Gunnar Magnús Jónsson: Við missum einn dag í hvíld Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. ágúst 2021 20:49 Gunnar Magnús jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var svekktur að hafa ekki tekið þrjú stig úr leiknum í kvöld. Vísir/Vilhelm Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflvíkinga, var afar svekktur með að hafa misst leikinn niður í 1-1 jafntefli gegn Breiðablik í kvöld. Hann vandar dómurum leiksins ekki kveðjurnar, en Selma Sól virtist vera rangstæð þegar hún skoraði jöfnunarmarkið. ,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“. Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira
,,Fyrirfram, kannski ásættanlegt stig en úr því sem komið var að þá var þetta virkilega súrt að ná ekki þremur stigum hér í dag. Hvað stelpurnar lögðu á sig, gríðarleg vinna og auðvitað er fótbolti þannig að þú þarft bæði að sinna þínum varnarleik og sóknarleik og við vorum búin fyrir leik að sætta okkur við það, að Blikarnir yrðu meira með boltann og við ætluðum að njóta þess að spila varnarleik í dag og þær gerðu það og það sem lagt var upp með. Þær áttu fá svör við því sem að við vorum að gera í varnarleiknum“. Varnarleikur Keflavíkur var mjög góður í dag og náðu þær að bægja hættunni frá trekk í trekk en á 89. mínútu jöfnuðu Blikar úr því sem að virtist vera rangstæða. „Ofboðslega súrt þetta mark, við vorum að skoða þetta á myndbandi og ég get ekki séð annað en að hún sé klárlega rangstæð og það virkilega svíður og er virkilega sárt og eftir svona frammistöðu að ná ekki í þrjú stig“ sagði Gunnar. Gunnar var spurður út í það hvernig púlsinn hafi verið hjá honum á loka mínútum leiksins. „Hann var hár, eðlilega, það er mikið undir hjá okkur og allir leikir rosa mikilvægir og hvert stig og auðvitað telur það. Við náum einu stigi í dag, þrjú stig, mér fannst við eiga það skilið miðað við frammistöðu og vinnuframlagið sem að stelpurnar lögðu á sig, þannig að það er súrt.“ Aðspurður út í jöfnunarmarkið vandar Gunnar dómurum leiksins ekki kveðjunar og segir þá hafa fátt um svör og hafa verið hálf vandræðalega þegar að hann spurði þá út í þetta. Hann gerir kröfu á að dómarar í efstu deild þekki reglurnar og segir að stórar ákvarðanir dómara í sumar hafi ekki verið að falla með sínu liði. Næsti leikur Keflavíkur er gegn Tindastól sem að situr í neðsta sæti Pepsi Max deildarinnar, Keflavík fær litla pásu á milli leikja og er Gunnar ósáttur við KSÍ. „Þetta er blóðug barátta og kannski að koma inn á það að það er leikur á móti Tindastól á mánudag og bara þrír dagar í leik, við fáum litla pásu á milli og það sem að gerist í aðdraganda þessa leiks er að þessi leikur var færður fram um einn dag. Sem að mér fannst með óskiljanlegum hætti gert. Ég til dæmis frétti fyrst af því inn á ksi.is og kannski einhverjir samskipta örðugleikar bæði frá KSÍ og kannski eitthvað líka hjá okkur. En aðallega þetta, að þessi leikur skuli hafa verið færður, ég er virkilega, virkilega ósáttur við það“.
Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR Sjá meira