Koma mörgum á óvart með því hvaða leikmaður fær tíuna hjá Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 08:30 Philippe Coutinho hefur ekki fundið sig hjá Barcelona en gæti mögulega notið sín betur án Messi. EPA-EFE/Andreu Dalmau Það lítur út fyrir að það sé komin ný tía í lið Barcelona því spænska félagið hefur ákveðið að leyfa leikmanni að spila í treyjunni sem Lionel Messi hafði spilað svo lengi í. Philippe Coutinho hefur verið orðaður við flest stórlið á Englandi í langan tíma en það lítur út fyrir að hann eigi að fá alvöru hlutverk hjá Ronald Koeman þjálfara. Í stað þess að fara frá félaginu þá fær hann mögulega eftirsóttustu treyjuna í liðinu. Huge news this morning. Barcelona have decided on a new number 10! Ronald Koeman is said to be counting on the player a lot this season... a divisive pick for sure https://t.co/xERmKYMO83 pic.twitter.com/yIRRXEvfUn— SPORTbible (@sportbible) August 18, 2021 Margir héldu eflaust að það myndi enginn spila í tíunni hjá Barcelona á þessu fyrsta tímabili án Messi og sumir gengu svo langt að leggja það til að treyjan færi upp í rjáfur og að enginn fengi að spila aftur í henni. Barcelona menn virðast hins vegar hafa verið fljótir að finna næstu tíu í liðinu. Mundo Deportivo slær því upp að Philippe Coutinho verði boðið að spila í treyju númer tíu. Blaðamaður Mundo Deportivo hefur þær heimildir að Koeman ætli að gefa Coutinho eitt tækifæri í viðbót með því að gefa honum stórt hlutverk í vetur. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins í morgun. 'Coutinho: last train' [md] pic.twitter.com/DcDOsxZfgN— barcacentre (@barcacentre) August 17, 2021 Coutinho hefur spilað bæði í treyjum númer fjórtán og sjö síðan að hann kom frá Liverpool fyrir risaupphæð í ársbyrjun 2018. Coutinho var aftur á móti í tíunni hjá bæði Liverpool og Bayern München. Tían er víst eina lausa númerið hjá Barcelona fyrir utan treyju númer 25 sem er ætluð fyrir markverði. Coutinho var í fjórtán á síðustu leiktíð en það númer fékk hinn ungi Rey Manaj á dögunum. Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 24 mörk. Hann vann þrennuna með Bayern þegar hann var lánaður þangað 2019-20 tímabilið. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira
Philippe Coutinho hefur verið orðaður við flest stórlið á Englandi í langan tíma en það lítur út fyrir að hann eigi að fá alvöru hlutverk hjá Ronald Koeman þjálfara. Í stað þess að fara frá félaginu þá fær hann mögulega eftirsóttustu treyjuna í liðinu. Huge news this morning. Barcelona have decided on a new number 10! Ronald Koeman is said to be counting on the player a lot this season... a divisive pick for sure https://t.co/xERmKYMO83 pic.twitter.com/yIRRXEvfUn— SPORTbible (@sportbible) August 18, 2021 Margir héldu eflaust að það myndi enginn spila í tíunni hjá Barcelona á þessu fyrsta tímabili án Messi og sumir gengu svo langt að leggja það til að treyjan færi upp í rjáfur og að enginn fengi að spila aftur í henni. Barcelona menn virðast hins vegar hafa verið fljótir að finna næstu tíu í liðinu. Mundo Deportivo slær því upp að Philippe Coutinho verði boðið að spila í treyju númer tíu. Blaðamaður Mundo Deportivo hefur þær heimildir að Koeman ætli að gefa Coutinho eitt tækifæri í viðbót með því að gefa honum stórt hlutverk í vetur. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu blaðsins í morgun. 'Coutinho: last train' [md] pic.twitter.com/DcDOsxZfgN— barcacentre (@barcacentre) August 17, 2021 Coutinho hefur spilað bæði í treyjum númer fjórtán og sjö síðan að hann kom frá Liverpool fyrir risaupphæð í ársbyrjun 2018. Coutinho var aftur á móti í tíunni hjá bæði Liverpool og Bayern München. Tían er víst eina lausa númerið hjá Barcelona fyrir utan treyju númer 25 sem er ætluð fyrir markverði. Coutinho var í fjórtán á síðustu leiktíð en það númer fékk hinn ungi Rey Manaj á dögunum. Coutinho hefur spilað 90 leiki fyrir Barcelona í öllum keppnum og skorað í þeim 24 mörk. Hann vann þrennuna með Bayern þegar hann var lánaður þangað 2019-20 tímabilið.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Fleiri fréttir Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Sjá meira