Safnaði 1,5 milljón áður en hún lét raka hárið af fyrir Kraft Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 20:01 Agla var snoðuð í dag en hún hefur safnað einni og hálfri milljón króna til stuðnings Krafts. Vísir/Sigurjón Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir rakaði í dag af sér hárið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti en hún hefur safnað einni og hálfri milljón. Kraftur stendur Öglu mjög nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050. Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira
Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050.
Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Lífið Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið Lífið Pamela Bach-Hasselhof látin Lífið Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Lífið Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Lífið Svona losnar þú við baugana Lífið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Lífið Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Lífið Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Lífið samstarf Segir gott að elska Ara Lífið Fleiri fréttir Svona losnar þú við baugana Pamela Bach-Hasselhof látin Svona er umhorfs hjá Höllu á Bessastöðum Fimm heillandi heimili í höfuðborginni Háleit markmið Katrínar: Sparar í mat og greiðir 10 milljónir inn á húsnæðislánið „Fyrir mér snýst þetta ekki bara um að sækjast eftir kórónu“ Sex ára þegar hann var fyrst frelsissviptur Eldheitt hjá Þorvaldi Þórðar, Magneu og Jónsa í Hörpu Ungir Framsóknarmenn safna fyrir neyðarsjóð Ragnars Þórs Segir gott að elska Ara Ómótstæðilegir pistasíumolar undir áhrifum frá Dúbaí Skuggavaldið: Popúlískir samsærisórar nú stjórnarhættir stórveldis Kisurnar fögnuðu afmælinu með stæl Krakkarnir sjúkir í silfurlitað á öskudaginn Svona varð fimm hundruð milljóna Volcano Express til „Litagleðin er að springa út“ Rikki G skilar lyklunum að FM957 „Ég hef gert mig þannig tilbúna fyrir þetta að ég eigi titilinn skilið“ „Nei, við mælum þetta krabbamein í mánuðum“ Hvað er eðlilegt að stunda kynlíf oft í mánuði? Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Sjá meira