Rannsaka risastórt hópsmit á tónlistarhátíð á Englandi Árni Sæberg skrifar 24. ágúst 2021 10:34 Hátíðargestir skemmtu sér konunglega í miklu návígi hver við annan. Jonny Weeks/Getty Heilbrigðisyfirvöld í Englandi hafa hafið opinbera rannsókn eftir að 4.700 manns sem sóttu tónlistar- og brimbrettahátíðina Boardmasters sem haldin var í Cornwall á dögunum greindust smitaðir af kórónuveirunni. Í frétt Sky um málið segir að um 76 þúsund manns hafi sótt hátíðina og smituðust því rúmlega sex prósent hátíðargesta. Til samanburðar má nefna að svipað smithlutfall á 20 þúsund manna Þjóðhátíð myndi skila sér í tólf hundruð smituðum. Hátíðarhaldarar segjast hafa fylgt öllum sóttvarnarreglum sem í gildi eru á Englandi. Mikil mannmergð var á hátíðinni, ekki síst þegar Gorillaz stigu á svið með Damon Albarn í broddi fylkingar.Jonny Weeks/Getty Öllum gestum hátíðarinnar, ellefu ára og eldri, var gert að sýna fram á einn þriggja valmöguleika: Bólusetningarvottorð, sem sýnir að seinni skammtur hafi verið gefinn minnst tveimur vikum fyrir hátíð, neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem er ekki meira en sólarhringsgamalt eða jákvæða niðurstöðu um fyrri sýkingu úr PCR-prófi. Þeir gestir sem gistu á tjaldsvæði hátíðarsvæðisins þurftu einnig að undirgangast hraðpróf þegar hátíðin var hálfnuð. Gestir voru beðnir um að koma með sín eigin hraðpróf. Engin grímuskylda var á hátíðinni en gestir voru hvattir til grímunotkunar. Fáir virðast hafa hlustað á hvatningu um grímunotkun.Jonny Weeks/Getty Louis Gardner, bæjarstjóri Newquay þar sem hátíðin fór meðal annars fram, segir orsök fjölda smitaðra í Corwall orsakast af metfjölda ferðamanna í sýslunni og skort á sóttvörnum. „Gististaðirnir okkar eru fullir, samkomustaðir eru fullir, það eru engar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Ég held að þetta hafi allt samverkandi áhrif,“ segir Gardner. Sóttvarnalæknir hefur varað við tilslökunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að honum litist ekki á blikuna vegna afléttinga sóttvarnaraðgerða á Bretlandseyjum. Þórólfur reyndist sannspár um ástandið á Englandi.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur. Nú nokkrum dögum seinna virðist Þórólfur hafa haft rétt fyrir sér. Þórólfur sagði jafnframt í viðtali í gær að hann teldi ekki rétt að fara sömu leið og nágrannaþjóðir okkar. Hann segir áhættu tekna með afléttingu fjöldatakmarkanna. „Ég bendi á það, til dæmis, úrslitaleikurinn á Wembley, Íslendingar sem komu þaðan voru smitaðir og eiga stóran þátt í þessari bylgju sem við erum núna að ganga í gegnum,“ segir Þórólfur. Hann segir betra að við nýtum okkur okkar eigin reynslu í baráttunni við faraldurinn. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Í frétt Sky um málið segir að um 76 þúsund manns hafi sótt hátíðina og smituðust því rúmlega sex prósent hátíðargesta. Til samanburðar má nefna að svipað smithlutfall á 20 þúsund manna Þjóðhátíð myndi skila sér í tólf hundruð smituðum. Hátíðarhaldarar segjast hafa fylgt öllum sóttvarnarreglum sem í gildi eru á Englandi. Mikil mannmergð var á hátíðinni, ekki síst þegar Gorillaz stigu á svið með Damon Albarn í broddi fylkingar.Jonny Weeks/Getty Öllum gestum hátíðarinnar, ellefu ára og eldri, var gert að sýna fram á einn þriggja valmöguleika: Bólusetningarvottorð, sem sýnir að seinni skammtur hafi verið gefinn minnst tveimur vikum fyrir hátíð, neikvæða niðurstöðu úr hraðprófi sem er ekki meira en sólarhringsgamalt eða jákvæða niðurstöðu um fyrri sýkingu úr PCR-prófi. Þeir gestir sem gistu á tjaldsvæði hátíðarsvæðisins þurftu einnig að undirgangast hraðpróf þegar hátíðin var hálfnuð. Gestir voru beðnir um að koma með sín eigin hraðpróf. Engin grímuskylda var á hátíðinni en gestir voru hvattir til grímunotkunar. Fáir virðast hafa hlustað á hvatningu um grímunotkun.Jonny Weeks/Getty Louis Gardner, bæjarstjóri Newquay þar sem hátíðin fór meðal annars fram, segir orsök fjölda smitaðra í Corwall orsakast af metfjölda ferðamanna í sýslunni og skort á sóttvörnum. „Gististaðirnir okkar eru fullir, samkomustaðir eru fullir, það eru engar fjarlægðartakmarkanir í gildi. Ég held að þetta hafi allt samverkandi áhrif,“ segir Gardner. Sóttvarnalæknir hefur varað við tilslökunum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í viðtali við fréttastofu á dögunum að honum litist ekki á blikuna vegna afléttinga sóttvarnaraðgerða á Bretlandseyjum. Þórólfur reyndist sannspár um ástandið á Englandi.Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta sé mjög óvarlegt hjá Bretum að gera þetta svona. Þeir gætu átt eftir að fá þetta í bakið á næstunni. Það er mögulegt,“ segir Þórólfur. Nú nokkrum dögum seinna virðist Þórólfur hafa haft rétt fyrir sér. Þórólfur sagði jafnframt í viðtali í gær að hann teldi ekki rétt að fara sömu leið og nágrannaþjóðir okkar. Hann segir áhættu tekna með afléttingu fjöldatakmarkanna. „Ég bendi á það, til dæmis, úrslitaleikurinn á Wembley, Íslendingar sem komu þaðan voru smitaðir og eiga stóran þátt í þessari bylgju sem við erum núna að ganga í gegnum,“ segir Þórólfur. Hann segir betra að við nýtum okkur okkar eigin reynslu í baráttunni við faraldurinn.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Tengdar fréttir Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Sjá meira
Vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví Sóttvarnalæknir vinnur að endurskoðun á reglum um sóttkví. Hann telur mjög mikilvægt að halda skólunum opnum í haust en einnig að hægt verði að lágmarka hversu marga þurfi að setja í sóttkví. Nýtt afbrigði veirunnar gæti þó gert þetta erfitt. 18. ágúst 2021 11:53