5 ráð áður en þú byrjar að fjárfesta Björn Berg Gunnarsson skrifar 24. ágúst 2021 08:01 Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Því stíga eflaust margir fjárfestar nú sín fyrstu skref inn á þennan áhugaverða markað og þá borgar sig að undirbúa sig vel. Hér eru fimm einföld ráð sem gott er að hafa í huga þegar hafist er handa. Ráð 1 – Mundu að ekkert varir að eilífu Ein algengustu mistök fjárfesta er að elta ávöxtun. Rýnt er í ávöxtunartölur og yfirlit og fjárfest í því sem gefið hefur góða raun að undanförnu. Reiknað er með að slík ávöxtun vari að eilífu en verðbréfamarkaðir eru flóknari en svo. Það er erfiðara að rýna í framtíðina en fortíðina en við komumst ekki hjá því við fjárfestingar. Byggjum fjárfestingarákvarðanir okkar því á væntingum um framtíðarávöxtun og forðumst að líta um of á reynslusögur annarra. Ráð 2 – Varastu það sem hljómar of gott til að vera satt Fjárfestingaheimurinn er aldeilis ekki laus við auglýsingar um kraftaverkalausnir. Temdu þér heilbrigða tortryggni og spurðu þig til dæmis hvers vegna einhver ætti að selja þér fjárfestingu sem augljóslega skilar mun meiri ávöxtun en í boði er annars staðar eða hvernig hægt sé að verja milljónum í auglýsingar fyrir það sem sagt er ókeypis þjónusta. Hvað hangir á spýtunni? Ráð 3 – Nýttu þér þann fróðleik sem í boði er Það segir sig sjálft að við ættum ekki að fjárfesta í neinu sem við skiljum ekki. Sem betur fer er aðgengi að upplýsingum þó sífellt að verða betra. Auk þess sem tiltölulega fljótlegt er að læra grundvallaratriði fjárfestinga í bókum og á vefnum bjóða bankarnir ráðgjöf og upplýsingar án endurgjalds. Sérfræðiþekking er dýrmæt og aðstoð þeirra sem hafa hana getur reynst afar hjálpleg byrjendum. Ráð 4 – Ekki haga þér eins og spákaupmaður ef þú ert ekki spákaupmaður Með nokkurri einföldum gætum við skipt fjárfestum í tvo flokka. Annars vegar spákaupmenn, sem fyrst og fremst ætla sér að hagnast á sveiflum verðbréfa og hins vegar hina almennu fjárfesta, sem fremur leggja áherslu á eignasamsetningu sem skila mun góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Því miður ber oft á því að almennir fjárfestar fari fljótlega að haga sér eins og spákaupmenn. Þó svo ætlunin hafi verið að gefa fjárfestingunni þann tíma sem hún þarf fara skammtímasveiflur að stýra ákvörðunum. Oft verður þetta til þess að fjárfestar fara að eltast við hreyfingar á mörkuðum með tilheyrandi kostnaði og oft tapi. Taktu ákvörðun um hvort þú sért spákaupmaður eða almennur fjárfestir og haltu þig við hana, í það minnsta um sinn. Ráð 5 – Mundu að öryggi er verðmætt Þú færð enga vexti á peninga sem þú tapar. Mundu að öll fjárfesting gengur út á jafnvægi öryggis og væntrar ávöxtunar. Almennt má segja að það krefjist meiri áhættutöku að freista þess að ná fram aukinni ávöxtun og minni áhættu fylgi síðri ávöxtun, en það er þó ekki algilt. Hér eru þrjú dæmi um það sem dregið getur úr áhættu, án þess að hafa endilega áhrif á ávöxtunina: Tími – Lengri fjárfestingartími dregur úr áhrifum viðskiptakostnaðar og skammtímasveiflna Eignadreifing – Með því að dreifa fjárfestingum getur þú dregið úr hættunni á meiriháttar áfalli vegna falls eins eignaflokks Reglulegur sparnaður – Með því að bæta reglulega við fjárfestinguna dregur þú úr áhrifum sveiflna og óheppilegra tímasetninga Fjárfestingar í verðbréfum þykja víðast hvar sjálfsagður þáttur í sparnaði einstaklinga. Þær geta ávaxtað fé okkar vel, frætt okkur um eðli fjármálamarkaða og jafnvel verið skemmtilegar. Skemmtilegast er þó auðvitað þegar vel gengur. Rétt eins og í flestu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur er gagnlegt að undirbúa sig vel og gefa sér þann tíma sem þarf í slíkan undirbúning. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Kauphöllin Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Sjá meira
Svo virðist sem fjárfestingar séu í tísku þessa dagana. Í það minnsta hefur umræða og þátttaka meðal almennings á verðbréfamarkaði loks tekið við sér eftir langan dvala og hefur lægra vaxtastig og góð ávöxtun undanfarinna ára væntanlega sitt að segja um aukinn áhuga. Því stíga eflaust margir fjárfestar nú sín fyrstu skref inn á þennan áhugaverða markað og þá borgar sig að undirbúa sig vel. Hér eru fimm einföld ráð sem gott er að hafa í huga þegar hafist er handa. Ráð 1 – Mundu að ekkert varir að eilífu Ein algengustu mistök fjárfesta er að elta ávöxtun. Rýnt er í ávöxtunartölur og yfirlit og fjárfest í því sem gefið hefur góða raun að undanförnu. Reiknað er með að slík ávöxtun vari að eilífu en verðbréfamarkaðir eru flóknari en svo. Það er erfiðara að rýna í framtíðina en fortíðina en við komumst ekki hjá því við fjárfestingar. Byggjum fjárfestingarákvarðanir okkar því á væntingum um framtíðarávöxtun og forðumst að líta um of á reynslusögur annarra. Ráð 2 – Varastu það sem hljómar of gott til að vera satt Fjárfestingaheimurinn er aldeilis ekki laus við auglýsingar um kraftaverkalausnir. Temdu þér heilbrigða tortryggni og spurðu þig til dæmis hvers vegna einhver ætti að selja þér fjárfestingu sem augljóslega skilar mun meiri ávöxtun en í boði er annars staðar eða hvernig hægt sé að verja milljónum í auglýsingar fyrir það sem sagt er ókeypis þjónusta. Hvað hangir á spýtunni? Ráð 3 – Nýttu þér þann fróðleik sem í boði er Það segir sig sjálft að við ættum ekki að fjárfesta í neinu sem við skiljum ekki. Sem betur fer er aðgengi að upplýsingum þó sífellt að verða betra. Auk þess sem tiltölulega fljótlegt er að læra grundvallaratriði fjárfestinga í bókum og á vefnum bjóða bankarnir ráðgjöf og upplýsingar án endurgjalds. Sérfræðiþekking er dýrmæt og aðstoð þeirra sem hafa hana getur reynst afar hjálpleg byrjendum. Ráð 4 – Ekki haga þér eins og spákaupmaður ef þú ert ekki spákaupmaður Með nokkurri einföldum gætum við skipt fjárfestum í tvo flokka. Annars vegar spákaupmenn, sem fyrst og fremst ætla sér að hagnast á sveiflum verðbréfa og hins vegar hina almennu fjárfesta, sem fremur leggja áherslu á eignasamsetningu sem skila mun góðri ávöxtun til lengri tíma litið. Því miður ber oft á því að almennir fjárfestar fari fljótlega að haga sér eins og spákaupmenn. Þó svo ætlunin hafi verið að gefa fjárfestingunni þann tíma sem hún þarf fara skammtímasveiflur að stýra ákvörðunum. Oft verður þetta til þess að fjárfestar fara að eltast við hreyfingar á mörkuðum með tilheyrandi kostnaði og oft tapi. Taktu ákvörðun um hvort þú sért spákaupmaður eða almennur fjárfestir og haltu þig við hana, í það minnsta um sinn. Ráð 5 – Mundu að öryggi er verðmætt Þú færð enga vexti á peninga sem þú tapar. Mundu að öll fjárfesting gengur út á jafnvægi öryggis og væntrar ávöxtunar. Almennt má segja að það krefjist meiri áhættutöku að freista þess að ná fram aukinni ávöxtun og minni áhættu fylgi síðri ávöxtun, en það er þó ekki algilt. Hér eru þrjú dæmi um það sem dregið getur úr áhættu, án þess að hafa endilega áhrif á ávöxtunina: Tími – Lengri fjárfestingartími dregur úr áhrifum viðskiptakostnaðar og skammtímasveiflna Eignadreifing – Með því að dreifa fjárfestingum getur þú dregið úr hættunni á meiriháttar áfalli vegna falls eins eignaflokks Reglulegur sparnaður – Með því að bæta reglulega við fjárfestinguna dregur þú úr áhrifum sveiflna og óheppilegra tímasetninga Fjárfestingar í verðbréfum þykja víðast hvar sjálfsagður þáttur í sparnaði einstaklinga. Þær geta ávaxtað fé okkar vel, frætt okkur um eðli fjármálamarkaða og jafnvel verið skemmtilegar. Skemmtilegast er þó auðvitað þegar vel gengur. Rétt eins og í flestu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur er gagnlegt að undirbúa sig vel og gefa sér þann tíma sem þarf í slíkan undirbúning. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun