Samfylkingin, barnabætur og meðal(h)jón Kristófer Már Maronsson skrifar 26. ágúst 2021 11:01 Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Félagsmál Kristófer Már Maronsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur. Þar á að fara í stórsókn og “endurreisa stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi”. Þarna kveður við nýjan og áhugaverðan tón í áherslumálum Samfylkingarinnar - að hjálpa fólki sem þarf ekki á því að halda. Í stefnunni stendur: „Greiða fullar barnabætur með öllum börnum til foreldra með allt að meðaltekjum (u.þ.b. 1200 þúsund á mánuði hjá pari eða 600 þúsund krónur fyrir einstætt foreldri), þannig að meðalfjölskylda með tvö börn, sem nú fær engar barnabætur, fái 54 þúsund krónur í hverjum mánuði og einstæðir foreldrar 77 þúsund krónur á mánuði.” Mánaðarleg greiðsla barnabóta er löngu tímabær. Samfylkingin leggur þarna til frábæra breytingu sem ég vona að verði samþykkt með 63 atkvæðum á næsta kjörtímabili. En það er um það bil það eina frábæra við þetta loforð. Hvað hafa meðal(h)jónin í ráðstöfunartekjur fyrir bætur? Til þess að fara yfir staðreyndirnar, þá fengu tveir einstaklingar með meðaltekjur, 592 þúsund krónur á mann, samanlagt í vasann u.þ.b. 866 þúsund krónur á mánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir árið 2020. Er það ekki nóg til þess að lifa af mánuðinn fyrir tveggja barna fjölskyldu? Þurfa Logi og hans fylgdarlið að mæta á hvítum hestum með 54 þúsund krónur mánaðarlega til að bjarga þessum fjölskyldum frá notkun smálána til að klára mánuðinn? Ég leyfi mér að efast. Dæmigerð útgjöld þessarar fjölskyldu samkvæmt neysluviðmiðum Félagsmálaráðuneytisins eru 487 þúsund krónur á mánuði, án húsnæðiskostnaðar, en grunnviðmið eru 270 þúsund krónur. Ég myndi halda að tveggja barna hjón með meðaltekjur séu í góðum málum fjárhagslega og þurfi ekki á barnabótum að halda. Svona endurreisum við ekki stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur á Íslandi Sem giftur tveggja barna faðir get ég ekki verið sammála því að óskertar barnabætur fyrir meðaltekjufólk endurreisi stuðningskerfið fyrir barnafjölskyldur. Af hálfu ríkisins er stuðningskerfi fyrir barnafjölskyldur ágætt og þarfnast ekki endurreisnar, það eru helst sveitarfélögin sem þurfa að girða sig. Að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla myndi gera meira fyrir barnafjölskyldur. Það hefur reyndar verið stefna Samfylkingar í borgarstjórn lengi, en árangurinn lætur á sér standa þrátt fyrir lengingu fæðingarorlofsins - af hálfu ríkisins. Höfundur skipar 9. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður fyrir komandi Alþingiskosningar.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun