Lífið

Charlie Watts er látinn

Árni Sæberg og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa
Charlie Watts er látinn, áttræður að aldri.
Charlie Watts er látinn, áttræður að aldri. Roberto Ricciuti/Getty

Charlie Watts, trymbill Rolling Stones, er látinn. Hann varð áttræður.

Fjölmiðlafulltrúroli Watts tilkynnti andlátið rétt í þessu en breska ríkisútvarpið greinir frá.

„Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum andlát ástkærs Charlies Watts okkar. Hann andaðist á sjúkrahúsi í London umvafinn fjölskyldu sinni,“ segir í tilkynningu.

Þá er hann sagður ástkær eiginmaður, faðir og afi og einn besti trymbill sinnar kynslóðar.

Rolling Stones er ein ástsælasta rokkhljómsveit allra tíma. Sveitin var stofnuð árið 1962 og hefur verið virk allar götur síðan þá. Sveitin samanstóð af Mick Jagger, Brian Jones, Keith Richards, Bill Wyman og Watts. Eftir andlát Jones árið 1969 stigu bæði Mick Taylor og Ronnie Wood á svið með sveitinni og Darryl Jones eftir að Wyman yfirgaf sveitina árið 1993. 

Sveitin hefur í gegn um tíðina unnið til ýmissa tónlistarverðlauna, þar á meðal þriggja Grammy-verðlauna og Grammy Lifetime Achievement verðlauna. 

Fyrsta platan þeirra, sem var bara með frumsamin lög, er Aftermath en hún er jafnan talin mikilvægasta plata sveitarinnar. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×