Allt of fáir að leita sér hjálpar vegna þunglyndis Fanney Björk Guðmundsdóttir skrifar 21. ágúst 2021 08:00 Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Heilbrigðismál Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Að vakna á morgnanna, klæða sig í föt og halda af stað til vinnu eða skóla er eitthvað sem flestir gera án þess að hugsa frekar út í. Einungis partur af rútínunni sem gerir lífið að því sem það er. En margir þarna úti, fleiri en gert er grein fyrir, eiga alls ekki auðvelt með að fylgja þessari rútínu. Að þurfa að mæta í vinnunna, jafnvel að standa upp úr rúminu, er mörgum um megn. Einstaklingar mæta til vinnu, með bros á vör og heilsa vinnufélögum, en það sem enginn veit er að þetta bros er gríma, gríma sem sett er upp til að fela djöfla sálarinnar og dökku skýin sem fljóta yfir þeim allan daginn. Þunglyndi er alvarlegur sjúkdómur sem getur haft gríðarleg áhrif á hversdagslegt líf fólks. Einstaklingar geta misst áhuga á hlutum sem þeim þóttu skemmtilegir, hætt að hitta fólkið sem þeim þykir vænt um og lokað sig af frá umheiminum. En eins og við erum mörg þá geta einkennin verið margvísleg og því erfitt að sjá hvort einstaklingur þjáist af þunglyndi eða ekki. Þeir sem þjást af þunglyndi eiga oft erfitt með að tala um það við þá sem eru þeim hvað nánastir. Margir telja sig líklega geta gengið í gegnum þetta sjálfir og vilja ekki íþyngja öðrum með ,,smávægilegum’’ vandamálum. Margir skammast sín fyrir að finna fyrir vanlíðan og hugsa ,,það eru svo margir þarna úti sem hafa það verr en ég.’’ Því einstaklingur getur haft allt sem hægt er að hugsa sér. Góða fjölskyldu og vini, líkamlega heilsu, vinnu og möguleika á að mennta sig, en andlega heilsan getur þrátt fyrir það verið í molum. Oft á tíðum án þess að hafa hugmynd um af hverju, þá líður fólki illa. Ef ekkert er gert í því getur ástandið versnað og líðan fólks orðið verri. Í stað þess að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi eru því miður of margir sem fara aðrar leiðir til að bæla niður sársaukann, þar á meðal að stunda sjálfsskaða. Sársaukinn sem hvílir á sálinni er orðinn það mikill að fólk skaðar sjálft sig fyrir 30 sekúndna létti á sálina. Aðrir leiðast oft út í áfengisdrykkju og notkun vímuefna. Rétt eins og krabbamein og aðrir líkamlegir sjúkdómar geta drepið einstakling, þá getur þunglyndi gert það líka. Hvort sem það er af völdum þeirra leiða sem fólk fer til að bæla sársaukann niður, eða að sársaukinn var orðinn það mikill að einstaklingur sá enga aðra leið en að yfirgefa þetta líf. Síðastliðin ár hefur umræðan um mikilvægi andlegrar heilsu sem betur fer aukist til muna. Auðvelt er að fá þá hjálp sem þörf er á, hvort sem um lyf er að ræða eða faglega hjálp hjá sálfræðingi. Af hverju eru þá ennþá svo margir sem sleppa því? Er það skömm, eða er það eitthvað allt annað? Ungt fólk sem glímir við þunglyndi er margt í skóla og örlítilli vinnu með til að fá inn smá laun. Eldra fólk á margt fjölskyldur og er að reka heimili og því fer sá hluti launanna sem eftir er, eftir alla reikninga sem hafa verið greiddir, í það að lifa. Kaupa inn mat á heimilið, bensín á bílinn og fleira. Því er ekki forgangsatriði að finna sér sálfræðing sem kostar 18.000 krónur á klukkutímann. Örfáir einstaklingar hafa tök á því að mæta í vikulega tíma, klukkutíma í senn og borga þar af leiðandi auka 72.000 krónur á mánuði. Er ekki kominn tími á að taka í gildi niðurgreiðsu sálfræði- og geðhjálpar? Hvert líf skiptir máli, og það myndi bjarga lífum ef allir gætu fengið þá hjálp sem þeir þurfa. Ég skora því á stjórnvöld að bíða ekki lengur og taka þetta í gildi strax. Bæði til að bjarga lífum og auka vellíðan fólks í þjóðfélaginu.
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun