Sidekick-appið ekki lengur notað til að fylgjast með Covid-sjúklingum Birgir Olgeirsson skrifar 23. ágúst 2021 16:45 Runólfur Pálsson er yfirmaður Covid-göngudeildar á Landspítala. Vísir/Sigurjón Í fyrstu bylgju kórónuveirufaraldursins notaðist Landspítalinn við forritið Sidekick til að fylgjast með þeim Covid-sjúklingum sem ekki þurftu að leggjast inn á spítala. Forritið virkar þannig að sjúklingar haka við valmöguleika um líðan sína og geta læknar þá yfirfarið niðurstöðuna og metið hvort þörf sé á inngripi. Átti forritið að minnka álagið á símvöktunarkerfi Landspítalans en í núverandi bylgju faraldursins hefur ekki verið notast við forritið. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir það eiga sér skýringar. Undanþága hafi fengist fyrir forritinu í fyrstu bylgju faraldursins. Var það notað þegar minna var vitað um áhrif veirunnar á mannslíkamann og bóluefni við veirunni ekki komið til sögunnar. Nú sé stór hluti þeirra sem sýkjast einkenna litlir. Því hafi verið ákveðið að hætta notkun forritsins því annars þyrfti mikla vinnu til að yfirfara öll gögnin frá hverjum einum og einasta sem sýkist af Covid. Í stað þess er nú tekið símtal þegar sýkingin liggur fyrir og svo símtal þegar einangrunin er að líða undir lok. Að öðru leyti sé ekki eins mikið eftirlit með þeim sem eru einkennalitlir. Höfuðáhersla sé lögð á að veita þeim eftirlit sem eru veikir fyrir. Þrátt fyrir að hringurinn hafi verið þrengdur er álagið vegna símavöktunar í þessari bylgju mikið að sögn Runólfs. Í fyrstu bylgju faraldursins var lokað fyrir alla valkvæða starfsemi og því fengust starfsmenn auðveldlega í þau verkefni. Nú sé staðan önnur því spítalinn sé í fullri starfsemi. „En við ætlum okkur að nota Sidekick í farsóttarvinnu í framtíðinni. Þetta hitti okkur illa fyrir í sumar því við vorum að glíma við að innleiða tæknina og þetta krefst mannafla. En þetta forrit og Heilsuvera, sem er í þróun, mun nýtast í öllu viðbragði við farsóttum framtíðarinnar.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Átti forritið að minnka álagið á símvöktunarkerfi Landspítalans en í núverandi bylgju faraldursins hefur ekki verið notast við forritið. Runólfur Pálsson, yfirmaður Covid-göngudeildar Landspítalans, segir það eiga sér skýringar. Undanþága hafi fengist fyrir forritinu í fyrstu bylgju faraldursins. Var það notað þegar minna var vitað um áhrif veirunnar á mannslíkamann og bóluefni við veirunni ekki komið til sögunnar. Nú sé stór hluti þeirra sem sýkjast einkenna litlir. Því hafi verið ákveðið að hætta notkun forritsins því annars þyrfti mikla vinnu til að yfirfara öll gögnin frá hverjum einum og einasta sem sýkist af Covid. Í stað þess er nú tekið símtal þegar sýkingin liggur fyrir og svo símtal þegar einangrunin er að líða undir lok. Að öðru leyti sé ekki eins mikið eftirlit með þeim sem eru einkennalitlir. Höfuðáhersla sé lögð á að veita þeim eftirlit sem eru veikir fyrir. Þrátt fyrir að hringurinn hafi verið þrengdur er álagið vegna símavöktunar í þessari bylgju mikið að sögn Runólfs. Í fyrstu bylgju faraldursins var lokað fyrir alla valkvæða starfsemi og því fengust starfsmenn auðveldlega í þau verkefni. Nú sé staðan önnur því spítalinn sé í fullri starfsemi. „En við ætlum okkur að nota Sidekick í farsóttarvinnu í framtíðinni. Þetta hitti okkur illa fyrir í sumar því við vorum að glíma við að innleiða tæknina og þetta krefst mannafla. En þetta forrit og Heilsuvera, sem er í þróun, mun nýtast í öllu viðbragði við farsóttum framtíðarinnar.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira