Mönnun stóra vandamál Landspítalans Kjartan Kjartansson skrifar 17. ágúst 2021 09:11 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Vísir/Vilhelm Stóra vandamál Landspítalans er mönnun, að mati Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún segir þörf á að bæta kjör og auka framboð á menntun heilbrigðisstarfsfólks. Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um gríðarlegt álag á starfsfólki Landspítalans og heilbrigðiskerfisins í þessari síðustu bylgju kórónuveirufaraldursins sem nú geisar. Katrín sagði að faraldurinn hefði skapað ómanneskjulegt álag á heilbrigðiskerfið undanfarna mánuði í viðtali á Bylgjunni í morgun. Sagði hún óumdeilanlegt að ríkisstjórn sín hefði markvisst aukið framlög til heilbrigðiskerfisins á kjörtímabilinu, bæði til Landspítalans og heilsugæslunnar. Þá sé nú verið að byggja nýjan spítala. Mönnun sagði Katrín þó stærsta vanda spítalans en að það væri ekki séríslenskt vandamál. Öll Norðurlöndin glímdu við sama vanda. Til að ráða bót á því þurfi að bæta kjör heilbrigðisstarfsfólks. „Við höfum verið að gera það, bæði í gegnum launaþróun og styttingu vinnuviku, bæta starfsaðstæður því maður ímyndar sér að það sé auðvitað stórmál,“ sagði Katrín. Þá sagði hún að auka þyrfti framboð á menntun, til dæmis fyrir starfsfólk sem er sérhæft í gjörgæslu. Opinbera kerfið mætt afgangi árum saman Forsætisráðherra var spurður út í afstöðu sína til ólíkra rekstrarforma innan heilbrigðiskerfisins. Blanda af opinberum rekstri og einkarekstri sagðist hún telja ágætisfyrirkomulag. Katrín benti þó á að opinberi hlutinn hefði verið látinn mæta afgangi árum saman. Því hafi ríkisstjórn hennar lagt áherslu á að byggja upp heilsugæsluna og Landspítalann. „Þetta er auðvitað undirstaðan í heilbrigðiskerfinu. Þar með er ekki verið að segja að ríkið eigi að reka allt kerfið. Þetta eru undirstöðustofnanirnar, þær þurfa að virka,“ sagði Katrín sem lofaði Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, fyrir að reka skynsamlega stefnu í þessum efnum. Ef allir hugsa að aðrir þurfi að leysa málin þá gerist ekki neitt Ný og svört skýrsla milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) sem kvað fastar að orði um tengsl hnattrænnar hlýnunar af völdum manna við hamfaraatburði kom út í síðustu viku. Þá gæti metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins um að halda hlýnun jarðar innan 1,5°C brostið strax á næsta áratug, jafnvel þótt dregið yrði hratt úr losun. Katrín var spurð út í hvað Ísland eigi að gera í vandanum í ljósi frétta af því að Kínverjar, stærstu losendur heims á gróðurhúsalofttegundum, hyggi á mikla uppbyggingu kolaorkuvera á næstu árum. „Auðvitað leysum við ekki málin fyrir Kína sem mér finnst nú reyndar að sumir stjórnmálamenn á Íslandi tali fyrir,“ sagði Katrín og virtist vísa til orða Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins. Ísland geti ekki leyst það að Kínverjar nái því markmiði sem þeir þurfi að ná sem þjóð, sagði forsætisráðherra. „En við getum hins vegar náð okkar markmiðum. Við erum að gera mjög margt og höfum aldrei verið að gera meira til þess að ná árangri gegn loftslagsvánni,“ sagði Katrín. Það sem skýrsla IPCC sýndi væri að Íslendingar og þjóðir heims þyrftu að gera betur, bæði í markmiðum og aðgerðum. „Við eigum bara að halda ótrauð áfram og standa okkur. Ef allir hugsa bara að það er einhver annar sem þarf að gera þetta þá gerist ekki neitt,“ sagði Katrín.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingiskosningar 2021 Heilbrigðismál Landspítalinn Loftslagsmál Bítið Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira