Akureyringum barst neyðarkall frá afskekktu héraði í Rússlandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. ágúst 2021 16:17 Óskað hefur verið eftir aðstoð frá Akureyri. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrar, barst á dögunum neyðarkall frá Sakha-Yakutia héraði í norðaustanverðri Síberíu. Þar geisa miklar skógareldar og hafa Northern Forum samtökin, sem Akureyri er aðili að, óskað eftir aðstoð frá þátttökusveitarfélögum og héruðum. Meðal annars er óskað eftir eldsneyti og fjármunum, en einnig einföldum nauðsynjavörum á borð við klósettpappír, tannkremi og tannburstum, sjampói og bleyjum. Bréfið barst bæjaryfirvöldum í þessum mánuði en fjallað var um það á fundi bæjarráðs í gær. Þar var Ásthildi bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Í samtali við Vísi segir Ragnar Hólm Ragnarsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, að ekki sé búið að taka formlega afstöðu til beiðninnar en vilji sé fyrir hendi að bregðast við henni á einhvern hátt. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að alls 155 skógareldar geisi nú í héraðinu. Alls hafi 3,4 milljónir hektara brunnið og eldar séu farnir að kvikna ískyggilega nálægt íbúasvæðum. Eldunum hafi fylgt mikil eyðilegging sem hingað til hafi verið metin á um milljarð rúblna, um 1,7 milljarð króna. Vilja bleyju og pela, sápur og hreinsiklúta Í bréfinu segir að Northern Forum samtökin, sem stofnuð voru árið 1991, séu nú að hefja söfnun á hjálpargögnum til þess að bregðast við neyðarástandinu í Sakha-Yakutia. Verið sé að safna búnaði til að berjast við eldana sem og nauðsynjavörum, auk fjármuna ef hægt er. Í bréfinu má sjá að óskað er eftir nauðsynjavörum á borð við kerti og eldspýtur, ýmis konar hreinlætisvörur á borð við sápur, þvottaefni og hreinsliklúta. Einnig er óskað eftir bleyjum, pelum og teppum. Þá er einnig óskað eftir eldsneyti, bæði gasi, bensíni og olíu. Akureyri er eina íslenska sveitarfélagið sem er aðili að Northern-forum samtöknum. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum. Akureyri Rússland Tengdar fréttir Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31 Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Meðal annars er óskað eftir eldsneyti og fjármunum, en einnig einföldum nauðsynjavörum á borð við klósettpappír, tannkremi og tannburstum, sjampói og bleyjum. Bréfið barst bæjaryfirvöldum í þessum mánuði en fjallað var um það á fundi bæjarráðs í gær. Þar var Ásthildi bæjarstjóra falið að svara bréfinu. Í samtali við Vísi segir Ragnar Hólm Ragnarsson, aðstoðarmaður bæjarstjóra, að ekki sé búið að taka formlega afstöðu til beiðninnar en vilji sé fyrir hendi að bregðast við henni á einhvern hátt. Í bréfinu, sem lesa má hér, segir að alls 155 skógareldar geisi nú í héraðinu. Alls hafi 3,4 milljónir hektara brunnið og eldar séu farnir að kvikna ískyggilega nálægt íbúasvæðum. Eldunum hafi fylgt mikil eyðilegging sem hingað til hafi verið metin á um milljarð rúblna, um 1,7 milljarð króna. Vilja bleyju og pela, sápur og hreinsiklúta Í bréfinu segir að Northern Forum samtökin, sem stofnuð voru árið 1991, séu nú að hefja söfnun á hjálpargögnum til þess að bregðast við neyðarástandinu í Sakha-Yakutia. Verið sé að safna búnaði til að berjast við eldana sem og nauðsynjavörum, auk fjármuna ef hægt er. Í bréfinu má sjá að óskað er eftir nauðsynjavörum á borð við kerti og eldspýtur, ýmis konar hreinlætisvörur á borð við sápur, þvottaefni og hreinsliklúta. Einnig er óskað eftir bleyjum, pelum og teppum. Þá er einnig óskað eftir eldsneyti, bæði gasi, bensíni og olíu. Akureyri er eina íslenska sveitarfélagið sem er aðili að Northern-forum samtöknum. Meginmarkmið þeirra er að stuðla að samvinnu héraða og sveitarfélaga á norðurslóðum.
Akureyri Rússland Tengdar fréttir Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31 Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. 25. mars 2021 15:31
Norðurlöndin vilja aukið samráð við Þýskaland á alþjóðavettvangi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hafi tekið mjög vel í það boð forsætisráðherra Norðurlandanna að stofna nýjan samráðsvettvang á milli landanna á alþjóðavettvangi. 20. ágúst 2019 17:00