Segir mótlætið hafa styrkt Val en gaf ekkert upp um rútuferðir sumarsins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. ágúst 2021 10:30 Elísa Viðarsdóttir í baráttunni við Jacqueline Altschuld í leiknum þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Hulda Margrét Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, segir mótlætið heldur betur hafa styrkt liðið en eftir að tapa stórt á heimavelli gegn þáverandi Íslandsmeisturum Breiðabliks settu Valskonur í fluggírinn og eru verðugir Íslandsmeistarar. Elísa ræddi við Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna um sigur Valskvenna á Íslandsmótinu. Fór hún yfir afhroðið gegn Blikum, rútuferðir Vals og aldursmun sumra leikmanna í Valsliðinu. „Að sjálfsögðu, það er alltaf krafa á Hlíðarenda að vinna titla. Við vorum hundfúlar eftir árið í fyrra og vildum svo sannarlega endurheimta titilinn á Hlíðarenda, sagði Elísa aðspurð hvort þetta hefði alltaf verið markmiðið. „Pétur (Pétursson, þjálfari Vals) sagði við okkur fyrir leikinn gegn Keflavík að hann ætlaði ekki að halda neitt sérstakt partí og væri ekki búinn að plana það. Var búð að plana eitthvað partí,“ spurði Helena kímin. „Ekki að mér vitandi en við bjuggum til gott partí eftir leikinn. Við mættum ótrúlega einbeittar inn í þennan leik. Erum búnar að eiga góðar vikur í aðdraganda leiksins, áttum góða ferð út til Sviss, það þjappaði hópnum enn frekar saman eftir góðan leik gegn Blikum. Við vissum að ef við værum allar á okkar degi þá yrði það sigur í hús.“ Vendipunktur sumarsins Valskonur töpuðu 3-7 á heimavelli gegn Blikum í upphafi móts í einhverjum ótrúlegasta leik síðari ára. Elísa var spurð hvernig liðið hefði byggt sig upp eftir þann leik þar sem það hefur gengið nokkuð vel síðan og liðið orðið Íslandsmeistari nú þegar enn eru tvær umferðir eftir af mótinu. „Ef maður lætur mótlætið styrkja sig er það oftast til góðs. Við létum það – þetta afhroð á heimavelli gegn Breiðabliki - svo sannarlega telja.“ „Eins og þú segir, eftir það var aldrei aftur snúið. Við þéttum hópinn enn frekar og bjuggum til geggjaða liðsheild. Langt síðan maður hefur fundið svona sterka liðsheild. Árið 2019 vorum við kannski með betri einstaklinga en í ár finnst mér við vera með betra lið. Svona fyrst og fremst það sem skilaði okkur Íslandsmeistaratitlinum.“ Hvað gerðist í rútuferðum Vals í sumar? Pétur Pétursson var á því að rútuferðir Valsliðsins hefðu skilað titlinum en vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvernig. „Held það sé bara best að láta Pétur svara fyrir það. Held það sé ekki mitt að vera eitthvað að kjafta því hvað fór þar fram.“ „Hann er fáorður og klókur maður,“ sagði Elísa og hló er Helena benti á að Pétur gæfi aldrei neitt upp. „Það er kannski hægt að segja um þetta lið að við erum ótrúlega breidd, ótrúlegt aldursbil, ótrúlega ólíka einstaklinga. Það tekur tíma að búa til lið úr svona breidd og ólíkum mannskap. Það tók bara smá tíma og við unnum í okkur sem lið. Það svínvirkaði að lokum.“ Aldursbilið á Dóru Maríu Lárusdóttur og Kötlu Tryggvadóttur, sem eru fæddar 1985 og svo 2005, kom upp í kjölfarið. „Okkur finnst þetta náttúrulega bara brandari en það er líka bara skemmtilegt að þetta eru hálfgerðar mömmur þarna inn á milli og börn líka. Það er alveg kúnst að búa til dýnamík og góða stemningu í svona mikilli breidd,“ sagði fyrirliði Vals að lokum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Viðtal við Elísu Viðars, fyrsti hluti Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Elísa ræddi við Helenu Ólafsdóttur og sérfræðinga Pepsi Max Markanna um sigur Valskvenna á Íslandsmótinu. Fór hún yfir afhroðið gegn Blikum, rútuferðir Vals og aldursmun sumra leikmanna í Valsliðinu. „Að sjálfsögðu, það er alltaf krafa á Hlíðarenda að vinna titla. Við vorum hundfúlar eftir árið í fyrra og vildum svo sannarlega endurheimta titilinn á Hlíðarenda, sagði Elísa aðspurð hvort þetta hefði alltaf verið markmiðið. „Pétur (Pétursson, þjálfari Vals) sagði við okkur fyrir leikinn gegn Keflavík að hann ætlaði ekki að halda neitt sérstakt partí og væri ekki búinn að plana það. Var búð að plana eitthvað partí,“ spurði Helena kímin. „Ekki að mér vitandi en við bjuggum til gott partí eftir leikinn. Við mættum ótrúlega einbeittar inn í þennan leik. Erum búnar að eiga góðar vikur í aðdraganda leiksins, áttum góða ferð út til Sviss, það þjappaði hópnum enn frekar saman eftir góðan leik gegn Blikum. Við vissum að ef við værum allar á okkar degi þá yrði það sigur í hús.“ Vendipunktur sumarsins Valskonur töpuðu 3-7 á heimavelli gegn Blikum í upphafi móts í einhverjum ótrúlegasta leik síðari ára. Elísa var spurð hvernig liðið hefði byggt sig upp eftir þann leik þar sem það hefur gengið nokkuð vel síðan og liðið orðið Íslandsmeistari nú þegar enn eru tvær umferðir eftir af mótinu. „Ef maður lætur mótlætið styrkja sig er það oftast til góðs. Við létum það – þetta afhroð á heimavelli gegn Breiðabliki - svo sannarlega telja.“ „Eins og þú segir, eftir það var aldrei aftur snúið. Við þéttum hópinn enn frekar og bjuggum til geggjaða liðsheild. Langt síðan maður hefur fundið svona sterka liðsheild. Árið 2019 vorum við kannski með betri einstaklinga en í ár finnst mér við vera með betra lið. Svona fyrst og fremst það sem skilaði okkur Íslandsmeistaratitlinum.“ Hvað gerðist í rútuferðum Vals í sumar? Pétur Pétursson var á því að rútuferðir Valsliðsins hefðu skilað titlinum en vildi ekki gefa upp nákvæmlega hvernig. „Held það sé bara best að láta Pétur svara fyrir það. Held það sé ekki mitt að vera eitthvað að kjafta því hvað fór þar fram.“ „Hann er fáorður og klókur maður,“ sagði Elísa og hló er Helena benti á að Pétur gæfi aldrei neitt upp. „Það er kannski hægt að segja um þetta lið að við erum ótrúlega breidd, ótrúlegt aldursbil, ótrúlega ólíka einstaklinga. Það tekur tíma að búa til lið úr svona breidd og ólíkum mannskap. Það tók bara smá tíma og við unnum í okkur sem lið. Það svínvirkaði að lokum.“ Aldursbilið á Dóru Maríu Lárusdóttur og Kötlu Tryggvadóttur, sem eru fæddar 1985 og svo 2005, kom upp í kjölfarið. „Okkur finnst þetta náttúrulega bara brandari en það er líka bara skemmtilegt að þetta eru hálfgerðar mömmur þarna inn á milli og börn líka. Það er alveg kúnst að búa til dýnamík og góða stemningu í svona mikilli breidd,“ sagði fyrirliði Vals að lokum. Klippa: Pepsi Max Mörkin: Viðtal við Elísu Viðars, fyrsti hluti Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pepsi Max deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira