Hætta á að ungt fólk hætti að taka þátt í lýðræðislegri umræðu á netinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. ágúst 2021 12:26 Hætta er talin á að ungt fólk hætti að taka þátt í opinberum umræðum á netinu vegna áreitis sem það verður fyrir. Getty Ungt fólk er mun líklegra en eldri kynslóðir til að verða fyrir neteinelti, hatursorðræðu og háðung í athugasemdakerfum. Áhyggjur eru uppi um að raddir ungs fólks hverfi úr lýðræðislegri umræðu á netinu. Samkvæmt niðurstöðu könnunar Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd er yngra fólk mun líklegra en eldra til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti í umræðum eða athugasemdakerfum. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir það mikið áhyggjuefni. „Við erum á leiðinni núna inn í kosningar og þegar við sjáum það að við erum með mikið af haturstali og neteinelti og við sjáum það að það hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu,“ segir Skúli. Þetta leiði til að fólk dragi sig til hlés í opinberri umræðu á netinu, tjái sig frekar um skoðanir sínar í lokuðum hópum eða hætti alfarið að tjá sig. „Það verður til þess að einhverjir hópar eiga ekki lengur rödd í lýðræðislegri umræðu a netinu og það er ofboðslega vont þegar okkur vantar inn ákveðna hópa.“ Hann segir eldra fólk ekki virðast lenda eins illa í hatursorðræðu og það yngra. „Elsti aldurshópurinn til dæmis í könnuninni, 60 ára og eldri, var ólíklegastur til að upplifa neteinelti, hatursfull ummæli eða háðung í umræðukerfum á meðan 15 til 17 ára var lang líklegastur,“ segir Skúli. Bregðast þurfi við þessu með fræðslu. „Mögulega er það af því að við höfum ekki verið að grípa í taumana, við höfum ekki verið með verkefni á sviði miðlalæsis, við höfum ekki verið að gera rannsóknir þannig að við höfum engan samanburð frá fyrri árum. Þannig að núna þurfum við í raun að fara að slökkva elda af því að við höfum ekki verið að gera neitt í þessum málum. Það vantar klárlega meiri fræðslu.“ Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu könnunar Maskínu fyrir fjölmiðlanefnd er yngra fólk mun líklegra en eldra til að segjast hafa upplifað hatursfull ummæli, einelti eða áreiti í umræðum eða athugasemdakerfum. Skúli Bragi Geirdal, verkefnastjóri miðlalæsis hjá fjölmiðlanefnd, segir það mikið áhyggjuefni. „Við erum á leiðinni núna inn í kosningar og þegar við sjáum það að við erum með mikið af haturstali og neteinelti og við sjáum það að það hefur áhrif á þátttöku fólks í umræðum á netinu,“ segir Skúli. Þetta leiði til að fólk dragi sig til hlés í opinberri umræðu á netinu, tjái sig frekar um skoðanir sínar í lokuðum hópum eða hætti alfarið að tjá sig. „Það verður til þess að einhverjir hópar eiga ekki lengur rödd í lýðræðislegri umræðu a netinu og það er ofboðslega vont þegar okkur vantar inn ákveðna hópa.“ Hann segir eldra fólk ekki virðast lenda eins illa í hatursorðræðu og það yngra. „Elsti aldurshópurinn til dæmis í könnuninni, 60 ára og eldri, var ólíklegastur til að upplifa neteinelti, hatursfull ummæli eða háðung í umræðukerfum á meðan 15 til 17 ára var lang líklegastur,“ segir Skúli. Bregðast þurfi við þessu með fræðslu. „Mögulega er það af því að við höfum ekki verið að grípa í taumana, við höfum ekki verið með verkefni á sviði miðlalæsis, við höfum ekki verið að gera rannsóknir þannig að við höfum engan samanburð frá fyrri árum. Þannig að núna þurfum við í raun að fara að slökkva elda af því að við höfum ekki verið að gera neitt í þessum málum. Það vantar klárlega meiri fræðslu.“
Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Sjá meira