180 manns að bana. AP-fréttastofan hefur eftir Rashid, lögreglustjóra í Kabúl, að eldflaugin hafi lent á byggingu í hverfi í nágrenni flugvallarins og að barn hafi látið lífið. Bandaríkjaher svaraði hryðjuverkaárásinni á fimmtudag með því að fella tvo liðsmenn Ríkis íslams í drónaárás á aðfaranótt laugardags. Í kjölfarið vöruðu bandarísk yfirvöld við því að hætta væri á frekari hryðjuverkum í Kabúl á meðan Bandaríkin og aðrar vestrænar þjóðir ljúka brottflutningi fólks. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum innan Bandaríkjastjórnar að önnur hernaðaraðgerð hafi átt sér stað gegn liðsmönnum Ríkis íslams í dag, að þessu sinni í Kabúl. Talsmaður talibana fullyrðir að Bandaríkjaher hafi stöðvað sjálfsmorðsárásarmann í farartæki sem hafi ætlað að ráðast á flugvöllinn. Bifreiðin hafi verið full að sprengiefni.
Afganistan Tengdar fréttir Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. 29. ágúst 2021 07:13 Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð Innlent Fleiri fréttir Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Sjá meira
Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag. 29. ágúst 2021 07:13
Svöruðu hryðjuverkunum í Kabúl með drónaárás á Ríki íslams Bandaríkjaher gerði drónaárás á hryðjuverkasamtökin Ríki íslams í Afganistan í nótt til þess að hefna fyrir hryðjuverkaárásina sem var gerð við flugvöllinn í Kabúl á fimmtudag. Vestrænt herlið býr sig undir möguleikanna á frekari hryðjuverkum. 28. ágúst 2021 07:55