Hvað er mikilvægt; bankar eða gamalt fólk? Gunnar Smári Egilsson skrifar 27. ágúst 2021 09:30 Samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, sem kalla sig Samtök atvinnulífsins, hafa verið í áróðursherferð undanfarið og haldið því fram að það sé að verða of mikið af gömlu fólki í samfélaginu í samanburði við fólk á vinnualdri. Ég hef reynt að hlusta eftir hvað það er sem áróðursfólkið vill gera. Hvort það vill fækka gamla fólkinu eða fjölga fólki á vinnualdri, en ég hef enn ekki áttað mig á hvort það er. Ég heyri hins vegar að þau eru fljót að snúa talinu að einkavæðingu gamla fólksins. Þau vilja gera business úr umönnun aldraða. Segja að við höfum ekki efni á öðru. Nú ætla ég ekki að ræða þá hugmynd, meginþorri fólks hefur andstyggð á fólki sem vill græða á sjúkdómum, öldrun, fátækt og bjargarleysi annars fólks. Hvergi nema hér á landi fær þetta fólk fyrstu frétt í fréttatímum til að lýsa þessum auðvirðilegu fyrirætlunum sínum. Ég átta mig ekki alveg á hvers vegna það er, hvers vegna þetta gróðafólk með sínar siðlausu ráðagerðir er svona plássfrekt á Íslandi. En það er eitthvað sem við höfum gert alvarleg vitlaust. Einhvers staðar tókum við vitlausa beygju. Það sem ég vildi ræða er þessi hugmynd að við höfum ekki lengur efni á gamla fólkinu. Er gamla fólkið byrði? Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að 93,4 milljarðar króna fari í málefni aldraðra. Þar munar mestu um eftirlaun sem greidd eru frá Tryggingastofnun ríkisins. Við þetta má bæta 57,9 milljörðum króna sem fara til rekstrar hjúkrunar- og dvalarheimila. Samtals eru þetta 151,3 milljarðar. Það eru um 5,1% af landsframleiðslu. Það eru um 47 þúsund manns sem eru 67 ára og eldri á Íslandi. Þessi útgjöld eru því um 3,2 m.kr. á mann. Og það finnst samtökum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda of mikið. En hvað með bankana? Kvika banki var að skila uppgjöri fyrir fyrri helming ársins, 6,1 milljarður króna í hreinan hagnað. Þá er hagnaður fjögurra banka kominn í 43 milljarða króna á þessum fyrstu sex mánuðum ársins. Það eru um 3% af landsframleiðslu þessara mánaða og því um 59% af því sem ríkið ver í eftirlaun, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða. Ég man ekki til þess að samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda hefðu kvartað yfir að kannski væri of fátt fólk að strita í hagkerfinu til að standa undir þessum geigvænlegra gróða bankanna. Og svo tryggingafélögin Til að allrar sanngirni sé gætt ættum við að telja VÍS og Sjóvá með bönkunum, þar sem TM er hluti af Kvikubanka. Við getum kallað þetta fjármálakerfið; banka og tryggingafélög. Sjóvá og Vís skiluðu 9,7 milljarða hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og samanlagður hagnaður þeirra og bankanna var því 52,7 milljarðar króna eða 3,7% af landsframleiðslu þessa tímabils. Það er 73% af því sem ríkið ver til að gera efri ár um 47 þúsund landsmanna bærileg. Þetta er annars vegar hagnaður sex fyrirtækja, sem engum þykir vænt um, og hins vegar velferð 47 þúsund manneskja, sem eru foreldrar okkar, afar og ömmur. Ég man ekki til þess að það hafi verið fyrsta frétt í nokkrum fréttatíma að samfélagið hefði kannski ekki efni á standa undir hagnaði þessara fyrirtækja. Að við yrðum að gera eitthvað í þessu. Að það væri ekki á fólk leggjandi að greiða svona óheyrilegar fjárhæðir til þessara sex fyrirtækja bara svo féð endi sem hreinn hagnaður, umframtekjur þegar allur mögulegur kostnaður hefur verið greiddur. Það sem fyrirtækin leggja á þjónustuna umfram það sem hún kostar. Það sem kalla má okur. Og svo er það leigan Við ættum kannski að bæta við þremur fyrirtækjum við þessa upptalningu. Reitir, Reginn og Eik eru fasteignafélög sem eiga og leigja húsnæði. Þau græddu 7,4 milljarða á síðustu sex mánuðum, sem þau hafa skilað uppgjöri fyrir. Bankar, tryggingarfélög og skráð fasteignafélög hafa því hagnast um 60,1 milljarð króna á sex mánuðum. Eða um sem nemur 4,2% af landsframleiðslu. Það er 82% af því sem gamla fólkið fær úr sameiginlegum sjóðum. Sem það borgar í eins og við hin. Gamla fólkið borgar tekjuskatt, oft af lágum tekjum. Það borgar líka virðisaukaskatt af öllu sem það kaupir. Ég ætla að gefa mér að gamla fólkið borgi hið minnsta það sem upp á vantar, þessi 18% sem ber á milli útgjalda ríkisins til gamla fólksins og þess sem þessi níu fyrirtæki, sem lifa á vöxtum og leigu, tóku til sín í hreinann hagnað Þetta eru aðeins um 48 þús. kr. á mánuði á hvern aldraðan landsmann. Þú lifir ekki heilan mánuð á Íslandi án þess að borga all vega það í skatta. Hversu sjúk erum við orðin? Stundum þegar ég sit undir fréttatímum velti ég fyrir mér hversu sjúk við erum orðin. Hver læddi þeirri hugsun að okkur að mark væri takandi á fólki sem er hálf sturlað af fégræðgi? Til hvers er verið að útvarpa um borg í bý ráðagerðum hinna ríku um að gera sér gamla fólkið að féþúfu, með þeim rökum að gamla fólkið sé of þung byrði fyrir okkur hin? Af hverju er verið að hlusta á þetta fólk með glærurnar? Man einhver til þess að eitthvað gott hafi hlotist af því? Er þetta ekki fólkið sem sagði nauðsynlegt að einkavæða bankana? Fólkið sem byggði upp fjármálakerfið sem sogaði til sín 60 milljarða króna á sex mánuðum. Það eru 120 milljarðar króna á ári. miklu meira en það kostar að byggja nýjan Landspítala. Við höfum ekki efni á auðvaldinu Fjármálakerfið sogaði til sín í hreinan hagnað þessa sex mánuði ígildi um 325 þúsund króna frá hverju mannsbarni á ári. Það eru tæplega 110 þús. kr. á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Bara til að fóðra hreinan hagnað þessara níu fyrirtækja. Og þau eru aðeins toppurinn af ísjakanum. Ímyndið ykkur peningana sem öll hin fyrirtækin taka til sín, allar arðgreiðslunnar, alla leiguna og alla vextina sem er troðið upp á allt sem þú kaupir, allt sem þú borðar og allt sem þú þarft á að halda til að lifa. Við lifum í samfélagi þar sem allt kerfið gengur út á að hafa af þér fé, soga úr þér orkuna, festa þig á hamsturhjóli vinnuþrælkunar og basls, brennimerkja þig með linnulausum kvíða og fjárhagsáhyggjum. Og fólkið sem lifir sældarlífi af þessu kerfi, fólkið sem lifir af þér, það er mætt í fréttirnar til að segja að við höfum ekki efni á gamla fólkinu. Ágæta fólk, við eigum nóg til handa gamla fólkinu. Við höfum hins vegar ekki efni á að halda þessar blóðsugur lengur, sem hafa sogið sig fastar á allan almenning. Ef við losum okkur við þær höfum við efni á allri þeirri mannúð og mildi sem við viljum sýna gamla fólkinu, foreldrum okkar, öfum og ömmum. Ef við losum okkur við blóðsugurnar getum við öll eignast gott líf. Kosningar í haust snúast um ýmislegt. Þar fáið þið til dæmis að velja á milli gamla fólksins eða blóðsugnanna. Þú getur valið hvort við eigum að samfélagsvæða fjármálakerfið eða einkavæða gamla fólkið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og skipar 1. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Skoðun: Kosningar 2021 Íslenskir bankar Alþingiskosningar 2021 Eldri borgarar Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, sem kalla sig Samtök atvinnulífsins, hafa verið í áróðursherferð undanfarið og haldið því fram að það sé að verða of mikið af gömlu fólki í samfélaginu í samanburði við fólk á vinnualdri. Ég hef reynt að hlusta eftir hvað það er sem áróðursfólkið vill gera. Hvort það vill fækka gamla fólkinu eða fjölga fólki á vinnualdri, en ég hef enn ekki áttað mig á hvort það er. Ég heyri hins vegar að þau eru fljót að snúa talinu að einkavæðingu gamla fólksins. Þau vilja gera business úr umönnun aldraða. Segja að við höfum ekki efni á öðru. Nú ætla ég ekki að ræða þá hugmynd, meginþorri fólks hefur andstyggð á fólki sem vill græða á sjúkdómum, öldrun, fátækt og bjargarleysi annars fólks. Hvergi nema hér á landi fær þetta fólk fyrstu frétt í fréttatímum til að lýsa þessum auðvirðilegu fyrirætlunum sínum. Ég átta mig ekki alveg á hvers vegna það er, hvers vegna þetta gróðafólk með sínar siðlausu ráðagerðir er svona plássfrekt á Íslandi. En það er eitthvað sem við höfum gert alvarleg vitlaust. Einhvers staðar tókum við vitlausa beygju. Það sem ég vildi ræða er þessi hugmynd að við höfum ekki lengur efni á gamla fólkinu. Er gamla fólkið byrði? Á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár er gert ráð fyrir að 93,4 milljarðar króna fari í málefni aldraðra. Þar munar mestu um eftirlaun sem greidd eru frá Tryggingastofnun ríkisins. Við þetta má bæta 57,9 milljörðum króna sem fara til rekstrar hjúkrunar- og dvalarheimila. Samtals eru þetta 151,3 milljarðar. Það eru um 5,1% af landsframleiðslu. Það eru um 47 þúsund manns sem eru 67 ára og eldri á Íslandi. Þessi útgjöld eru því um 3,2 m.kr. á mann. Og það finnst samtökum fjármagns- og fyrirtækjaeigenda of mikið. En hvað með bankana? Kvika banki var að skila uppgjöri fyrir fyrri helming ársins, 6,1 milljarður króna í hreinan hagnað. Þá er hagnaður fjögurra banka kominn í 43 milljarða króna á þessum fyrstu sex mánuðum ársins. Það eru um 3% af landsframleiðslu þessara mánaða og því um 59% af því sem ríkið ver í eftirlaun, hjúkrunar- og dvalarheimili fyrir aldraða. Ég man ekki til þess að samtök fjármagns- og fyrirtækjaeigenda hefðu kvartað yfir að kannski væri of fátt fólk að strita í hagkerfinu til að standa undir þessum geigvænlegra gróða bankanna. Og svo tryggingafélögin Til að allrar sanngirni sé gætt ættum við að telja VÍS og Sjóvá með bönkunum, þar sem TM er hluti af Kvikubanka. Við getum kallað þetta fjármálakerfið; banka og tryggingafélög. Sjóvá og Vís skiluðu 9,7 milljarða hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins og samanlagður hagnaður þeirra og bankanna var því 52,7 milljarðar króna eða 3,7% af landsframleiðslu þessa tímabils. Það er 73% af því sem ríkið ver til að gera efri ár um 47 þúsund landsmanna bærileg. Þetta er annars vegar hagnaður sex fyrirtækja, sem engum þykir vænt um, og hins vegar velferð 47 þúsund manneskja, sem eru foreldrar okkar, afar og ömmur. Ég man ekki til þess að það hafi verið fyrsta frétt í nokkrum fréttatíma að samfélagið hefði kannski ekki efni á standa undir hagnaði þessara fyrirtækja. Að við yrðum að gera eitthvað í þessu. Að það væri ekki á fólk leggjandi að greiða svona óheyrilegar fjárhæðir til þessara sex fyrirtækja bara svo féð endi sem hreinn hagnaður, umframtekjur þegar allur mögulegur kostnaður hefur verið greiddur. Það sem fyrirtækin leggja á þjónustuna umfram það sem hún kostar. Það sem kalla má okur. Og svo er það leigan Við ættum kannski að bæta við þremur fyrirtækjum við þessa upptalningu. Reitir, Reginn og Eik eru fasteignafélög sem eiga og leigja húsnæði. Þau græddu 7,4 milljarða á síðustu sex mánuðum, sem þau hafa skilað uppgjöri fyrir. Bankar, tryggingarfélög og skráð fasteignafélög hafa því hagnast um 60,1 milljarð króna á sex mánuðum. Eða um sem nemur 4,2% af landsframleiðslu. Það er 82% af því sem gamla fólkið fær úr sameiginlegum sjóðum. Sem það borgar í eins og við hin. Gamla fólkið borgar tekjuskatt, oft af lágum tekjum. Það borgar líka virðisaukaskatt af öllu sem það kaupir. Ég ætla að gefa mér að gamla fólkið borgi hið minnsta það sem upp á vantar, þessi 18% sem ber á milli útgjalda ríkisins til gamla fólksins og þess sem þessi níu fyrirtæki, sem lifa á vöxtum og leigu, tóku til sín í hreinann hagnað Þetta eru aðeins um 48 þús. kr. á mánuði á hvern aldraðan landsmann. Þú lifir ekki heilan mánuð á Íslandi án þess að borga all vega það í skatta. Hversu sjúk erum við orðin? Stundum þegar ég sit undir fréttatímum velti ég fyrir mér hversu sjúk við erum orðin. Hver læddi þeirri hugsun að okkur að mark væri takandi á fólki sem er hálf sturlað af fégræðgi? Til hvers er verið að útvarpa um borg í bý ráðagerðum hinna ríku um að gera sér gamla fólkið að féþúfu, með þeim rökum að gamla fólkið sé of þung byrði fyrir okkur hin? Af hverju er verið að hlusta á þetta fólk með glærurnar? Man einhver til þess að eitthvað gott hafi hlotist af því? Er þetta ekki fólkið sem sagði nauðsynlegt að einkavæða bankana? Fólkið sem byggði upp fjármálakerfið sem sogaði til sín 60 milljarða króna á sex mánuðum. Það eru 120 milljarðar króna á ári. miklu meira en það kostar að byggja nýjan Landspítala. Við höfum ekki efni á auðvaldinu Fjármálakerfið sogaði til sín í hreinan hagnað þessa sex mánuði ígildi um 325 þúsund króna frá hverju mannsbarni á ári. Það eru tæplega 110 þús. kr. á mánuði fyrir fjögurra manna fjölskyldu. Bara til að fóðra hreinan hagnað þessara níu fyrirtækja. Og þau eru aðeins toppurinn af ísjakanum. Ímyndið ykkur peningana sem öll hin fyrirtækin taka til sín, allar arðgreiðslunnar, alla leiguna og alla vextina sem er troðið upp á allt sem þú kaupir, allt sem þú borðar og allt sem þú þarft á að halda til að lifa. Við lifum í samfélagi þar sem allt kerfið gengur út á að hafa af þér fé, soga úr þér orkuna, festa þig á hamsturhjóli vinnuþrælkunar og basls, brennimerkja þig með linnulausum kvíða og fjárhagsáhyggjum. Og fólkið sem lifir sældarlífi af þessu kerfi, fólkið sem lifir af þér, það er mætt í fréttirnar til að segja að við höfum ekki efni á gamla fólkinu. Ágæta fólk, við eigum nóg til handa gamla fólkinu. Við höfum hins vegar ekki efni á að halda þessar blóðsugur lengur, sem hafa sogið sig fastar á allan almenning. Ef við losum okkur við þær höfum við efni á allri þeirri mannúð og mildi sem við viljum sýna gamla fólkinu, foreldrum okkar, öfum og ömmum. Ef við losum okkur við blóðsugurnar getum við öll eignast gott líf. Kosningar í haust snúast um ýmislegt. Þar fáið þið til dæmis að velja á milli gamla fólksins eða blóðsugnanna. Þú getur valið hvort við eigum að samfélagsvæða fjármálakerfið eða einkavæða gamla fólkið. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokknum og skipar 1. sætið á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar