Missti stjórn á sér og stuggaði við mótmælandanum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. ágúst 2021 20:30 Tólf ára sonur Ísaks fékk bólusetningu í Laugardalshöll í dag. vísir/egill Faðir barns sem fékk bólusetningu í morgun hálf sér eftir að hafa stuggað við mótmælanda sem hrópaði að börnunum að þau væru að fara að láta sprauta í sig efnavopni. Hann kveðst kannast við manninn og viljað koma honum í burtu frá börnunum. „Barnsmóðir mín var á leið inn með drenginn. Ég ætlaði nú bara sjálfur að bíða út í bíl en svo heyri ég í þessum manni sem kemur þarna og fer að hrópa að börnunum. Og fer þarna út og sé að þetta er maður sem ég kannast við og fannst mjög leiðinlegt að sjá þarna,“ segir Ísak Jónsson, faðir tólf ára drengs sem fékk bólusetningu í morgun. Mótmælandinn hrópaði yfir röð barna og foreldra: „Það er verið að fara að sprauta börn með S1-prótein lífefnavopni.“ Hann sagði einnig að bóluefnið myndaði blóðkekki hjá 70 prósent þeirra sem fengju það. Ísak segist fyrst hafa reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið með því að tala við hann. Hann endaði þó á því að stugga við honum. „Jú, ég endaði nú á því. Ég hélt að hann hefði nú tekið sönsum og væri hættur en þá byrjar hann aftur og þá svona missi ég svoldið stjórn á mér, ég var orðinn svoldið reiður og þá svona ýti ég aðeins við honum eða reyni bara að koma honum í burtu. Það var eiginlega það eina sem ég var að hugsa um, að koma bara manninum í burtu úr þessum aðstæðum sem hann hafði komið sér í,“ segir Ísak. Myndband af atvikinu má sjá hér: Eftir á að hyggja segist Ísak ekki hafa brugðist rétt við aðstæðunum. Hann hafði þegar hringt í lögregluna sem mætti fljótlega á svæðið og fjarlægði manninn. Börnin skelkuð Hvernig leið fólki í röðinni? „Það náttúrulega bara leið engum vel yfir þessu. Svona áróður er náttúrulega bara stórskaðlegur. Maður getur fyrirgefið alls kyns dót sem að er á internetinu því það skaðar engan… Þú mátt alveg dreifa því að jörðin sé flöt en svona áróður er skaðlegur. Hann kostar actually mannslíf,“ segir Ísak. Voru börnin skelkuð? „Já, mér sýndist það nú að þau hafi orðið svona frekar óróleg yfir þessu og þetta voru ekki þægilegar aðstæður fyrir þau til að vera í og ekki til eftirspurnar að koma þeim í þessar aðstæður.“ Vonar að fleiri mótmæli ekki Hann vonar að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveði að mæta og mótmæla bólusetningum. „Því að fólk tekur sínar ákvarðanir og þú getur tekið þína ákvörðun fyrir sjálfan þig og mögulega börnin þín en þú tekur ekki ákvarðanir fyrir aðra. Fólk tekur sínar eigin upplýstu ákvarðanir, misupplýstu kannski.“ Ánægð með hve fáir hafa mótmælt Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mótmælin í dag séu þau einu sem hafi komið upp síðan bólusetningar barna hófust í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er yfir bólusetningarverkefni heilsugæslunnar. vísir/Sigurjón Hún er ánægð með hve fátíð mótmæli við raðir fólks á leið í bólusetningar hafa verið en henni er aðeins kunnugt um tvö tilvik; mótmælin í dag og þegar kona nokkur var handtekin þegar hún mótmælti bólusetningum þungaðra kvenna. Bólusetningar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13 Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
„Barnsmóðir mín var á leið inn með drenginn. Ég ætlaði nú bara sjálfur að bíða út í bíl en svo heyri ég í þessum manni sem kemur þarna og fer að hrópa að börnunum. Og fer þarna út og sé að þetta er maður sem ég kannast við og fannst mjög leiðinlegt að sjá þarna,“ segir Ísak Jónsson, faðir tólf ára drengs sem fékk bólusetningu í morgun. Mótmælandinn hrópaði yfir röð barna og foreldra: „Það er verið að fara að sprauta börn með S1-prótein lífefnavopni.“ Hann sagði einnig að bóluefnið myndaði blóðkekki hjá 70 prósent þeirra sem fengju það. Ísak segist fyrst hafa reynt að fá manninn til að yfirgefa svæðið með því að tala við hann. Hann endaði þó á því að stugga við honum. „Jú, ég endaði nú á því. Ég hélt að hann hefði nú tekið sönsum og væri hættur en þá byrjar hann aftur og þá svona missi ég svoldið stjórn á mér, ég var orðinn svoldið reiður og þá svona ýti ég aðeins við honum eða reyni bara að koma honum í burtu. Það var eiginlega það eina sem ég var að hugsa um, að koma bara manninum í burtu úr þessum aðstæðum sem hann hafði komið sér í,“ segir Ísak. Myndband af atvikinu má sjá hér: Eftir á að hyggja segist Ísak ekki hafa brugðist rétt við aðstæðunum. Hann hafði þegar hringt í lögregluna sem mætti fljótlega á svæðið og fjarlægði manninn. Börnin skelkuð Hvernig leið fólki í röðinni? „Það náttúrulega bara leið engum vel yfir þessu. Svona áróður er náttúrulega bara stórskaðlegur. Maður getur fyrirgefið alls kyns dót sem að er á internetinu því það skaðar engan… Þú mátt alveg dreifa því að jörðin sé flöt en svona áróður er skaðlegur. Hann kostar actually mannslíf,“ segir Ísak. Voru börnin skelkuð? „Já, mér sýndist það nú að þau hafi orðið svona frekar óróleg yfir þessu og þetta voru ekki þægilegar aðstæður fyrir þau til að vera í og ekki til eftirspurnar að koma þeim í þessar aðstæður.“ Vonar að fleiri mótmæli ekki Hann vonar að fólk hugsi sig tvisvar um áður en það ákveði að mæta og mótmæla bólusetningum. „Því að fólk tekur sínar ákvarðanir og þú getur tekið þína ákvörðun fyrir sjálfan þig og mögulega börnin þín en þú tekur ekki ákvarðanir fyrir aðra. Fólk tekur sínar eigin upplýstu ákvarðanir, misupplýstu kannski.“ Ánægð með hve fáir hafa mótmælt Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hjá heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segir að mótmælin í dag séu þau einu sem hafi komið upp síðan bólusetningar barna hófust í gær. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er yfir bólusetningarverkefni heilsugæslunnar. vísir/Sigurjón Hún er ánægð með hve fátíð mótmæli við raðir fólks á leið í bólusetningar hafa verið en henni er aðeins kunnugt um tvö tilvik; mótmælin í dag og þegar kona nokkur var handtekin þegar hún mótmælti bólusetningum þungaðra kvenna.
Bólusetningar Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13 Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30 Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Fleiri fréttir Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Sjá meira
Mótmælandi hrópaði á foreldra og börn sem biðu eftir bólusetningu Mótmælandi lét ókvæðisorð falla að foreldrum sem biðu með börnum sínum í röð eftir bólusetningu fyrir utan Laugardalshöll í morgun. 24. ágúst 2021 13:13
Mótmæltu bólusetningum: „Ég vona að næst verði ég handtekinn með þér“ Hópur sem kallar sig Coviðspurnuna stóð fyrir mótmælum á Austurvelli í gær þar sem bólusetningum og sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda var mótmælt. Hópurinn hefur nú boðað til „stórmótmæla“ fyrir framan heilbrigðisráðuneytið á fimmtudag. 1. ágúst 2021 13:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent