Lífið

Þrjár konur efstar á Bill­board-listanum í fyrsta sinn í ellefu ár

Atli Ísleifsson skrifar
Bandaríska söngkonan Billie Eilish gaf út nýjustu plötu sína, Happier Than Ever, fyrir þremur vikum.
Bandaríska söngkonan Billie Eilish gaf út nýjustu plötu sína, Happier Than Ever, fyrir þremur vikum. Getty

Í fyrsta sinn í heil ellefu ár skipa konur þrjú efstu sætin á á Billboard-listanum yfir mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum. Plötur Billie Eilish, Doja Cat og Olivia Rodrigo eru að finna efstar á listanum.

Ný plata Billie Eilish, Happier Than Ever, skipar sem fyrr efsta sæti listans yfir mest seldu plöturnar í Bandaríkjunum, þriðju vikuna í röð. 

Þá fer ný plata rapparans Doja Cat, Planet Her, úr fimmta í annað sæti listans og Sour, plata Oliviu Rodrigo fer úr öðru sætinu í þriðja.

Síðast þegar þrjár konur skipuðu þrjú efstu sæti listans var árið 2010 þegar söngkonurnar Susan Boyle, Taylor Swift og Jackie Evancho röðuðu þig í toppsæti listans.

Planet Her hefur verið átta vikur á lista. Need to Know var önnur smáskífa plötunnar.

Sour hefur verið heilar þrettán vikur á lista. Þriðja smáskífa plötunnar,  good 4 u, kom út um miðjan maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×