Varar við höfuðböndum eftir að sex vikna barn kafnaði næstum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. ágúst 2021 16:51 Stúlkunni varð sem betur fer ekki meint af. Myndin er ótengd málinu. Getty Sex vikna gömul stúlka kafnaði næstum því á dögunum eftir að höfuðband rann niður af höfði hennar og fyrir vitin. Hjúkrunarfræðingur segir þetta ekki einsdæmi og varar sterklega við því að foreldrar noti slík bönd á ungbörn. „Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Foreldrarnir verða vör við það að hún er að kúgast og á erfitt með að anda. Þau hlaupa strax til hennar og sjá þá að hárbandið sem hún var með á höfðinu hafði runnið niður og var fyrir vitum hennar, nefi og munni, og barnið náði ekki að anda,“ segir Herdís Storgaard hjúkrunarfræðingur, sem sér um Facebook-síðuna Árvekni – slysavarnir barna. Að sögn Herdísar var stúlkan orðin blá áður en foreldrarnir náðu að fjarlægja hárbandið en þau tóku hana upp, settu á grúfu yfir handlegg og lagaðist þá litarhaft stúlkunnar. Hún var þó enn slöpp svo foreldrarnir fóru með hana á sjúkrahús og mat barnalæknir það svo að stúlkan hafi ekki hlotið mein af. Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur.Aðsend/Sebastian Storgaard Herdís segir þetta slys ekki einsdæmi. Atvik hafi komið upp í Bretlandi árið 2017 þar sem fjórtán mánaða gömul stúlka lést eftir að hafa kafnað á svona hárbandi. „Þetta er stórhættulegur fatnaður vegna þess að þetta er ekki fest með neinu. Lítil börn, sérstaklega ungbörn, ná ekki að taka þetta sjálf frá vitunum. Það er svo sem ekkert hættulegt við þessi bönd ef barnið er með þetta á meðan foreldrar eru með það í fanginu eða í næsta nágrenni. Vandamálið skapast þegar börn eru með þetta í barnabílstólnum, eru sett út í vagn eða eru með þetta sofandi í sínu rúmi,“ segir Herdís. Hún varar fólk við að láta börn sín hafa svona laus höfuðföt. „Þetta er ekki eins og húfa sem helst á höfðinu þó barnið snúist heldur rennur þetta niður,“ segir Herdís. „Það er þannig með öndun ungbarna, þau eru ofboðslega viðkvæm fyrstu mánuðina og mikil köfnunarhætta fyrsta árið þannig að þetta er hlutur sem margir gera sér ekki grein fyrir. Foreldrunum að sjálfsögðu var mjög brugðið við þetta. Þetta eru ósköp venjulegir foreldrar sem setja þetta á höfuðið á barninu sínu í staðin fyrir húfu.“ Herdís segir erfitt að gera fólki grein fyrir öllum þeim hættum sem stafi að börnum þeirra, sérstaklega þar sem höfuðböndin eru ákveðinn tískufatnaður þessa dagana. Annar tískuklæðnaður sem geti reynst hættulegur séu svokallaðar „benie“ húfur. Það eru húfur sem eru nokkuð stórar og hanga yfirleitt fram af hnakkanum. „Þessi klæðnaður varð til þess að barn í Svíþjóð dó næstum því. Það var með svona „benie“ var í barnabílstól og hreyfði sig þannig að húfan féll fram af því að hún er svo löng. Hún fór fyrir vit á barninu. Þau eru svo lítil og það þarf svo lítið til að eitthvað komi upp á,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira