Safnaði 1,5 milljón áður en hún lét raka hárið af fyrir Kraft Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2021 20:01 Agla var snoðuð í dag en hún hefur safnað einni og hálfri milljón króna til stuðnings Krafts. Vísir/Sigurjón Hin tólf ára gamla Agla Björk Kristjánsdóttir rakaði í dag af sér hárið til styrktar stuðningsfélaginu Krafti en hún hefur safnað einni og hálfri milljón. Kraftur stendur Öglu mjög nærri en hún missti föður sinn úr krabbameini fyrir fjórum árum. Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050. Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Agla setti söfnunina af stað fyrir tæpri viku síðan og var markmiðið að ná að safna hálfri milljón króna. Nú hefur hún náð markmiðinu og vel betur en það. „Þegar ég fæddist var pabbi búinn að vera með krabbamein í tvö ár og var að klára lyfjameðferð. Hann barðist við krabbamein í ellefu ár og meðan á hans veikindum stóð þá gaf Kraftur okkur rosa mikið og mig langaði bara að gefa til baka með því að halda söfnun fyrir Kraft,“ segir Agla Björk. Kristín Þórsdóttir móðir Öglu Bjargar segist mjög stolt afl þessu framtaki dóttur sinnar. Kristín mamma hennar Öglu segist mjög stolt af stúlkunni sinni.Vísir/Sigurjón Hvernig er þetta búið að vera? „Heyrðu, þetta er bara búið að vera algert ævintýri. Hún er að sýna svo mikið hugrekki og staðfestu, hún er svo ákveðin þegar hún ætlar sér eitthvað og þetta svo sannarlega sýnir það,“ segir Kristín. Agla var snoðuð í beinni útsendingu á Instagram-síðu Krafts og kveðjurnar og hrósin hrönnuðust inn. Og eftir dágóða stund var hárið allt fokið, en það náði Öglu alla leið niður á rass áður en klippingin hófst. Jæja Agla, síðasti lokkurinn, hvernig er? „Bara geggjað… já,“ segir Agla. Kristín er lærður hárgreiðslumeistari og hjálpaði til við að klippa hárið af Öglu.Vísir/Sigurjón Er ekkert skrítið að sé verið að klippa af þér hárið í beinni? „Jú, mjög skrítið.“ Enn er hægt að styrkja Öglu og Kraft og hvetur hún fólk til að leggja hendur á plóg. „Gáum hvort við náum þessu ekki upp í tvær milljónir.“ Hægt er að leggja söfnuninni lið með því að leggja inn reikningsnúmer 0545-14-004255 og kennitala er 221008-4050.
Góðverk Krakkar Félagasamtök Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira