Innlent

Reyndi að ræna verslun vopnaður hamri en fór heim tómhentur

Árni Sæberg skrifar
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt.
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum útköllum í gærkvöldi og í nótt. Vísir/Vilhelm

Tilkynnt var um rán úr verslun í Hafnarfirði klukkan 03:40 í nótt. 

Í dagbók lögreglu segir að ræninginn hafi komið inn í verslunina vopnaður hamri og hafi heimtað peninga úr sjóðsvél. Ekki hafi gengið betur en svo að hann fór á brott tómhentur. Málið er í rannsókn.

Þá var tilkynnt um eignaspjöll í Hafnarfirði upp úr klukkan átta í gærkvöldi. Þar höfðu ungmenni tosað í spotta og blásið upp björgunarbát á skipi. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og barnaverndarnefndar.

Þá varð slys þegar mótorhjólamaður datt af hjóli sínu. Kallaðir voru út viðbragðsaðilar en að sögn lögreglu ætlaði sá slasaði að koma sér sjálfur á sjúkrahús.

Upp úr klukkan ellefu var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Breiðholti grunaður um þjófnað og hilmingu. Hann gistir nú fangageymslur.

Nokkuð var um að ökumenn væru stoppaðir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×