Blikakonur skutu færeysku meistarana á bólakaf Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 10:53 Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk í leiknum í dag. Vísir/Hulda Margrét Íslandsmeistarar Breiðabliks eru komnar einu skrefi nær annarri umferð Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 7-0 stórsigur í dag á færeysku meisturunum í KÍ frá Klaksvík í undanúrslitum riðils Blika sem fer fram í Litháen. Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur. Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Blikakonur voru í stórsókn allan leikinn og fengu fjölda færa til að skora miklu fleiri mörk. Agla María Albertsdóttir, Karitas Tómasdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu allar tvö mörk fyrir Breiðabliksliðið og Tiffany McCarty var með eitt mark. Blikar mæta síðan sigurvegaranum úr leik FC Gintra frá Litháen og FC Flora Tallinn frá Eistlandi í úrslitaleik riðilsins. Blikar voru í stórsókn frá fyrstu mínútu leiksins og strax í upphafi leiks voru þær færeysku farnar að kasta sér fyrir skot Blikanna. Það var því ljóst fljótlega í hvað stefndi. Fyrsta markið kom hins vegar ekki fyrr en á 28. mínútu leiksins. Eftir enn eina þunga sókn Blika þá barst boltinn út fyrir teiginn á Selmu Sól Magnúsdóttur. Selma Sól lagði boltann fyrir sig og skoraði með laglegu skoti. Karitas Tómasdóttir skoraði annað markið fimm mínútum síðar með skalla eftir fyrirgjöf fyrirliðans Ástu Eir Árnadóttur. Staðan var orðin 3-0 á 35. mínútu þegar Karitas skallaði fyrirgjöf Ástu Eir fyrir Tiffany McCarty í markteignum og McCarty átti ekki í miklum vandræðum með að skora. Agla María Albertsdóttir skoraði fjórða markið rétt fyrir hálfleik eftir að hafa verið skömmu áður ótrúlega nálægt því að skora úr dauðafæri úr markteignum. Þarna lagði hún aftur á móti boltann fyrir sig í teignum eftir sendingu frá Karistas og skoraði með góðu skoti. Þetta var samt ekki búið í fyrri hálfleik því Karitas fékk boltann í uppbótatímanum eftir fyrirgjöf frá Taylor Ziemer og skoraði í tómt markið úr markteignum. Karitas var því með tvö mörk og tvær stoðsendingar í fyrri hálfleiknum. Agla María fiskaði sjálf vítaspyrnu á 57. mínútu og skoraði sjálf úr henni af miklu öryggi.Það leit fyrir það að ætla að vera eina mark Blika í seinni hálfleiknum þrátt fyrir margar lofandi sóknir og mörg góð færi. Selma Sól, sem opnaði markareikninginn með þrumuskoti í fyrri hálfleik, lokaði honum líka með frábæru langskoti í uppbótatíma og innsiglaði með því sjö marka sigur.
Meistaradeild Evrópu Breiðablik Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport „Sé þá ekki vinna í ár“ Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira