„Það síðasta sem við þurfum núna“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. ágúst 2021 22:00 Bjarni Benediktsson segir alvarlegt hversu oft er gripið til verkfalls hér á landi. Vísir/Vilhelm „Það er auðvitað það síðasta sem við þurfum núna, að sjá mikla röskun á flugstarfseminni, og þess vegna hlýtur maður bara að binda vonir við að aðilar haldi áfram að tala saman,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra um yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra á þriðjudag. Líkt og komið hefur fram boðaði Félag íslenskra flugumferðarstjóra til verkfalls eftir um tólf klukkustunda fund með fulltrúum Isavia í nótt. Vinnustöðvunin er fyrirhuguð næsta þriðjudag en náist ekki samningar fyrir þann tíma mun allt millilandaflug fara úr skorðum og stöðvast í fimm tíma. Félagið boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Viðræðurnar stranda á samningstíma og launaprósentum, að sögn formanns félagsins. Bjarni segir ekki tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna líkt og staðan sé nú. „Þetta er bara alvarlegt mál og það er alvarlegt hversu oft við endum í beitingu verkfallsréttar á Íslandi miðað við það sem tíðkast víða annars staðar. En það er annað og stærra mál og hefur með vinnumarkaðsmódelið að gera og hlutverk ríkissáttasemjara, en í þessu tilviki er enn tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að menn leggi í þá vinnu sem þarf til þess að menn nái saman,“ segir hann. „Augljóslega þegar alþjóðaflugið á í hlut þá varðar þetta svo marga Íslendinga og svo mikilvæga hagsmuni fyrir okkur öll að það er ekkert annað í boði en að aðilarnir haldi áfram að tala saman, finnst mér.“ Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Vísir/Arnar Halldórsson „Dapurlegar fréttir“ Vinnustöðvunin myndi hafa mest áhrif á Icelandair af þeim flugrekstraraðilum sem starfa í Keflavík, en flugfélagið er með sjö komur og fjórtán brottfarir á áætlun, að sögn Jens Þórðarsonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. „Þetta eru mjög dapurlegar fréttir. Við störfum í atvinnugrein ferðaþjónustu sem hefur orðið fyrir ótrúlegum áföllum undanfarið, þúsundir starfsmanna hafa misst vinnuna eða þurft að taka á sig kjaraskerðingar í ferðaþjónustu. Ekki bara hjá Icelandair heldur hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum og Isavia fyrirtækinu sem flugumferðarstjórar vinna hjá,“ segir Jens. „Það er að bera í bakkafullan lækinn að þurfa að taka á sig frekari raskanir og óvissu núna og hefur í för með sér mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna og ímynd Íslands sem ferðaþjónustulands. Þess vegna er það okkar einlæga hvatning til þeirra að setjast að borðinu áður en að þessu kemur.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Líkt og komið hefur fram boðaði Félag íslenskra flugumferðarstjóra til verkfalls eftir um tólf klukkustunda fund með fulltrúum Isavia í nótt. Vinnustöðvunin er fyrirhuguð næsta þriðjudag en náist ekki samningar fyrir þann tíma mun allt millilandaflug fara úr skorðum og stöðvast í fimm tíma. Félagið boðaði síðast til vinnustöðvunar árið 2019 en náðu samningum áður en til hennar kom. Þá var samið um sautján þúsund króna hækkun 1. janúar 2020 og átján þúsund króna hækkun 1. apríl 2020. Að aukið var samið um að félagið myndi skuldbinda sig til að grípa ekki til vinnustöðvana í skiptum fyrir sérstakt álag sem nam 4,5 prósentum af launum. Kjarasamningurinn féll úr gildi um síðustu áramót og boðað var til vinnustöðvunar eftir um sex mánaða kjaraviðræður. Viðræðurnar stranda á samningstíma og launaprósentum, að sögn formanns félagsins. Bjarni segir ekki tilefni til að grípa inn í kjaradeiluna líkt og staðan sé nú. „Þetta er bara alvarlegt mál og það er alvarlegt hversu oft við endum í beitingu verkfallsréttar á Íslandi miðað við það sem tíðkast víða annars staðar. En það er annað og stærra mál og hefur með vinnumarkaðsmódelið að gera og hlutverk ríkissáttasemjara, en í þessu tilviki er enn tími til stefnu og ég trúi ekki öðru en að menn leggi í þá vinnu sem þarf til þess að menn nái saman,“ segir hann. „Augljóslega þegar alþjóðaflugið á í hlut þá varðar þetta svo marga Íslendinga og svo mikilvæga hagsmuni fyrir okkur öll að það er ekkert annað í boði en að aðilarnir haldi áfram að tala saman, finnst mér.“ Jens Þórðarson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Icelandair.Vísir/Arnar Halldórsson „Dapurlegar fréttir“ Vinnustöðvunin myndi hafa mest áhrif á Icelandair af þeim flugrekstraraðilum sem starfa í Keflavík, en flugfélagið er með sjö komur og fjórtán brottfarir á áætlun, að sögn Jens Þórðarsonar, framkvæmdastjóra rekstrarsviðs Icelandair. „Þetta eru mjög dapurlegar fréttir. Við störfum í atvinnugrein ferðaþjónustu sem hefur orðið fyrir ótrúlegum áföllum undanfarið, þúsundir starfsmanna hafa misst vinnuna eða þurft að taka á sig kjaraskerðingar í ferðaþjónustu. Ekki bara hjá Icelandair heldur hjá öllum ferðaþjónustufyrirtækjum og Isavia fyrirtækinu sem flugumferðarstjórar vinna hjá,“ segir Jens. „Það er að bera í bakkafullan lækinn að þurfa að taka á sig frekari raskanir og óvissu núna og hefur í för með sér mjög slæm áhrif á ferðaþjónustuna og ímynd Íslands sem ferðaþjónustulands. Þess vegna er það okkar einlæga hvatning til þeirra að setjast að borðinu áður en að þessu kemur.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fréttir af flugi Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48 Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Fleiri fréttir Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Sjá meira
Millilandaflug fer úr skorðum Millilandaflug á Keflavíkurflugvelli fer úr skorðum á þriðjudag eftir viku þegar allt flug til og frá landinu á þriðjudagsmorgun fellur niður takist ríkissáttasemjara ekki að sætta Isavia og flugumferðarstjóra fyrir þann tíma. Verkfall þeirra hefur ekki áhrif á innanlandsflug. 24. ágúst 2021 11:48
Félag íslenskra flugumferðastjóra boðar til verkfalls Fundi Félags íslenskra flugumferðarstjóra og Isavia var slitið upp úr klukkan 23:30 í kvöld. Fundað hafði verið frá klukkan eitt í dag en samkomulag náðist ekki milli aðila og því hefur verið boðað til verkfalls. 24. ágúst 2021 00:11