Tomislav Kis kom heimamönnum yfir eftir aðeins sjö mínútna leik og sá þannig til þess að staðan var 1-0 þegar frlautað var til hálfleiks.
Noðrmennirnir byrjuðu seinni hálfleikinn af miklum krafti, og á 49. mínútu var Ulrik Saltnes búinn að jafna metin fyrir Norðmennina.
Aðeins fimm mínútum síðar skoraði Saltnes annað mark sitt, og annað mark Bodø/Glimt. Staðan var því orðin 2-1 þegar rúmlega hálftími var til leiksloka.
Það stefndi allt í að Alfosn og félagar færu með eins marks forystu í seinni leik liðanna sem fram fer eftir viku, en Eldhaji Pape Diaw jafnaði metin fyrir Zalgaris þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma.
Lokatölur 2-2, og það er því allt undir í seinni leik liðanna.