Birkir: Við erum bara í bullandi fallbaráttu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. ágúst 2021 20:35 Birkir Hlynsson, aðstoðaþjálfari ÍBV, stýrði liðinu í fjarveru Ian Jeffs. Vísir/Elín Björg Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, stýrði liðinu gegn Selfyssingum í kvöld. Hann var ósáttur með leik liðsins í en ÍBV tapaði 6-2. Hann segir liðið vera í bullandi fallbaráttu. „Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum. Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
„Mér fannst þetta ekki skemmtilegt, ég skal alveg viðurkenna það,“ sagði Birkir að leikslokum. „Það er nú bara þannig í fótbolta að ef að þú mætir ekki til leiks þá ganga andstæðingarnir bara yfir þig og það var bara raunin í dag.“ „Bara vel gert Selfoss, þær gengu á lagið. Það var orðið 3-0 eftir fyrri hálfleik, við fengum mark á okkur úr föstu leikatriði eftir tíu mínútur en við lögðum upp með að verja markið okkar sérstaklega í föstum leikatriðum því við vissum að þær væru sterkar þar. Við gerðum það hisvegar ekki og því fór sem fór.“ Eyjakonur mættu þó mun frískari í seinni hálfleikinn og náðu að koma inn tveimur mörkum. Birkir segir að með smá heppni hefði leikurinn getað orðið meira spennandi. „Ég spurði stelpurnar í hálfleik hvort að þeim langaði ekki bara að mæta í seinni hálfleikinn og gera þetta bara fyrir ÍBV og sjálfa sig. Þær sýndu það klárlega í seinni að þær geta þetta.“ „Við vorum bara helvíti beittar og komum okkur inn í leikinn í stöðunni 4-2 og með smá heppni hefði þetta getað orðið 4-3 og jafnvel 4-4. En eins og ég segi þá auðvitað breyttum við skipulagi og fórum og pressuðum og opnuðum okkur kannski bara sjálfar aðeins. Við færðum eina úr vörninni og reyndum að skora en þá erum við brothættar til baka.“ ÍBV er fjórum stigum frá fallsæti þegar stutt er eftir af mótinu og Birkir segir að liðið þurfi að sækja sigra í seinustu leikjunum til að halda sér í deild þeirra bestu. „Við erum bara í bullandi fallbaráttu. Það er ekkert flóknara en það. Við þurfum bara að hafa okkur allar við og fara að ná okkur í stig. Við tökum bara einn leik í einu og ég held að við þurfum allavega einn eða tvo sigra í viðbót og ég væri til í að fá einn bara í næsta leik,“ sagði Birkir að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna ÍBV Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15 Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - ÍBV 6-2 | Stórsigur Selfoss í Suðurlandsslagnum Selfoss vann öruggan 6-2 sigur á ÍBV í slagnum um Suðurlandið á Selfossi í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss heldur í við Þrótt í baráttunni um þriðja sæti deildarinnar með sigrinum. 23. ágúst 2021 20:15