Innlent

Opna áfallamiðstöð eftir atburði gærkvöldsins

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Foreldar á Egilsstöðum eru sérstaklega hvattir til að koma með börn sín í áfallamiðstöðina ef borið hefur á kvíða eða vanlíðan eftir atburði gærkvöldsins.
Foreldar á Egilsstöðum eru sérstaklega hvattir til að koma með börn sín í áfallamiðstöðina ef borið hefur á kvíða eða vanlíðan eftir atburði gærkvöldsins. Vísir/Vilhelm

Rauði Krossinn mun opna áfallamiðstöð í Egilstaðaskóla vegna atviks sem þar kom upp í gærkvöldi, þegar lögregla skaut vopnaðan karlmann á Egilsstöðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir að áfallamiðstöðin verði opin frá klukkan 16 til klukkan 18 í dag.

Þar muni Rauði krossinn veita sálrænan stuðning og skyndihjálp ef þörf er á. Eru foreldrar sérstaklega hvattir til að koma með börn sín og ungmenni ef borið hafi á kvíða og vanlíðan hjá þeim, eftir atvikið.

Lögregla á Egilsstöðum skaut í gærkvöldi vopnaðan karlmann eftir að sá hafði áður skotið að húsum í Dalseli og lögreglu og neitað að leggja frá sér vopnið. Maðurinn var fluttur frá Egilsstöðum og til Reykjavíkur í sjúkraflugi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×