Á að bursta tennur fyrir eða eftir morgunmat? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2021 15:30 Hvað sem skoðunum um hvort komi á undan, tannburstinn eða morgunmaturinn, þá er ljóst að tannlæknar mæla með því að fólk bursti tennur. Getty Það eru deildar meiningar meðal fólks um hvort bursta eigi tennur fyrir eða eftir morgunmat, í það minnsta hjá fólki sem burstar tennur yfir höfuð. Svarið gæti þó falist í samsetningu morgunmatarins, það er að segja, hvað fólk fær sér í morgunmat. Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Sjá meira