Bæjarstjórinn segir hámarksgjaldið í kringum hundrað kall Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. ágúst 2021 08:48 Gísli segir mistök að verðleggja ferðina of hátt. „Ég held það séu gríðarleg mistök að horfa svona á málið,“ segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, um hugmyndir samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að innheimta 400 til 700 krónur fyrir hverja ferð yfir nýja Ölfusárbrú. Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg. Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Gísli segir það hafa sýnt sig að það væri heppilegra að byrja með lægra gjald og þreifa fyrir sér með eftirspurnina. Síðan mætti þá skoða seinna að hækka gjaldið. „Við viljum ekki að verðlagningin á nýrri Ölfusárbrú verði til þess að fólk sem er ekki á leiðinni á Selfoss neyðist til að keyra í gegnum Selfoss til að spara einhverja aura,“ segir hann. Hann bendir á að í sögu samgönguframkvæmda sé það staðreynd að umferð fari alltaf fram úr spám. „Þarna er að opnast ný vegbót og möguleikar en ef verðið verður of hátt þá er spurning hvað verður.“ Gísli segir tilfinningar íbúa og kjörinna fulltrúa blendnar þegar kemur að gjaldtöku; sumir telji að greiða eigi kostnaðinn beint úr ríkiskassanum á meðan aðrir séu fylgjandi veggjöldum. Hann telur hins vegar sameiginlega niðurstöðu hafa orðið þá að þetta væri of stór biti fyrir ríkissjóð. Kostnaðurinn við nýja brú er metinn á rúma 6 milljarða. „En ég held að það væru stór mistök að fara svona hátt með verðið. Ég mæli með að það verði ekki farið yfir hundraðkallinn. Tvöhundruð væri yfirdrifið,“ segir Gísli. Bæjarstjórinn segir ljóst að gamla brúin verður áfram í notkun en gerir ráð fyrir að þegar nýja brúin verði tilbúin, sem á að gerast árið 2025, verði þungaflutningar um þá gömlu takmarkaðir. Hann segir hætt við því að ef gjaldið á nýju brúnni verði of hátt, létti lítið á umferðinni yfir þá gömlu. „Það er alveg klárt að fyrir 400 kall þá ferðu gömlu Ölvusárbrúna,“ segir hann. Það myndi kalla á nýjar lausnir, þar sem umferðin væri þegar óheyrileg.
Árborg Samgöngur Ný Ölfusárbrú Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira