Innlent

Birtir til á Land­spítalanum hvað varðar Co­vid-19

Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar
Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala, segir ekki ganga til lengri tíma að vera með meiriháttar samfélagsviðbragð hér á landi.
Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala, segir ekki ganga til lengri tíma að vera með meiriháttar samfélagsviðbragð hér á landi. Vísir

Yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala segir að ástandið á spítalanum með tilliti til veirunnar hafi skánað  síðustu daga. Óhætt sé að aflétta nokkuð af sóttvarnatakmörkunum.

 Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala, ræddi stöðu mála í hádegisfréttum Bylgjunnar.

„Heilt yfir hefur staðan skánað undanfarna viku. Sjúklingum sem liggja inni hefur fækkað. Það eru ennþá einstaklingar á öndunarvél en þeim sem eru inni hefur fækkað.“

Runólfur telur rétt að aflétta takmörkunum.

„Ég held að við verðum einhvern veginn að koma okkur frá því að vera með meiriháttar samfélagsviðbragð til lengri tíma. Ég held það gangi ekki. Við verðum að finna aðrar leiðir. Þess vegna er ég alveg sáttur við það að takmörkunum verði eitthvað aflétt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×