Geðheilbrigðisstefna Pírata Halldór Auðar Svansson skrifar 26. ágúst 2021 14:01 Heilbrigðismál eru eitt stærsta pólitíska málið í komandi kosningum. Nú sem aldrei fyrr sjáum við hversu mikilvæg heilbrigðisþjónusta er og hvað fjárfestingar í henni geta skilað sér margfalt til baka. Í umræðu um heilbrigðiskerfið má alls ekki undanskilja geðheilbrigðisþjónustuna – síst af öllu í Covid-ástandi sem einkennist af óvissu, kvíða, glötuðum tækifærum og missi hvers konar. Píratar hafa birt metnaðarfulla kosningastefnu og þar er sérstaklega tekið á geðheilbrigðismálum: „Geðheilbrigðiskerfið er ekki fullfjármagnað og að það verður að gefa í. Þetta á ekki síður við í kjölfar heimsfaraldurs. Við viljum líka tryggja að fjármagnið nýtist vel með því að sjá til þess að í geðheilbrigðisþjónustu sé lögð áhersla á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun. Horfa þarf heildrænt á stefnu og aðgerðir stjórnvalda með tilliti til áhrifa á geðheilsu almennings.“ Hvað þýðir þetta í raun? Með þessu er átt við að í stað þess að hlaupa til og slökkva elda eftir að þeir kvikna þarf að fjárfesta mun sterkar í því að fyrirbyggja vandamál áður en þau vaxa, auðvelda aðgengi fólks að svokallaðri lágþröskuldaþjónustu (þar sem ekki þarf að vera kominn upp mikill vandi til að fólk komist inn fyrir dyr) og vera vakandi fyrir því hvernig geðheilbrigðismál eru alls ekki afmarkaður málaflokkur heldur geta alls konar ákvarðanir haft beint sem óbein áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sóttvarnaaðgerðir valda til að mynda aukinni félagslegri einangrun sem kemur verr niður á fólki sem er einangrað fyrir. Þessar byrðar, eins þungar og þær eru, dreifast ekki jafnt á okkur öll og því þarf að vera vakandi fyrir því hvernig hægt er að styðja við þau sem verst verða úti í gegnum ástandið. Hér er allra nærtækast að nefna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Lög hafa verið sett um þetta en það hefur hvorki verið útfært né fjármagnað. Það er í raun algjört hneyksli að þetta sé ekki sett í forgang á tímum þar sem þörfin hefur aldrei verið augljósari. Einnig má nefna hópa sem þurfa sérhæfða þjónustu sem hefur verið af skornum skammti hingað til, svo sem fólk með tvígreiningu, einhverfa og fólk sem glímir við átröskun. Eins þarf að huga að aðgengi fólks um allt landið en miklir misbrestir eru á því hvers konar þjónusta er veitt eftir því hvar fólk er búsett. Fjárfestum duglega í þessu öllu strax í stað þess að bíða eftir því að afleiðingar Covid-ástandsins komi almennilega fram. Fræðsla fyrir börn – fræðsla fyrir aðstandendur Besta leiðin til að draga úr fordómum og valdefla fólk til að taka ábyrgð á sinni eigin geðheilsu er í gegnum fræðslu og þar er mikilvægt að byrja snemma. Útfærum hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla í aðalnámskrá og styðjum við getu kennara til að tileinka sér þessa þekkingu. Það er líka mjög mikilvægt að aðstandendur, sem oft eru líka börn, fái staðgóða fræðslu um hvað er í gangi hjá þeim sem þeim standa nærri og það þarf líka að styðja aðstandendur almennt, umfaðma þá og draga úr álaginu sem allt of oft lendir á aðstandendum þeirra sem glíma við geðrænar áskoranir. Réttindi notenda í forgang Svo má ekki gleyma réttindum notenda þjónustunnar. Í geðheilbrigðisþjónustu er það mjög sértækt áskorunarefni sökum þess að þar er stundum gripið til þvingana og viðhorfin til notenda geta því miður ennþá litast af gamalgróinni forræðishyggju og fordómum. Það þarf að endurskoða löggjöf um málaflokkinn og auka rétt fólks til að sækja rétt sinn gagnvart kerfinu en hann er veikur eins og er. Á móti stórefla úrræði og aðferðir sem byggjast ekki á þvingunum og þar hjálpar að sjálfsögðu að byrja fyrr, áður en í óefni er komið. Þetta áhersluatriði helst að sjálfsögðu í hendur við það sem Píratar hafa haft á sinni stefnuskrá frá upphafi - afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Það er löngu tímabært að hætta að refsa fólki fyrir að vera haldið fíknivanda og bjóða því inn úr kuldanum. Þarna er ein ákvörðun stjórnvalda – að refsa veiku fólki – augljóslega að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu þess hluta þjóðarinnar sem verður fyrir barðinu á þessari ómannúðlegu stefnu. Heilbrigðisráðherra steig það djarfa skref á síðasta kjörtímabili að leggja fram eigið frumvarp um afglæpavæðingu eftir að Píratar höfðu ýtt á eftir því í mörg ár - en þingheimur hafði ekki hugrekki til að klára dæmið. Þetta er því enn og aftur kosningamál og það verður aldrei af Pírötum tekið að enginn flokkur hefur barist harðar fyrir því á þingi. Að sama skapi þá erum við með skýra og víða sýn á geðheilbrigðismál almennt og munum halda áfram að berjast fyrir umbótum á því sviði. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Auðar Svansson Píratar Geðheilbrigði Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Heilbrigðismál eru eitt stærsta pólitíska málið í komandi kosningum. Nú sem aldrei fyrr sjáum við hversu mikilvæg heilbrigðisþjónusta er og hvað fjárfestingar í henni geta skilað sér margfalt til baka. Í umræðu um heilbrigðiskerfið má alls ekki undanskilja geðheilbrigðisþjónustuna – síst af öllu í Covid-ástandi sem einkennist af óvissu, kvíða, glötuðum tækifærum og missi hvers konar. Píratar hafa birt metnaðarfulla kosningastefnu og þar er sérstaklega tekið á geðheilbrigðismálum: „Geðheilbrigðiskerfið er ekki fullfjármagnað og að það verður að gefa í. Þetta á ekki síður við í kjölfar heimsfaraldurs. Við viljum líka tryggja að fjármagnið nýtist vel með því að sjá til þess að í geðheilbrigðisþjónustu sé lögð áhersla á forvarnir, fyrirbyggjandi aðgerðir og snemmtæka íhlutun. Horfa þarf heildrænt á stefnu og aðgerðir stjórnvalda með tilliti til áhrifa á geðheilsu almennings.“ Hvað þýðir þetta í raun? Með þessu er átt við að í stað þess að hlaupa til og slökkva elda eftir að þeir kvikna þarf að fjárfesta mun sterkar í því að fyrirbyggja vandamál áður en þau vaxa, auðvelda aðgengi fólks að svokallaðri lágþröskuldaþjónustu (þar sem ekki þarf að vera kominn upp mikill vandi til að fólk komist inn fyrir dyr) og vera vakandi fyrir því hvernig geðheilbrigðismál eru alls ekki afmarkaður málaflokkur heldur geta alls konar ákvarðanir haft beint sem óbein áhrif á geðheilsu þjóðarinnar. Sóttvarnaaðgerðir valda til að mynda aukinni félagslegri einangrun sem kemur verr niður á fólki sem er einangrað fyrir. Þessar byrðar, eins þungar og þær eru, dreifast ekki jafnt á okkur öll og því þarf að vera vakandi fyrir því hvernig hægt er að styðja við þau sem verst verða úti í gegnum ástandið. Hér er allra nærtækast að nefna niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu. Lög hafa verið sett um þetta en það hefur hvorki verið útfært né fjármagnað. Það er í raun algjört hneyksli að þetta sé ekki sett í forgang á tímum þar sem þörfin hefur aldrei verið augljósari. Einnig má nefna hópa sem þurfa sérhæfða þjónustu sem hefur verið af skornum skammti hingað til, svo sem fólk með tvígreiningu, einhverfa og fólk sem glímir við átröskun. Eins þarf að huga að aðgengi fólks um allt landið en miklir misbrestir eru á því hvers konar þjónusta er veitt eftir því hvar fólk er búsett. Fjárfestum duglega í þessu öllu strax í stað þess að bíða eftir því að afleiðingar Covid-ástandsins komi almennilega fram. Fræðsla fyrir börn – fræðsla fyrir aðstandendur Besta leiðin til að draga úr fordómum og valdefla fólk til að taka ábyrgð á sinni eigin geðheilsu er í gegnum fræðslu og þar er mikilvægt að byrja snemma. Útfærum hæfniviðmið um þekkingu á geðheilbrigði og einkennum algengra geðkvilla í aðalnámskrá og styðjum við getu kennara til að tileinka sér þessa þekkingu. Það er líka mjög mikilvægt að aðstandendur, sem oft eru líka börn, fái staðgóða fræðslu um hvað er í gangi hjá þeim sem þeim standa nærri og það þarf líka að styðja aðstandendur almennt, umfaðma þá og draga úr álaginu sem allt of oft lendir á aðstandendum þeirra sem glíma við geðrænar áskoranir. Réttindi notenda í forgang Svo má ekki gleyma réttindum notenda þjónustunnar. Í geðheilbrigðisþjónustu er það mjög sértækt áskorunarefni sökum þess að þar er stundum gripið til þvingana og viðhorfin til notenda geta því miður ennþá litast af gamalgróinni forræðishyggju og fordómum. Það þarf að endurskoða löggjöf um málaflokkinn og auka rétt fólks til að sækja rétt sinn gagnvart kerfinu en hann er veikur eins og er. Á móti stórefla úrræði og aðferðir sem byggjast ekki á þvingunum og þar hjálpar að sjálfsögðu að byrja fyrr, áður en í óefni er komið. Þetta áhersluatriði helst að sjálfsögðu í hendur við það sem Píratar hafa haft á sinni stefnuskrá frá upphafi - afglæpavæðingu neysluskammta vímuefna. Það er löngu tímabært að hætta að refsa fólki fyrir að vera haldið fíknivanda og bjóða því inn úr kuldanum. Þarna er ein ákvörðun stjórnvalda – að refsa veiku fólki – augljóslega að hafa neikvæð áhrif á geðheilsu þess hluta þjóðarinnar sem verður fyrir barðinu á þessari ómannúðlegu stefnu. Heilbrigðisráðherra steig það djarfa skref á síðasta kjörtímabili að leggja fram eigið frumvarp um afglæpavæðingu eftir að Píratar höfðu ýtt á eftir því í mörg ár - en þingheimur hafði ekki hugrekki til að klára dæmið. Þetta er því enn og aftur kosningamál og það verður aldrei af Pírötum tekið að enginn flokkur hefur barist harðar fyrir því á þingi. Að sama skapi þá erum við með skýra og víða sýn á geðheilbrigðismál almennt og munum halda áfram að berjast fyrir umbótum á því sviði. Höfundur er í 3. sæti á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi Suður í Alþingiskosningum í haust.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun