Markadrottningin afgreiddi Valskonur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2021 13:55 Nicole Billa skoraði sigurmark TSG 1899 Hoffenheim í dag. Getty/Alexander Scheube Verðandi Íslandsmeistarar Vals töpuðu 1-0 á móti þýska liðinu Hoffenheim í fyrstu umferð Meistaradeildar Evrópu í dag en leikið var í Zürich í Sviss. Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Valsliðið var án síns markahæsta leikmanns og tók ekki mikla áhættu í sínum leik í dag. Hoffenheim var sterkara liðið og vann sanngjarnt. Markadrottning síðasta tímabils í Bundesligunni, Nicole Billa, skoraði eina mark leiksins snemma í seinni hálfleik. Eitt af fáum marktilraunum Valsliðsins var skot Dóru Maríu Lárusdóttur frá miðju úr upphafsspyrnu seinni hálfleiksins. Hoffenheim mætir annað hvort Zürich eða AC Milan í hreinum úrslitaleik um sæti í annarri umferð en Valskonur spila við tapliðið í hinum undanúrslitaleiknum um þriðja sætið í riðlinum. Valsmenn voru með Elínu Mettu Jensen og Mary Alice Vignola á bekknum en Elín hefur verið að glíma við meiðsli á kálfa. Það munaði um minna að tveir bestu leikmenn Vals voru ekki klárar í slaginn. Hoffenheim var betra liðið í fyrri hálfleiknum og skapaði sér hættulegasta færið. Gia Corley, sem kom til Hoffenheim frá Þýskalandsmeisturum Bayern München, gerði vel og var nálægt því að skora á fjórtándu mínútu en Sandra Sigurðardóttir varði vel frá henni. Ída Marín Hermannsdóttir átti hættulegasta færi Valskvenna í fyrri hálfleiknum en oft áttu þær að geta betur í nokkrum lofandi skyndisóknum þar sem vantaði ekki mikið meira en eina góða sendingu í viðbót. Valsliðið var aftur á móti lítið með boltann og fáa leikmenn framarlega á vellinum. Hoffenheim var áfram sterkari aðilinn í seinni hálfleiknum en hafði heppnina með sér þegar Nicole Billa kom liðinu 1-0 á 57. mínútu. Skot Jule Brand fór af varnarmanni og féll fyrir fætur Billa sem kom boltanum í markið framhjá Söndru. Billa var markahæsti leikmaður þýsku deildarinnar í fyrra og sýndi þarna að hún er með gott markanef. Hoffenheim var líka nærri því að skora annað markið á 76. mínútu þegar Chantal Hagel átti skalla í stöng á opnu Valsmarkinu og aftur var það Jule Brand sem bjó til hættu fyrir Valsvörnina. Hoffenheim bætti við marki í uppbótartíma sem var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. Hér fyrir neðan er hægt að horfa á leikinn en hann var í beinni á Vísi frá Letzigrund leikvanginum í Zürich. watch on YouTube
Meistaradeild Evrópu Valur Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira