Á að bursta tennur fyrir eða eftir morgunmat? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2021 15:30 Hvað sem skoðunum um hvort komi á undan, tannburstinn eða morgunmaturinn, þá er ljóst að tannlæknar mæla með því að fólk bursti tennur. Getty Það eru deildar meiningar meðal fólks um hvort bursta eigi tennur fyrir eða eftir morgunmat, í það minnsta hjá fólki sem burstar tennur yfir höfuð. Svarið gæti þó falist í samsetningu morgunmatarins, það er að segja, hvað fólk fær sér í morgunmat. Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni. Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Þetta kom fram í máli Írisar Þórsdóttur tannlæknis í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það í rauninni skiptir máli hvað við erum að borða í morgunmat, hvort við megum bursta beint eftir. Ef við erum til dæmis að drekka appelsínudjús, þá skulum við bíða í hálftíma,“ segir Íris. Hún heldur áfram og útskýrir nánar hvað felst í burstun tanna á morgnana. „Það sem við erum að gera á morgnana er að hreinsa ákveðna bíófilmu af tönnunum, sem myndast yfir nóttina. Það er ekkert endilega nauðsynlegt að bursta morgunmatinn í burtu. Heldur erum við að bursta í burtu þessa bíófilmu sem er mjög klístruð og grípur svolítið vel í bakteríurnar yfir daginn,“ segir Íris. Því skipti ekki höfuðmáli hvort fólk bursti tennur fyrir eða eftir morgunmatinn, sem mörgum hefur verið kennt að sé mikilvægasta máltíð dagsins. Hins vegar sé ekki mælt með því að bursta tennur beint eftir að hafa fengið sér súran mat eða drykk. Með því sé fólk einfaldlega að nudda sýrunum á tennurnar, og því betra að bíða aðeins áður en burstinn er mundaður. „Þá verður glerungurinn svo veikur og við erum í rauninni bara að hjálpa til við að fjarlægja tannvef.“ Kvöldburstun ekki síður mikilvæg Íris segir þá einnig mikilvægt að fólk bursti tennur fyrir svefninn. „Það mikilvægasta er flúorinn í tannkreminu. Við getum burstað óhreinindin af tönnunum en með nútímamataræði eigum við ekki séns nema við notum flúor. Ef við myndum vera alveg gjörsamlega sykurfrí, þá myndum við kannski sleppa við það.“ Íris segir því mikilvægt að fólk skoli ekki tennurnar eftir kvöldburstun. „Vegna þess að við viljum fara að sofa þar sem að tannkremið liggur enn þá, einhver smá filma, yfir tönnunum.“ Af þessu má ráða að það mikilvægasta við burstun tannanna er ekki hvort hún á sér stað fyrir eða eftir morgunmat, heldur einfaldlega að henni sé sinnt. Viðtalið við Írisi í heild sinni má heyra hér ofar í fréttinni.
Bítið Heilbrigðismál Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira