Tjörvi hættir eftir nítján ár hjá Bændasamtökunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. ágúst 2021 18:26 Tjörvi hefur sagt upp störfum hjá Bændasamtökunum eftir nítján ár í starfi. Vísir Tjörvi Bjarnason, sviðstjóri útgáfu- og kynningarsviðs Bændasamtakanna, hefur sagt upp störfum eftir nítján ár hjá samtökunum. Hann hefur stýrt rekstri Bændablaðsins í fjölda ára og unnið sem almannatengill fyrir bændur svo fátt eitt sé nefnt. Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í dag. „Það var kominn tími að breyta til eftir langan starfstíma. Bændasamtökin eru að ganga í gegnum löngu tímabæra sameiningu við búgreinafélögin og það eru mörg mikilvæg mál í hagsmunagæslu fyrir bændur fram undan. Forsvarsmenn og allt starfsfólk samtakanna hafa í mörg horn að líta á næstu misserum en ég hef ákveðið að yfirgefa skútuna,“ segir Tjörvi í tilkynningu blaðsins. Hann telji áríðandi að gæta hagsmuna bænda og þar megi aldrei slaka á. Bændurnir sjálfir leiki hins vegar lykilhlutverk. „Bændur verða að slá skjaldborg um sín samtök og standa saman. Atvinnugreinin nýtur mikils velvilja hjá almenningi en hann þarf að rækta. Það þarf að sýna gott fordæmi og stunda búskap með ábyrgum hætti,“ segir Tjörvi. „Forystumenn bænda þurfa að hefja sig upp fyrir pólitíska flokkadrætti og muna að það er fólkið í landinu sem eru okkar bestu bandamenn. Fram undan eru miklar breytingar í þjóðfélaginu og stuðningskerfi bænda þarf að stokka upp fyrr en síðar. Þar er kyrrstaðan ekki í boði. Ég held að þetta verði stærst viðfangsefni bændahreyfingarinnar á næstu árum ásamt því að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í loftslagsmálunum og stuðla að meiri gæðum og framleiðni í atvinnugreininni.“ Landbúnaður Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Þetta kemur fram í Bændablaðinu sem kom út í dag. „Það var kominn tími að breyta til eftir langan starfstíma. Bændasamtökin eru að ganga í gegnum löngu tímabæra sameiningu við búgreinafélögin og það eru mörg mikilvæg mál í hagsmunagæslu fyrir bændur fram undan. Forsvarsmenn og allt starfsfólk samtakanna hafa í mörg horn að líta á næstu misserum en ég hef ákveðið að yfirgefa skútuna,“ segir Tjörvi í tilkynningu blaðsins. Hann telji áríðandi að gæta hagsmuna bænda og þar megi aldrei slaka á. Bændurnir sjálfir leiki hins vegar lykilhlutverk. „Bændur verða að slá skjaldborg um sín samtök og standa saman. Atvinnugreinin nýtur mikils velvilja hjá almenningi en hann þarf að rækta. Það þarf að sýna gott fordæmi og stunda búskap með ábyrgum hætti,“ segir Tjörvi. „Forystumenn bænda þurfa að hefja sig upp fyrir pólitíska flokkadrætti og muna að það er fólkið í landinu sem eru okkar bestu bandamenn. Fram undan eru miklar breytingar í þjóðfélaginu og stuðningskerfi bænda þarf að stokka upp fyrr en síðar. Þar er kyrrstaðan ekki í boði. Ég held að þetta verði stærst viðfangsefni bændahreyfingarinnar á næstu árum ásamt því að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í loftslagsmálunum og stuðla að meiri gæðum og framleiðni í atvinnugreininni.“
Landbúnaður Vistaskipti Auglýsinga- og markaðsmál Fjölmiðlar Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira