Eigum við öll rétt til mennsku? Heiða Ingimarsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 19:01 Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Viðreisn Reykjavíkurkjördæmi suður Afganistan Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Mig setur hljóðan þessa dagana. Ég er einfaldlega þannig gerð að ég sé fólk sem manneskjur. Þess vegna verð ég svo leið þegar ég les umræðu sem snýst um „okkur“ og „þau“. Umræðu sem felur í sér gagnrýni á menningu, trúarbrögð og siði annarra, því þau búa handan landamæranna. Ég verð líka alveg ofboðslega leið þegar fólk stígur fram fullum fetum og er tilbúið að verðleggja líf annarra. Ég þekki fólk frá öllum heimsálfum þessarar blessuðu jarðar. Ég er svo heppin að hafa fengið að skyggnast inn í þeirra menningu. Ég er þakklát og heppin að hafa fæðst í Keflavík Ég er þakklát. Ég er þakklát því árið 1984 fæddist ég á Íslandi. Ég mætti alsnakin, hágrenjandi og nauðasköllótt á fæðingardeildina á heilsugæslu Keflavíkur. Ég bað ekkert um að fæðast þar. Ég fékk ekki að velja kyn mitt, að hvaða kyni ég heillaðist, hvernig ég væri á litinn eða hvaða trú væri prangað inn á mig. Þetta bara gerðist eins og það gerðist. Þarna var ég mætt. Ég hefði alveg eins getað fæðst í Afganistan. Jafn nakin, grenjað eins hátt og haft jafnlítið hár en strax átt minni möguleika á jörðinni sem við þó deilum. Þar hefði ég þurft að búa við það að mega gera ráð fyrir að vera neydd í hjónaband fyrir aldur fram með einstakling sem er líklegur til að beita mig og jafnvel fjölskyldu mína ofbeldi. Ég hefði getað lifað við það að ofbeldi, ofsóknir, ótti og morð væru hluti af daglegu lífi mínu. Hvaða rétt á ég á því að lifa öruggu lífi, með þak yfir höfuð með þeim manni sem ég elska og valdi mér sem maka? Af hverju eru börnin mín í þeirri stöðu að geta valið sér sína leið í lífinu og geta notið þess að vera í núinu? Svarið er einfalt. Við fæddumst á Íslandi. Við vorum heppin. Við erum ekkert betri en fólk sem fæðist inn í neyð. Einstaklingar sem lifa við stríðsástand eru ekki þar því þeir óskuðu þess eða af því að þeir eiga það skilið. Þeir bara fæddust í röngu landi. Ímyndum okkur hryllinginn Ég á það til að gera hugaræfingu. Æfingu sem mér finnst erfið og sársaukafull því ég vil helst ekki leyfa huganum að fara þangað. Æfingin snýst um að sjá fyrir mér hið öfuga. Ég fæðist þar sem ríkir upplausn og hryðjuverk eru daglegt brauð. Að ég eigi það á hættu að barn mitt sé numið á brott frá mér til að giftast hrotta sem ég veit að mun ekki reynast því vel. Að dætur mínar eigi ekki möguleika á menntun og að sonur minn verði alinn upp af skæruliðum sem munu afmá allt manneskjulegt úr honum. Að maðurinn minn verði beittur hryllilegu ofbeldi og jafnvel myrtur ef við göngumst ekki við þessu. Fyrir framan mig og fyrir framan börnin okkar. Í þessum aðstæðum er ég viss um að ég myndi þrá hjálp frá öðrum. Bara einhverjum sem gæti aðstoðað. Komið mér og mínum í skjól. Hjálp frá einhverjum sem fékk það hlutskipti að fæðast við frið og allsnægtir og sér að í grunninn erum við öll manneskjur, misheppin með fæðingarstað. Verum manneskjuleg, hvert við annað Það væri eflaust sárt að heyra að ég fengi ekki séns því ég fæddist í landi þar sem eru önnur trúarbrögð eða af því að það væri ekki hægt að græða nægan pening á mér. Það væri grátlegt ef líf mitt og minna væri hunsað af því að ég væri ekki „við“ heldur „þau“. Hættum að skipta fólki upp. Verum bara fólk og verum manneskjuleg hvert við annað. Við búum í mismunandi löndum, eigum öll okkar merkilegu menningu, ólíku trúarbrögð og svo framvegis en erum samt sem áður bara manneskjur samansett úr sömu líffærum og eigum okkar drauma, þrár og ástvini. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa öðru fólki í neyð! Ríkisstjórnin VERÐUR að bregðast við og taka á móti fólki sem sætir ofsóknum frá Afganistan! Við megum ekki líta undan eða standa hjá þegar verið er að ráðast á aðrar manneskjur. Höfundur skipar 5. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun