Málamiðlun og uppgjöf eru tvennt ólíkt Símon Vestarr skrifar 23. ágúst 2021 11:30 „Andstæðingar Sósíalistaflokksins eru auðvaldið og allir sem ganga erinda þess. Stéttabarátta er staðreynd.“ - úr ávarpi Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða viðbrögð svona orðalag vekur í vissum kreðsum á vinstri væng íslenskra stjórnmála; „Hvernig er hægt að stjórna landinu án þess að gera málamiðlanir?“ Í nóvember síðastliðnum fagnaði líka Kolbeinn Óttarsson Proppé sigri Bidens í Bandaríkjunum með hómilíu til málamiðlunar: „Bylgjan að baki Biden, því bylgja var það, sýnir svo glöggt að stundum eru málamiðlanir það sem kemur okkur áfram.“ Hann datt meira að segja í netta ljóðrænu: „Eins gott og hreinsandi og það er að æpa hátt og gefa ekkert eftir, þá er oft skynsamlegra að fara aðra leið ef ópin skila engu.“ Lokapunkturinn var á þann veg að „við þurfum að geta hlustað hvert á annað, annars komumst við ekkert áfram.“ Þessar athugasemdir Kolbeins beindust eflaust að þeim kjósendum VG sem hugnaðist ekki samstarf flokksins með Framsókn og Sjálfstæðisflokki en þær afbaka algjörlega merkingu raunverulegrar málamiðlunar og gildi hennar í stjórnmálum. Flokkurinn sem skilgreinir auðvaldið og skósveina þess sem andstæðing sinn er í raun helsti boðberi málamiðlunar í þessum kosningum. Hvernig fæ ég það út? Ég skal útskýra. Málamiðlun við þá sem ganga erinda eignastéttarinnar er ekki málamiðlun heldur uppgjöf. Segjum sem svo að maður sem er fimmfalt sterkari en þú krói þig af úti í húsasundi með hug á að hafa af þér fé. Þú dirfist að óska eftir því að hann taki ekki peninginn þinn og hann sættist á að taka bara helminginn. Myndirðu kalla það málamiðlun? Varst þú í einhverri samningsstöðu? Var það í valdi einhvers annars en ræningjans hversu miklum peningum yrði stolið af þér þann daginn? Nei, þú miðlaðir ekki málum. Þú gafst einfaldlega upp. „Við höfum haldið því til haga að friðsamleg sambúð þjóða felur ekki í sér sambúð arðræningja og hinna arðrændu, kúgaranna og hinna kúguðu.“ - Ernesto Ché Guevara Ætlar Sósíalistaflokkur Íslands að berjast gegn auðvaldinu? Já. Með kalasnikoff-rifflum eins og Ché og félagar? Nei. Ólíkt þeim sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa sósíalistar lært af sögunni. En hver á nálgunin þá að vera ef hvorki á að vinna með kapítalistum né skjóta þá? Því er auðsvarað: Samtstaðan er vopnið. Ekki samstaða með einhverjum flokkum á Alþingi heldur samstaða með hreyfingum almennings. Í samfélagi þar sem auður og völd eru órjúfanleg hefur launafólk engra annarra kosta völ en að standa saman og neita að láta kúga sig. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt það undanfarin misseri að þegar allir leggjast á eitt er ekkert sem auðvaldið getur gert til að beygja okkur undir sinn vilja. Síðustu þrjátíu ár hefur átt sér stað fordæmalaus tilfærsla á auði upp á við í þessu samfélagi, þannig að þegar sósíalistar segja að stéttabarátta sé staðreynd þá eru þeir ekki að lýsa yfir stríði. Þeir eru að benda á að stríð arðræningja gegn hinum arðrændu hefur staðið yfir áratugum saman. Allt jarm um að það sé ólýðræðislegt að útiloka samstarf með kapítalískum flokkum er viðsnúningur á sannleikanum. Sönn málamiðlun á sér stað á jafningjagrundvelli. Þess vegna er það í þágu málamiðlunar að leggjast á eitt til þess að losa krumlu eignastéttarinnar af stjórnkerfi okkar og atvinnulífi. Það er ekki fyrr en lýðræðishalli ójöfnuðarins hefur verið afgreiddur sem við munum geta komið saman og rætt raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, loftslagsmálum, heilbrigðismálum eða nokkrum öðrum málaflokki. Beint lýðræðisskipulag þar sem ekkert tillit þarf að taka til auðsöfnunarfíknar örfárra aðila er vettvangur raunverulegrar og árangursríkrar málamiðlunar – milli eins jafningja og annars, ekki milli undirokaðrar stéttar og þess hóps sem stendur ofan á henni. Ekki láta neinn segja þér að okkur beri að vatna út tryggð okkar við gildi samfélagslegs réttlætis til að komast að samningaborðinu. Við alþýðan erum samningaborðið, þar sem við bogrum yfir dagsverkum okkar, ógreiddum reikningum og lamandi framtíðaráhyggjum. Það eina sem við þurfum að gera til að kollvarpa öllum áformum yfirstéttarinnar er að rétta úr okkur og standa í lappirnar. Höfundur vermir annað sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík Suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Sósíalistaflokkurinn Símon Vestarr Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
„Andstæðingar Sósíalistaflokksins eru auðvaldið og allir sem ganga erinda þess. Stéttabarátta er staðreynd.“ - úr ávarpi Sósíalistaflokks Íslands þann 1. maí 2021. Ég veit hvaða viðbrögð svona orðalag vekur í vissum kreðsum á vinstri væng íslenskra stjórnmála; „Hvernig er hægt að stjórna landinu án þess að gera málamiðlanir?“ Í nóvember síðastliðnum fagnaði líka Kolbeinn Óttarsson Proppé sigri Bidens í Bandaríkjunum með hómilíu til málamiðlunar: „Bylgjan að baki Biden, því bylgja var það, sýnir svo glöggt að stundum eru málamiðlanir það sem kemur okkur áfram.“ Hann datt meira að segja í netta ljóðrænu: „Eins gott og hreinsandi og það er að æpa hátt og gefa ekkert eftir, þá er oft skynsamlegra að fara aðra leið ef ópin skila engu.“ Lokapunkturinn var á þann veg að „við þurfum að geta hlustað hvert á annað, annars komumst við ekkert áfram.“ Þessar athugasemdir Kolbeins beindust eflaust að þeim kjósendum VG sem hugnaðist ekki samstarf flokksins með Framsókn og Sjálfstæðisflokki en þær afbaka algjörlega merkingu raunverulegrar málamiðlunar og gildi hennar í stjórnmálum. Flokkurinn sem skilgreinir auðvaldið og skósveina þess sem andstæðing sinn er í raun helsti boðberi málamiðlunar í þessum kosningum. Hvernig fæ ég það út? Ég skal útskýra. Málamiðlun við þá sem ganga erinda eignastéttarinnar er ekki málamiðlun heldur uppgjöf. Segjum sem svo að maður sem er fimmfalt sterkari en þú krói þig af úti í húsasundi með hug á að hafa af þér fé. Þú dirfist að óska eftir því að hann taki ekki peninginn þinn og hann sættist á að taka bara helminginn. Myndirðu kalla það málamiðlun? Varst þú í einhverri samningsstöðu? Var það í valdi einhvers annars en ræningjans hversu miklum peningum yrði stolið af þér þann daginn? Nei, þú miðlaðir ekki málum. Þú gafst einfaldlega upp. „Við höfum haldið því til haga að friðsamleg sambúð þjóða felur ekki í sér sambúð arðræningja og hinna arðrændu, kúgaranna og hinna kúguðu.“ - Ernesto Ché Guevara Ætlar Sósíalistaflokkur Íslands að berjast gegn auðvaldinu? Já. Með kalasnikoff-rifflum eins og Ché og félagar? Nei. Ólíkt þeim sem aðhyllast nýfrjálshyggju hafa sósíalistar lært af sögunni. En hver á nálgunin þá að vera ef hvorki á að vinna með kapítalistum né skjóta þá? Því er auðsvarað: Samtstaðan er vopnið. Ekki samstaða með einhverjum flokkum á Alþingi heldur samstaða með hreyfingum almennings. Í samfélagi þar sem auður og völd eru órjúfanleg hefur launafólk engra annarra kosta völ en að standa saman og neita að láta kúga sig. Verkalýðshreyfingin hefur sýnt það undanfarin misseri að þegar allir leggjast á eitt er ekkert sem auðvaldið getur gert til að beygja okkur undir sinn vilja. Síðustu þrjátíu ár hefur átt sér stað fordæmalaus tilfærsla á auði upp á við í þessu samfélagi, þannig að þegar sósíalistar segja að stéttabarátta sé staðreynd þá eru þeir ekki að lýsa yfir stríði. Þeir eru að benda á að stríð arðræningja gegn hinum arðrændu hefur staðið yfir áratugum saman. Allt jarm um að það sé ólýðræðislegt að útiloka samstarf með kapítalískum flokkum er viðsnúningur á sannleikanum. Sönn málamiðlun á sér stað á jafningjagrundvelli. Þess vegna er það í þágu málamiðlunar að leggjast á eitt til þess að losa krumlu eignastéttarinnar af stjórnkerfi okkar og atvinnulífi. Það er ekki fyrr en lýðræðishalli ójöfnuðarins hefur verið afgreiddur sem við munum geta komið saman og rætt raunverulegar lausnir í húsnæðismálum, loftslagsmálum, heilbrigðismálum eða nokkrum öðrum málaflokki. Beint lýðræðisskipulag þar sem ekkert tillit þarf að taka til auðsöfnunarfíknar örfárra aðila er vettvangur raunverulegrar og árangursríkrar málamiðlunar – milli eins jafningja og annars, ekki milli undirokaðrar stéttar og þess hóps sem stendur ofan á henni. Ekki láta neinn segja þér að okkur beri að vatna út tryggð okkar við gildi samfélagslegs réttlætis til að komast að samningaborðinu. Við alþýðan erum samningaborðið, þar sem við bogrum yfir dagsverkum okkar, ógreiddum reikningum og lamandi framtíðaráhyggjum. Það eina sem við þurfum að gera til að kollvarpa öllum áformum yfirstéttarinnar er að rétta úr okkur og standa í lappirnar. Höfundur vermir annað sæti á lista Sósíalistaflokks Íslands í Reykjavík Suður.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar