Lengsti vegur Grænlands kominn í sextíu kílómetra Kristján Már Unnarsson skrifar 22. ágúst 2021 09:46 Vegna fjárskorts var ákveðið að byrja á mjóum malarslóða fyrir torfærutæki. Sveitarfélagið Qeqqata Mynd er farin að koma á nýja veginn milli Kangerlussuaq og Sisimiut sem ætlað er að verða lengsti þjóðvegur Grænlands. Búið er að leggja um það bil 60 kílómetra eða yfir þriðjung af 170 kílómetrum. Framkvæmdir halda áfram til loka september en þá verður gert hlé yfir veturinn. Í grænlenska miðlinum Sermitsiaq eru birtar myndir af veginum og vitnað í fréttatilkynningu sveitarfélagsins Qeqqata. Þar segist bæjarstjórinn, Malik Berthelsen, hafa nýtt hluta af sumarleyfinu til að ganga eftir nýja veginum. Lýsir hún ánægju sinni með framgang verksins og hversu auðvelt sé að ganga hann en einnig megi hjóla hann. Bæjarstjórinn segir veginn liggja um hrífandi náttúru.Qeqqata Kommunia Þetta verður fyrsti vegur landsins sem tengir saman tvo þéttbýlisstaði. Bærinn Sisimiut er sá næstfjölmennasti á Grænlandi, með um 5.600 íbúa, og í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður, er aðalflugvöllur landsins en þar búa um 500 manns. Það var síðla árs 2019 sem grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu til verksins en þá fjallaði Stöð 2 um vegagerðina: Raunar er nær að tala um vegslóða fremur en venjulegan bílveg. Vegna takmarkaðra fjármuna var ákveðið að leggja slóða í ætt við íslenska hálendisvegi sem fyrst og fremst yrði ætlaður fjórhjólum en einnig breyttum jeppum. Grænlendingar hófu samstarf við íslenskt fyrirtæki um að smíða rútujeppa fyrir veginn en sagt var frá jeppanum í frétt Stöðvar 2 í fyrravor: Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrstu tuttugu kílómetrar vegarins yrðu góður malarvegur sem venjulegar rútur og bílar gætu ekið. En sveitarfélagið segir að mikil úrkoma og sífreri hafi reynst erfið og því hafi verið ákveðið að leggja þennan fyrsta kafla einnig sem torfæruslóð en vegurinn liggur allur norðan heimskautsbaugs. Bæjarstjórinn segir veginn þræða hrífandi náttúru og nú þegar hafi skapast tækifæri til að nýta hann í þágu ferðaþjónustu og útivistar. Markmiðið sé að í framtíðinni verði hann byggður upp sem hefðbundinn bílvegur. Grænland Vegagerð Samgöngur Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Í grænlenska miðlinum Sermitsiaq eru birtar myndir af veginum og vitnað í fréttatilkynningu sveitarfélagsins Qeqqata. Þar segist bæjarstjórinn, Malik Berthelsen, hafa nýtt hluta af sumarleyfinu til að ganga eftir nýja veginum. Lýsir hún ánægju sinni með framgang verksins og hversu auðvelt sé að ganga hann en einnig megi hjóla hann. Bæjarstjórinn segir veginn liggja um hrífandi náttúru.Qeqqata Kommunia Þetta verður fyrsti vegur landsins sem tengir saman tvo þéttbýlisstaði. Bærinn Sisimiut er sá næstfjölmennasti á Grænlandi, með um 5.600 íbúa, og í Kangerlussuaq, sem áður hét Syðri-Straumfjörður, er aðalflugvöllur landsins en þar búa um 500 manns. Það var síðla árs 2019 sem grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu til verksins en þá fjallaði Stöð 2 um vegagerðina: Raunar er nær að tala um vegslóða fremur en venjulegan bílveg. Vegna takmarkaðra fjármuna var ákveðið að leggja slóða í ætt við íslenska hálendisvegi sem fyrst og fremst yrði ætlaður fjórhjólum en einnig breyttum jeppum. Grænlendingar hófu samstarf við íslenskt fyrirtæki um að smíða rútujeppa fyrir veginn en sagt var frá jeppanum í frétt Stöðvar 2 í fyrravor: Upphaflega var gert ráð fyrir að fyrstu tuttugu kílómetrar vegarins yrðu góður malarvegur sem venjulegar rútur og bílar gætu ekið. En sveitarfélagið segir að mikil úrkoma og sífreri hafi reynst erfið og því hafi verið ákveðið að leggja þennan fyrsta kafla einnig sem torfæruslóð en vegurinn liggur allur norðan heimskautsbaugs. Bæjarstjórinn segir veginn þræða hrífandi náttúru og nú þegar hafi skapast tækifæri til að nýta hann í þágu ferðaþjónustu og útivistar. Markmiðið sé að í framtíðinni verði hann byggður upp sem hefðbundinn bílvegur.
Grænland Vegagerð Samgöngur Norðurslóðir Tengdar fréttir Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24 Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47 Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Rútujeppi úr áli vísir að íslenskri bílaframleiðslu Íslenskt fyrirtæki hefur samið við Grænlendinga um að sérsmíða umhverfisvæna bíla til að nota á fyrsta þjóðvegi Grænlands. Þetta yrði fyrsti raðsmíðaði íslenski bíllinn og byggður á áratuga reynslu Íslendinga af jeppaferðamennsku á hálendinu. 14. maí 2020 22:24
Fyrsti þjóðvegur Grænlands byrjar sem mjór fjórhjólaslóði Fyrsti áfangi í lagningu fyrsta þjóðvegar Grænlands, sem kallaður verður Arctic Circle Road, hefur verið boðinn út. Vegna fjárskort er fyrsti áfangi þó aðeins hugsaður sem mjór fjórhjólaslóði. 11. maí 2020 16:47
Grænlenska þingið samþykkti fjárveitingu í fyrsta þjóðveginn Grænlenska þingið hefur í fyrsta sinn samþykkt fjárveitingu til þjóðvegagerðar í þessu næsta nágrannalandi Íslands. 26. nóvember 2019 22:31