Fótbolti

Tap hjá Tottenham í fyrsta leik Sambandsdeildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Tottenham hefur verk að vinna þegar að liðið fær Pacos de Ferreira í heimsókn eftir viku.
Tottenham hefur verk að vinna þegar að liðið fær Pacos de Ferreira í heimsókn eftir viku. Jose Manuel Alvarez/Quality Sport Images/Getty Images

Enska knattspyrnuliðið Tottenham Hotspur heimsótti Pacos de Ferreira frá Portúgal í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Heimamenn höfðu betur 1-0, og Lundúnaliðið hefur því verk að vinna í seinni leik liðanna að viku liðinni.

Skjótt skipast veður í lofti hjá Tottenham, en liðið vann 1-0 sigur gegn Englandsmeisturum Manchester City í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni seinasta sunnudag. Þeir mættu þó með gjörbreytt lið frá þeim leik, en enginn af þeim sem byrjuðu leikinn í kvöld spiluðu gegn City á sunnudaginn.

Það var Lucas Silva sem skoraði eina mark leiksins fyrir portúgalska liðið. Það kom eftir stoðsendingu frá Nuno Santos á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Tottenham var mun meira með boltann og stjórnaði leiknum að mestu, en áttu þó ekki eitt einasta skot á markið.

Það má búast við því að Lundúnaliðið mæti með sterkara lið til leiks þegar að seinni leikur liðanna fer fram að viku liðinni á Tottenham Hotspur leikvangnum, en sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar er í húfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×