Lífsgæðin á landsbyggðinni – best geymda leyndarmálið Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 25. ágúst 2021 11:01 Ég er alin upp í Reykjavík. Ekki bara það, heldur bjó ég á Laugaveginum milli tvítugs og þrítugs, djammaði stíft og naut lífsins – enda lifum við jú bara einu sinni og ég ætlaði ekki að láta mér leiðast. Síðan gerðist það að rétt fyrir hrun að ég var að klára Háskólann á Bifröst og þá var hvergi vinnu að fá. Eftir mikla leit fann ég á endanum vinnu – eins langt frá Laugaveginum og hugsast getur. Ég fékk vinnu á Egilsstöðum. Vinum mínum og fjölskyldu fannst þetta nú alveg fín hugmynd en það voru samt flestir á því að ég myndi ekki endast lengi þarna lengst úti á landi, í litlu bæjarfélagi þar sem ekkert væri um að vera. Það er ekki sömu sögu að segja í dag, 13 árum seinna. Nú telja flestir að ég eigi hreinlega ekki afturkvæmt í bæinn. Ég skal segja ykkur hvers vegna það er. Við höfum það bara svo hrikalega gott. Hér búum við fjölskyldan í rúmgóðu húsnæði með garð og bílskúr, sem hefur verðgildi á við gluggalausa geymslu í Hafnarfirði. Afborganir eru þar af leiðandi minni, tekjur okkar fara því að meiri hluta í tómstundir, áhugamál, góðan og hollan mat, grill á pallinum og fjórhjól – enda vita það allir að enginn er maður með mönnum nema eiga eitthvað vélknúið dót á hjólum með stórum dekkjum til að þræða slóða upp næsta fjallgarð. Þau lífsgæði að vinnan er nokkur hundruð metra frá heimili okkar, að börnin hlaupa sjálf í íþróttahúsið og að við þekkjum og getum stólað á samfélagið okkar, eru einfaldlega ómetanleg. Okkar dýrmætasta eign er jú meiri tími og hann höfum við hér á landsbyggðinni. Við erum nær náttúrunni og við höfum meiri fjármuni til ráðstöfunar því við erum ekki eins skuldsett. Það er ekki svo að skilja að landsbyggðin hafi ekki galla, allt hefur kosti og galla, en þegar kostirnir vega miklu þyngra en gallarnir þá tekur maður þeim með æðruleysi. Árið 2019 hóf Byggðastofnun viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna. Tilgangur hennar var að fá greinargóðar upplýsingar um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar. Skýrsla með niðurstöðum úr þriðja áfanga verkefnisins hefur nú verið birt á vef Byggðastofnunar en þar kemur meðal annars fram að flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgarsvæðisins, sem hyggjast vera um kyrrt í sínu bæjarfélagi, segja að gott samfélag sé þáttur sem skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu. Meirihluti svarenda segir jafnframt að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar skipti einnig miklu máli. Ég er þess fullviss að margir eru sömu skoðunar enda er það ljóst af byggingaþörf á landsbyggðinni að færri komast að en vilja. Það er okkur sem þjóð gríðarlega mikilvægt að styrkja allar byggðir, hringinn í kringum landið. Það er mikilvægt að styrkja innviðina og það er mikilvægt að byggja meira íbúðarhúsnæði. Fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni er líka mikilvægt að tala fallega um heimkynni okkar og njóta þess að búa þar. Nú fyrir kosningar hrúgast inn greinar og yfirlýsingar um hvað þarf og ætti að gera í hinum ýmsu málaflokkum. Framsókn hefur forskot í slíkum leikjum, við sýnum vilja í verki og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Framsókn hefur hrint í framkvæmd mikilli uppbyggingu. Þar má nefna að víða um land er í fyrsta sinn í áraraðir verið að byggja nýtt húsnæði í gegnum verkefni sem Ásmundur Einar Daðason ýtti úr vör. Fyrir tilstilli Lilju Alfreðsdóttur er kominn vísir að háskólanámi í Fjarðabyggð. Vegaframkvæmdir á borð við lagningu bundins slitlags á Borgarfjarðarveg eru á lokastigi og enn meira í farvatninu fyrir þrotlausa vinnu margra undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta sýnir að Framsókn er flokkur landsbyggðarinnar og stendur við stóru orðin. En til að tryggja það að við fáum örugglega að sjá áframhaldandi uppbyggingu, á borð við göng undir Fjarðarheiði og nýjan veg um Öxi, þarf að setja x við B í komandi Alingiskosningum. Framtíðin ræðst á miðjunni því þar gerst hlutirnir. Við erum stolt af okkar verkum og treystum því að kjósendur séu á sama máli. Höfundur skipar 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi og er varasveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Norðausturkjördæmi Byggðamál Alþingiskosningar 2021 Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Ég er alin upp í Reykjavík. Ekki bara það, heldur bjó ég á Laugaveginum milli tvítugs og þrítugs, djammaði stíft og naut lífsins – enda lifum við jú bara einu sinni og ég ætlaði ekki að láta mér leiðast. Síðan gerðist það að rétt fyrir hrun að ég var að klára Háskólann á Bifröst og þá var hvergi vinnu að fá. Eftir mikla leit fann ég á endanum vinnu – eins langt frá Laugaveginum og hugsast getur. Ég fékk vinnu á Egilsstöðum. Vinum mínum og fjölskyldu fannst þetta nú alveg fín hugmynd en það voru samt flestir á því að ég myndi ekki endast lengi þarna lengst úti á landi, í litlu bæjarfélagi þar sem ekkert væri um að vera. Það er ekki sömu sögu að segja í dag, 13 árum seinna. Nú telja flestir að ég eigi hreinlega ekki afturkvæmt í bæinn. Ég skal segja ykkur hvers vegna það er. Við höfum það bara svo hrikalega gott. Hér búum við fjölskyldan í rúmgóðu húsnæði með garð og bílskúr, sem hefur verðgildi á við gluggalausa geymslu í Hafnarfirði. Afborganir eru þar af leiðandi minni, tekjur okkar fara því að meiri hluta í tómstundir, áhugamál, góðan og hollan mat, grill á pallinum og fjórhjól – enda vita það allir að enginn er maður með mönnum nema eiga eitthvað vélknúið dót á hjólum með stórum dekkjum til að þræða slóða upp næsta fjallgarð. Þau lífsgæði að vinnan er nokkur hundruð metra frá heimili okkar, að börnin hlaupa sjálf í íþróttahúsið og að við þekkjum og getum stólað á samfélagið okkar, eru einfaldlega ómetanleg. Okkar dýrmætasta eign er jú meiri tími og hann höfum við hér á landsbyggðinni. Við erum nær náttúrunni og við höfum meiri fjármuni til ráðstöfunar því við erum ekki eins skuldsett. Það er ekki svo að skilja að landsbyggðin hafi ekki galla, allt hefur kosti og galla, en þegar kostirnir vega miklu þyngra en gallarnir þá tekur maður þeim með æðruleysi. Árið 2019 hóf Byggðastofnun viðamikla rannsókn á búsetuáformum landsmanna. Tilgangur hennar var að fá greinargóðar upplýsingar um búsetuþróun á Íslandi, orsakir hennar og afleiðingar. Skýrsla með niðurstöðum úr þriðja áfanga verkefnisins hefur nú verið birt á vef Byggðastofnunar en þar kemur meðal annars fram að flestir íbúar stærri bæja utan höfuðborgarsvæðisins, sem hyggjast vera um kyrrt í sínu bæjarfélagi, segja að gott samfélag sé þáttur sem skiptir miklu máli fyrir áframhaldandi búsetu. Meirihluti svarenda segir jafnframt að kyrrð og ró, hreint loft, nálægð við vini eða fjölskyldu, lítil umferð og möguleikar til útivistar skipti einnig miklu máli. Ég er þess fullviss að margir eru sömu skoðunar enda er það ljóst af byggingaþörf á landsbyggðinni að færri komast að en vilja. Það er okkur sem þjóð gríðarlega mikilvægt að styrkja allar byggðir, hringinn í kringum landið. Það er mikilvægt að styrkja innviðina og það er mikilvægt að byggja meira íbúðarhúsnæði. Fyrir okkur sem búum á landsbyggðinni er líka mikilvægt að tala fallega um heimkynni okkar og njóta þess að búa þar. Nú fyrir kosningar hrúgast inn greinar og yfirlýsingar um hvað þarf og ætti að gera í hinum ýmsu málaflokkum. Framsókn hefur forskot í slíkum leikjum, við sýnum vilja í verki og gerum það sem við segjumst ætla að gera. Framsókn hefur hrint í framkvæmd mikilli uppbyggingu. Þar má nefna að víða um land er í fyrsta sinn í áraraðir verið að byggja nýtt húsnæði í gegnum verkefni sem Ásmundur Einar Daðason ýtti úr vör. Fyrir tilstilli Lilju Alfreðsdóttur er kominn vísir að háskólanámi í Fjarðabyggð. Vegaframkvæmdir á borð við lagningu bundins slitlags á Borgarfjarðarveg eru á lokastigi og enn meira í farvatninu fyrir þrotlausa vinnu margra undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar. Þetta sýnir að Framsókn er flokkur landsbyggðarinnar og stendur við stóru orðin. En til að tryggja það að við fáum örugglega að sjá áframhaldandi uppbyggingu, á borð við göng undir Fjarðarheiði og nýjan veg um Öxi, þarf að setja x við B í komandi Alingiskosningum. Framtíðin ræðst á miðjunni því þar gerst hlutirnir. Við erum stolt af okkar verkum og treystum því að kjósendur séu á sama máli. Höfundur skipar 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi og er varasveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar