Leikmaður Bayern sendi „hugrakkasta íþróttaliði heims“ hvatningu Sindri Sverrisson skrifar 23. ágúst 2021 14:30 Alphonso Davies varði fyrstu árum ævinnar í flóttamannabúðum. Hann heldur svo sannarlega með þeim Ibrahim Al Hussein, Shahrad Nasajpour og Alia Issa, sem sjá má á myndinni til vinstri ásamt starfsmanni flóttamannaliðsins, á leikunum í Tókýó. Getty/Christopher Jue og Tom Weller Knattspyrnumaðurinn Alphonso Davies, leikmaður Bayern München, hefur sent liði flóttamanna hvatningarbréf fyrir keppni þess á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hann segir um að ræða hugrakkasta íþróttalið heims. Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan. Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Sjá meira
Davies, sem er tvítugur, fæddist í flóttamannabúðum í Gana og varði þar fyrstu fimm árum ævinnar áður en fjölskylda hans gat komið sér fyrir í Kanada. Þessi eldfljóti bakvörður er aðalstjarna kanadíska landsliðsins. Davies er einn af sendiherrum hjálparsamtaka Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn, UNHCR, og hefur sent þeim fötluðu flóttamönnum sem nú eru að hefja keppni í Tókýó bréf. Hann sagði heimsbyggðina standa með þeim; „Þar á meðal 82 milljónir flóttamanna, þar af 12 milljónir sem lifa við fötlun.“ „Það skilja ekki allir hvað þið hafið gengið í gegnum. En ég geri það og það er mikilvægur hluti af því hver ég er í dag,“ skrifaði Davies til íþróttamannanna í liði flóttamanna. My message for the world s most courageous sports team. #RefugeeParalympicTeam @Paralympics @Refugees https://t.co/BKXnUzq75j pic.twitter.com/AJ26JtpSSf— Alphonso Davies (@AlphonsoDavies) August 23, 2021 „Ég hef lesið ykkar sögur og kynnt mér hvað þið hafið gengið í gegnum. Þið eruð hugrakkasta íþróttalið heimsins í dag,“ skrifaði Davies meðal annars, og einnig: „Þið hafið fundið leið til þess að ekki bara æfa íþróttir heldur standa ykkur á hæsta stigi þeirra. Öll þessi ár þar sem ykkur dreymdi um stóra sviðið, allar þessar hrikalega erfiðu æfingar í ræktinni, þessi þrotlausa vinna og einbeitti vilji, hafa skilað ykkur hingað; á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó.“ Sundmaðurinn Abbas Karimi er einn af sex fulltrúum flóttamanna í Tókýó.Getty/Stacy Revere Leikarnir verða settir á morgun og standa yfir til 5. september. Þar keppa 4.400 íþróttamenn, þar af sex úr liði flóttamanna. Þetta eru Parfait Hakizimana sem fæddist í Búrúndí og keppir í taekwondo, kanóræðarinn Anas Al Khalifa og sundmaðurinn Ibrahim Al Hussein sem fæddust bæði í Sýrlandi, kylfukastarinn Alia Issa sem hefur verið flóttamaður í Grikklandi alla ævi, kringlukastarinn Shahrad Nasajpour sem fæddist í Íran, og sundmaðurinn Abbas Karimi sem fæddist í Afganistan.
Flóttamenn Ólympíumót fatlaðra Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Gunnar tekur aftur við Haukum Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Dagskráin: Úrslitastund hjá Orra á Old Trafford og spennan magnast í Bónus Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ Sjá meira