Hraun rennur aftur í Nátthaga en langt í Suðurstrandarveg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 21. ágúst 2021 19:14 Það er góður kraftur í gosinu þessa stundina. Göngumaður náði þessari mynd þegar hraunið var byrjað að leka niður brekkuna í Nátthaga. aðsend Hraun er nú farið að renna niður í Nátthaga úr eldstöðinni við Fagradalsfjall á ný. Þetta er í fyrsta skipti sem sjáanlegt rennsli er niður í dalinn síðan í lok júní. Hraunið á að renna yfir Suðurstrandarveg fljótlega eftir að Nátthaginn fyllist af hrauni en að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands eru margar vikur eða mánuðir í að það gerist, miðað við kraftinn í gosinu núna. Hraunið fór aftur að renna niður í Nátthaga um klukkan 18 í dag en að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands hefur þessi þróun legið í loftinu síðustu daga þar sem hraunárnar hafa verið að leita meira til suðurs. Nær allt hraun sem hefur runnið síðustu tvo mánuði hefur farið austur í Meradali. Hægt að komast í návígi við glóandi hraun „Þetta rennur svoldið svona á víxl alltaf. Þetta er náttúrulega langur tími á milli kannski. Hraunið finnur sér alltaf nýjar leiðir til að renna,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við Vísi. Nú þegar hraunið er aftur farið að renna í Nátthaga er hægt að komast í návígi við glóandi hraun á ný án mikillar fyrirhafnar. Einn þeirra sem fór að gossvæðinu í dag sendi Vísi þær myndir sem fylgja fréttinni. Þegar hraun er aftur farið að renna niður í Nátthaga er orðið mun auðveldara að ganga að glóandi hrauni.aðsend Fyllist ekki á næstu dögum eða vikum Hraunið er því aftur farið að renna í átt að Suðurstrandarvegi en til að hraun nái að honum verður Nátthaginn að fyllast fyrst. Er Nátthaginn nálægt því að fyllast? „Nei, það gerist ekki á næstu klukkutímum, dögum eða vikum,“ segir Böðvar. „Það tekur bara sinn tíma.“ Þannig það er enn langt í þetta? „Það er svona spurning hvað er skilgreint sem langt. Það er kannski stutt á jarðsögulegum tíma… en þetta verður ekkert núna alveg á næstunni.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Hraunið fór aftur að renna niður í Nátthaga um klukkan 18 í dag en að sögn Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands hefur þessi þróun legið í loftinu síðustu daga þar sem hraunárnar hafa verið að leita meira til suðurs. Nær allt hraun sem hefur runnið síðustu tvo mánuði hefur farið austur í Meradali. Hægt að komast í návígi við glóandi hraun „Þetta rennur svoldið svona á víxl alltaf. Þetta er náttúrulega langur tími á milli kannski. Hraunið finnur sér alltaf nýjar leiðir til að renna,“ segir Böðvar Sveinsson náttúruvársérfræðingur í samtali við Vísi. Nú þegar hraunið er aftur farið að renna í Nátthaga er hægt að komast í návígi við glóandi hraun á ný án mikillar fyrirhafnar. Einn þeirra sem fór að gossvæðinu í dag sendi Vísi þær myndir sem fylgja fréttinni. Þegar hraun er aftur farið að renna niður í Nátthaga er orðið mun auðveldara að ganga að glóandi hrauni.aðsend Fyllist ekki á næstu dögum eða vikum Hraunið er því aftur farið að renna í átt að Suðurstrandarvegi en til að hraun nái að honum verður Nátthaginn að fyllast fyrst. Er Nátthaginn nálægt því að fyllast? „Nei, það gerist ekki á næstu klukkutímum, dögum eða vikum,“ segir Böðvar. „Það tekur bara sinn tíma.“ Þannig það er enn langt í þetta? „Það er svona spurning hvað er skilgreint sem langt. Það er kannski stutt á jarðsögulegum tíma… en þetta verður ekkert núna alveg á næstunni.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00 Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03 Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Sjá meira
Vonar að eldgosinu í Geldingadölum fari að ljúka Lögreglan á Suðurnesjum hefur áhyggjur af langvarandi álagi á viðbragðsaðila vegna eldgossins í Geldingadölum sem staðið hefur í um fimm mánuði. Ekki eru áhyggjurnar minni af ferðalöngum sem hætta sér út á nýstorknað yfirborð hraunsins. 13. ágúst 2021 07:00
Mikill reynslutími fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla Fimm mánuðir eru í dag liðnir frá því að eldgosið við Fagradalsfjall á Reykjanesi hófst. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir þessa mánuði hafa verið mikinn reynslutíma fyrir jarðvísindamenn og þjóðina alla. 19. ágúst 2021 13:03
Allt gengið vel þrátt fyrir fimm mánaða eldgos í bakgarðinum Eftir fimm mánaða eldgos í útjaðri Grindavíkur segir formaður bæjarráðs það standa upp úr hvað allt hafi gengið vel, þrátt fyrir miklar hættur og gríðarlegt álag. Jarðvísindamaður segir það einkenna gosið hvað það sé stöðugt og máttlítið. 19. ágúst 2021 22:42