Innlent

Nemendur smitaðir í fjórum grunnskólum

Kjartan Kjartansson skrifar
Fellaskóli er einn þeirra skóla sem smit eru sögð hafa greinst hjá nemendum.
Fellaskóli er einn þeirra skóla sem smit eru sögð hafa greinst hjá nemendum.

Kórónuveirusmit hafa verið greind í nemendum í fjórum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu, þremur í Reykjavík og einum í Mosfellsbæ.

Mbl.is segir tveir nemendur í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ séu smitaðir og á fjórða tug nemenda hafi verið sendir í sóttkví eða smitgát vegna þess. Í Hamraskóla í Grafarvogi séu fjórir smitaðir en ekki sé ljóst hversu margir þurfi í sóttkví.,

Þá séu fjórir nemendur smitaðir í Fellaskóla og einn í Vogaskóla. Sá síðastnefndi hafi ekki verið í skólanum á föstudag. Líklega þurfi aðeins nemendur sem eru með honum í 5. bekk að fara í sóttkví en ekki aðrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×