Fordæmalaus rigning efst á Grænlandsjökli Kjartan Kjartansson skrifar 20. ágúst 2021 15:44 Enginn búnaður er til að mæla rigningu á Tindstöðinni á toppi Grænlandsjökuls þar sem engar heimildir eru fyrir regni þar. Vísir/Getty Rigning féll á hæsta punkti Grænlandsjökuls í nokkrar klukkustundir um síðustu helgi en það eru fyrstu heimildirnar um regn þar. Úrkoman fylgdi hlýindum og mikilli bráðnun á jöklinum. Vísindamenn í Tindstöðinni nærri efsta punkti Grænlandsjökuls vöknuðu við regndropa á laugardagsmorgun. Washington Post segir að það komi fyrir að það rigni á jöklinum en engar frásagnir eru af rigningu við hæsta punktinn sem er í meira en 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ekki var hægt að mæla hversu mikið regn féll þar sem engir úrkomumælar eru í stöðinni enda er ekki gert ráð fyrir rigningu þar. Hitinn við tindinn var yfir frostmarki í um níu klukkustundir samkvæmt Snjó- og ísmiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC). Það er í þriðja skiptið á innan við áratug sem hitinn fer upp fyrir frostmark þar. Á sumum svæðum var allt að átján gráðum hlýrra en vanalega á þessum tíma árs. Hlýindunum fylgdi mikil bráðnun á jöklinum á um 827.000 ferkílómetra svæði þegar mest lét laugardaginn 14. ágúst. Þetta var annar bráðnunaratburðurinn af þessari stærðargráðu í sumar. Þetta er aðeins annað árið þar sem verða tveir bráðnunaratburðir en það gerðist síðast árið 2012. Grænlandsjökull hefur rýrnað mjög vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Massatap hans hefur sexfaldast á undanförnum þrjátíu árum samkvæmt nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í síðustu viku. Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Vísindamenn í Tindstöðinni nærri efsta punkti Grænlandsjökuls vöknuðu við regndropa á laugardagsmorgun. Washington Post segir að það komi fyrir að það rigni á jöklinum en engar frásagnir eru af rigningu við hæsta punktinn sem er í meira en 3.200 metra hæð yfir sjávarmáli. Ekki var hægt að mæla hversu mikið regn féll þar sem engir úrkomumælar eru í stöðinni enda er ekki gert ráð fyrir rigningu þar. Hitinn við tindinn var yfir frostmarki í um níu klukkustundir samkvæmt Snjó- og ísmiðstöð Bandaríkjanna (NSIDC). Það er í þriðja skiptið á innan við áratug sem hitinn fer upp fyrir frostmark þar. Á sumum svæðum var allt að átján gráðum hlýrra en vanalega á þessum tíma árs. Hlýindunum fylgdi mikil bráðnun á jöklinum á um 827.000 ferkílómetra svæði þegar mest lét laugardaginn 14. ágúst. Þetta var annar bráðnunaratburðurinn af þessari stærðargráðu í sumar. Þetta er aðeins annað árið þar sem verða tveir bráðnunaratburðir en það gerðist síðast árið 2012. Grænlandsjökull hefur rýrnað mjög vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna. Massatap hans hefur sexfaldast á undanförnum þrjátíu árum samkvæmt nýrri skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kom út í síðustu viku.
Grænland Loftslagsmál Tengdar fréttir Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55 Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01 Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolin bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Sjá meira
Júlí hlýjasti mánuður á jörðinni frá upphafi mælinga Meðalhiti jarðar í júlí var sá hæsti sem mælst hefur á jörðinni frá upphafi veðurathugana fyrir hátt í einni og hálfri öld. Norðurhvelið var meira en 1,5°C hlýrra en meðaltal 20. aldarinnar. 13. ágúst 2021 15:55
Meiri vissa um alvarlegar afleiðingar loftslagsbreytinga en lausnir mögulegar Framfarir í vísindum undanfarin ár hafa skotið enn fastari stoðum undir spár um hnattræna hlýnun og afleiðingar hennar. Meiri vissa er nú fyrir því en áður að aftakaatburðir verði tíðari og afdrifaríkari samkvæmt nýrri tímamótaskýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna. 9. ágúst 2021 08:01