Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2021 09:46 Vegna fjárskorts var ákveðið að byrja á mjóum malarslóða fyrir torfærutæki. Sveitarfélagið Qeqqata Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn. Í grænlenska miðlinum Sermitsiaq eru birtar myndir af veginum og vitnað í fréttatilkynningu sveitarfélagsins Qeqqata. Þar segist bæjarstjórinn, Malik Berthelsen, hafa nýtt hluta af sumarleyfinu til að ganga eftir nýja veginum. Lýsir hún ánægju sinni með framgang verksins og hversu auðvelt sé að ganga hann en einnig megi hjóla hann. Bæjarstjórinn segir veginn liggja um hrífandi náttúru.Qeqqata Kommunia Þetta verður fyrsti vegur landsins sem tengir saman tvo þéttbýlisstaði. Bærinn Sisimiut er sá næstfjölmennasti á Grænlandi, með um 5.600 íbúa, og í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður, er aðalflugvöllur landsins en þar búa um 500 manns. Það var síðla árs 2019 sem grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu til verksins en þá fjallaði Stöð 2 um vegagerðina: Raunar er nær að tala um vegslóða fremur en venjulegan bílveg. Vegna takmarkaðra fjármuna var ákveðið að leggja slóða í ætt við íslenska hálendisvegi sem fyrst og fremst yrði ætlaður fjórhjólum en einnig breyttum jeppum. Grænlendingar hófu samstarf við íslenskt fyrirtæki um að smíða rútujeppa fyrir veginn en sagt var frá jeppanum í frétt Stöðvar 2 í fyrravor: Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrstu tuttugu kílómetrar vegarins yrðu góður malarvegur sem venjulegar rútur og bílar gætu ekið. En sveitarfélagið segir að mikil úrkoma og sífreri hafi reynst erfið og því hafi verið ákveðið að leggja þennan fyrsta kafla einnig sem torfæruslóð en vegurinn liggur allur norðan heimskautsbaugs. Bæjarstjórinn segir veginn þræða hrífandi náttúru og nú þegar hafi skapast tækifæri til að nýta hann í þágu ferðaþjónustu og útivistar. Markmiðið sé að í framtíðinni verði hann byggður upp sem hefðbundinn bílvegur. Grænland Vegagerð Samgöngur Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Í grænlenska miðlinum Sermitsiaq eru birtar myndir af veginum og vitnað í fréttatilkynningu sveitarfélagsins Qeqqata. Þar segist bæjarstjórinn, Malik Berthelsen, hafa nýtt hluta af sumarleyfinu til að ganga eftir nýja veginum. Lýsir hún ánægju sinni með framgang verksins og hversu auðvelt sé að ganga hann en einnig megi hjóla hann. Bæjarstjórinn segir veginn liggja um hrífandi náttúru.Qeqqata Kommunia Þetta verður fyrsti vegur landsins sem tengir saman tvo þéttbýlisstaði. Bærinn Sisimiut er sá næstfjölmennasti á Grænlandi, með um 5.600 íbúa, og í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður, er aðalflugvöllur landsins en þar búa um 500 manns. Það var síðla árs 2019 sem grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu til verksins en þá fjallaði Stöð 2 um vegagerðina: Raunar er nær að tala um vegslóða fremur en venjulegan bílveg. Vegna takmarkaðra fjármuna var ákveðið að leggja slóða í ætt við íslenska hálendisvegi sem fyrst og fremst yrði ætlaður fjórhjólum en einnig breyttum jeppum. Grænlendingar hófu samstarf við íslenskt fyrirtæki um að smíða rútujeppa fyrir veginn en sagt var frá jeppanum í frétt Stöðvar 2 í fyrravor: Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrstu tuttugu kílómetrar vegarins yrðu góður malarvegur sem venjulegar rútur og bílar gætu ekið. En sveitarfélagið segir að mikil úrkoma og sífreri hafi reynst erfið og því hafi verið ákveðið að leggja þennan fyrsta kafla einnig sem torfæruslóð en vegurinn liggur allur norðan heimskautsbaugs. Bæjarstjórinn segir veginn þræða hrífandi náttúru og nú þegar hafi skapast tækifæri til að nýta hann í þágu ferðaþjónustu og útivistar. Markmiðið sé að í framtíðinni verði hann byggður upp sem hefðbundinn bílvegur.
Grænland Vegagerð Samgöngur Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31