Manuel Locatelli sló í gegn með ítalska landsliðinu á Evrópumótinu í knattspyrnu í sumar þar sem Ítalir fóru með sigur af hólmi. Hann hefur verið orðaður við Juventus í nær allt sumar og nú hefur ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano staðfest að Locatelli sé á leið þangað.
Manuel Locatelli to Juventus, done deal confirmed and here-we-go! Total agreement completed with Sassuolo for 35m plus add ons. Contract until June 2026. #Juventus
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 17, 2021
Official announcement in the next few days. Done deal. pic.twitter.com/ge7nUgXGOc
Juventus borgar 35 milljónir evra ásamt árangurstengdum greiðslum fyrir þennan 23 ára gamla miðjumann sem hóf feril sinn hjá AC Milan.
Búast má við að Juventus tilkynni Locatelli sem leikmann sinn á næstu dögum.