Erlent

Mælirinn fullur hjá drottningu: Vill höfða meið­yrða­mál gegn Harry og Meg­han

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Drottningin hefur fengið nóg af Harry og Meghan.
Drottningin hefur fengið nóg af Harry og Meghan. Getty/Sean Gallup

Elísa­bet Eng­lands­drottning hefur skipað starfs­mönnum hallarinnar að hefja undir­búning á mála­ferlum við her­toga­hjónin af Sus­sex, þau Harry Breta­prins og Meg­han Mark­le. Hún hefur fengið nóg af um­mælum þeirra um sig og konungs­fjöl­skylduna í við­tölum við fjöl­miðla vestan­hafs þar sem hjónin búa nú.

Frá þessu greinir miðillinn The Sun og vísar þar í heimildar­mann sinn, sem er sagður háttsettur innan hallarinnar. Drottningin vill að höllin höfði meið­yrða­mál gegn Harry og Meg­han.

„Stemmningin sem maður fær frá þeim hæst settu í fjöl­skyldunni er að nú sé mælirinn fullur,“ hefur The Sun eftir heimildar­manninum.

„Það eru tak­mörk fyrir því hve mikið drottningin lætur yfir sig ganga.“

Lögmenn konungsfjölskyldunnar hafi gert hertogahjónunum ljóst að frekari árásir á fjölskylduna verði ekki liðnar.

Hertogahjónin af Sussex, Harry og Meghan, eignuðust sitt annað barn í sumar. Það var stúlka sem var skírð í höfuðið á langömmu sinni, drottningunni.epa/FACUNDO ARRIZABALAGA

Kornið sem fyllti mæli drottningar er ef­laust til­kynning Harrys um að hann væri nú að skrifa endur­minningar sínar þar sem allt yrði látið flakka. Hún á að koma út á næsta ári.

Konungs­fjöl­skyldan hefur sent út­gefandanum við­vörun um að hún muni fara í mála­ferli við hann ef bókin kemur út.


Tengdar fréttir

Sakar Markle og Harry um „lygar á alheimsskala“

Piers Morgan heldur fast í þær fullyrðingar sínar að Meghan Markle og Harry Bretaprins hafi logið í viðtali við Opruh Winfrey á dögunum og segist njóta stuðnings verulegs meirihluta bresku þjóðarinnar.

Álit Breta á Meg­han og Harry aldrei verið verra

Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×