Tvöfalt kerfi í tvöföldu kerfi Ómar Torfason skrifar 27. ágúst 2021 07:00 Það er landanum sennilega löngu ljóst að heilbrigðismálin eru með erfiðari málaflokkum, ekki síst með hækkandi meðalaldri okkar. Krafan um sparnað verður óhjákvæmilega meira krefjandi. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra málum séu raunveruleikatengdir, þar sem ekki fer endilega saman krafan um þjónustu og útlagður kostnaður. Nú víkur svo við að núverandi heilbrigðisráðherra, væntanlega með stuðningi og mögulega að áeggjan þess sem stýrir Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), stefnir í sparnað með því að útiloka nýútskrifaða einstaklinga frá aðkomu að Sjúkratryggingum Íslands á þeim forsendum að þeir séu nýútskrifaðir, þ.e. miðað við tvö s.l. ár. Menntun þeirra er fullgild og Embætti landlæknis hefur gefið þeim grænt ljós, en grunnkerfið neitar eigi að síður og það án þess að fyrir liggi haldbær rök. Skjólstæðingar verða því að greiða þar fullt gjald fyrir þjónustuna án aðkomu SÍ. Þar með er komið tvöfalt kerfi. Á sama tíma er annað ferli í gangi sem mun mynda víðtækara tvöfalt kerfi, sem liggur í því að núverandi ráðherra heilbrigðismála, með fullum stuðningi forsvarsmanna SÍ, stefnir í alþjóðlegt útboð á sjúkraþjálfun þar sem sumar stofur, þ.e. hæstbjóðendur í undirboði, fá meðferðarkvóta en aðrar ekki. Þeir sem eitthvað hafa aflögu milli handanna geta þá leitað til stofa utan kerfisins og fengið þjónustu svo gott sem strax meðan hinir, sem minna mega sín fjárhagslega, verða að koma sér í röðina hjá handhöfum aðgengisheimildar að SÍ. Þannig verður hver og einn í borg og bý með verðmiða á bakinu líkt og fiskurinn í sjónum. Auk þess lýtur þessi reglugerð erfðafjárlögum og mun ef að líkum lætur snúast upp í það framsalsspillingardæmi sem ríkir í sjávarútveginum. Það er mikilvægt að heilbrigð skynsemi fái að ríkja í landinu, og sem betur fer gætir hennar víða. Alþingi Íslendinga getur á engan hátt talið sig yfir skynsemiskröfuna hafið, en hér virðist nokkur brestur á. Það er vert að minna hæstvirta ráðamenn á, að kosningar eru á næsta leiti. Það verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir lýðræðið. Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er landanum sennilega löngu ljóst að heilbrigðismálin eru með erfiðari málaflokkum, ekki síst með hækkandi meðalaldri okkar. Krafan um sparnað verður óhjákvæmilega meira krefjandi. Það er því mikilvægt að þeir sem stýra málum séu raunveruleikatengdir, þar sem ekki fer endilega saman krafan um þjónustu og útlagður kostnaður. Nú víkur svo við að núverandi heilbrigðisráðherra, væntanlega með stuðningi og mögulega að áeggjan þess sem stýrir Sjúkratryggingum Íslands (SÍ), stefnir í sparnað með því að útiloka nýútskrifaða einstaklinga frá aðkomu að Sjúkratryggingum Íslands á þeim forsendum að þeir séu nýútskrifaðir, þ.e. miðað við tvö s.l. ár. Menntun þeirra er fullgild og Embætti landlæknis hefur gefið þeim grænt ljós, en grunnkerfið neitar eigi að síður og það án þess að fyrir liggi haldbær rök. Skjólstæðingar verða því að greiða þar fullt gjald fyrir þjónustuna án aðkomu SÍ. Þar með er komið tvöfalt kerfi. Á sama tíma er annað ferli í gangi sem mun mynda víðtækara tvöfalt kerfi, sem liggur í því að núverandi ráðherra heilbrigðismála, með fullum stuðningi forsvarsmanna SÍ, stefnir í alþjóðlegt útboð á sjúkraþjálfun þar sem sumar stofur, þ.e. hæstbjóðendur í undirboði, fá meðferðarkvóta en aðrar ekki. Þeir sem eitthvað hafa aflögu milli handanna geta þá leitað til stofa utan kerfisins og fengið þjónustu svo gott sem strax meðan hinir, sem minna mega sín fjárhagslega, verða að koma sér í röðina hjá handhöfum aðgengisheimildar að SÍ. Þannig verður hver og einn í borg og bý með verðmiða á bakinu líkt og fiskurinn í sjónum. Auk þess lýtur þessi reglugerð erfðafjárlögum og mun ef að líkum lætur snúast upp í það framsalsspillingardæmi sem ríkir í sjávarútveginum. Það er mikilvægt að heilbrigð skynsemi fái að ríkja í landinu, og sem betur fer gætir hennar víða. Alþingi Íslendinga getur á engan hátt talið sig yfir skynsemiskröfuna hafið, en hér virðist nokkur brestur á. Það er vert að minna hæstvirta ráðamenn á, að kosningar eru á næsta leiti. Það verður aldrei nógsamlega þakkað fyrir lýðræðið. Höfundur er sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun