Harmleikurinn í Afganistan og ábyrgð okkar Guttormur Þorsteinsson skrifar 16. ágúst 2021 12:01 Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. Vestrænir erindrekar eiga fótum fjör að launa og þyrlur á þaki Bandaríska sendiráðsins í Kabúl endurtaka leikinn frá Saígon þegar Suður-Víetnam féll árið 1975. Þeir Afganir sem störfuðu fyrir setuliðið sitja eftir í súpunni sem og þær konur og stúlkur sem hafa hlotið menntun sem Talibanar leggja ekki blessun sína yfir. Afgana bíður að öllum líkindum afturhaldssöm klerkastjórn og harðræði. Tveir áratugir af blóðugum átökum, hryðjuverkum og spillingu voru til einskis. Það hversu hratt þessi spilaborg hrundi þegar henni var ekki lengur haldið uppi með valdi sýnir þó að þessi sorglega niðurstaða var óumflýjanleg. Vígamenn Talibana eru á heimavelli en Bandaríski herinn hefur vitað það í áratug að stríðið er óvinnandi eins og kom fram í bókinni The Afghanistan Papers eftir Craig Whitlock, blaðamann á The Washington Post. Setuliðið var eins og fiskar á þurru landi, fast í stríði þar sem þau skildu ekki aðstæður og enginn sá leið til þess að vinna. Bandarísk stjórnvöld lugu til um árangur sinn, 40% af þróunaraðstoð var sóað í spillingu og hersetan truflaði ekki ræktun og sölu á eiturlyfjum að ráði. Þeim tókst greinilega líka að ljúga að sjálfum sér að ríkið sem þau byggðu upp myndi endast lengur en í viku. Skugginn sem árásarstríð Bush-stjórnarinnar eftir 11. september 2001 varpa ætlar að verða langur. Íhlutunarstefna Bandaríkjanna og bandamanna hefur enn og aftur beðið skipbrot og skilur ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu sem einungis vopnasalar og spilltir embættismenn græða á. Við megum þó ekki gleyma þætti okkar Íslendinga. Hinu aflóga hernaðarbandalagi Nató var fundinn tilgangur í því að styðja við hersetu Afganistan og sem meðlimir þess tóku íslensk stjórnvöld þátt. Íslendingar sáu lengi um flugumferðarstjórn á Kabúl flugvelli sem nú er kominn í hendur Talibana og íslenskt „friðargæslulið“ undir vopnum afrekaði það helst að gera sig að skotmarki sjálfsmorðsárásar sem varð tveimur að bana. Íslendingar hafa líka stutt við menntun og bætt réttindi kvenna í Afganistan í gegnum borgaralegt hjálparstarf en nú þegar lítur út fyrir að mikið af því starfi sé unnið fyrir gýg er nauðsynlegt að við öxlum ábyrgð og tökum á móti flóttamönnum frá Afganistan sem fyrst og styðjum þá til að komast í skjól. Vonandi verður þetta líka til þess að íslensk stjórnvöld styðji ekki framar við íhlutanir Bandaríkjanna og Nató. Það hefur aldrei verið réttlætanlegt en nú ætti það að vera augljóst hversu óhjákvæmilegt er að þær mistakist með tilheyrandi eyðileggingu og óstöðugleika. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guttormur Þorsteinsson Hernaður Afganistan NATO Utanríkismál Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir tuttugu ára hersetu Bandaríkjanna og Nató er Afganistan aftur komið undir stjórn Talibana. Stjórnarherinn sem naut þjálfunar og hergagna frá Bandaríkjunum var þrjá daga að tapa stríðinu og forsetinn hefur flúið land. Vestrænir erindrekar eiga fótum fjör að launa og þyrlur á þaki Bandaríska sendiráðsins í Kabúl endurtaka leikinn frá Saígon þegar Suður-Víetnam féll árið 1975. Þeir Afganir sem störfuðu fyrir setuliðið sitja eftir í súpunni sem og þær konur og stúlkur sem hafa hlotið menntun sem Talibanar leggja ekki blessun sína yfir. Afgana bíður að öllum líkindum afturhaldssöm klerkastjórn og harðræði. Tveir áratugir af blóðugum átökum, hryðjuverkum og spillingu voru til einskis. Það hversu hratt þessi spilaborg hrundi þegar henni var ekki lengur haldið uppi með valdi sýnir þó að þessi sorglega niðurstaða var óumflýjanleg. Vígamenn Talibana eru á heimavelli en Bandaríski herinn hefur vitað það í áratug að stríðið er óvinnandi eins og kom fram í bókinni The Afghanistan Papers eftir Craig Whitlock, blaðamann á The Washington Post. Setuliðið var eins og fiskar á þurru landi, fast í stríði þar sem þau skildu ekki aðstæður og enginn sá leið til þess að vinna. Bandarísk stjórnvöld lugu til um árangur sinn, 40% af þróunaraðstoð var sóað í spillingu og hersetan truflaði ekki ræktun og sölu á eiturlyfjum að ráði. Þeim tókst greinilega líka að ljúga að sjálfum sér að ríkið sem þau byggðu upp myndi endast lengur en í viku. Skugginn sem árásarstríð Bush-stjórnarinnar eftir 11. september 2001 varpa ætlar að verða langur. Íhlutunarstefna Bandaríkjanna og bandamanna hefur enn og aftur beðið skipbrot og skilur ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu sem einungis vopnasalar og spilltir embættismenn græða á. Við megum þó ekki gleyma þætti okkar Íslendinga. Hinu aflóga hernaðarbandalagi Nató var fundinn tilgangur í því að styðja við hersetu Afganistan og sem meðlimir þess tóku íslensk stjórnvöld þátt. Íslendingar sáu lengi um flugumferðarstjórn á Kabúl flugvelli sem nú er kominn í hendur Talibana og íslenskt „friðargæslulið“ undir vopnum afrekaði það helst að gera sig að skotmarki sjálfsmorðsárásar sem varð tveimur að bana. Íslendingar hafa líka stutt við menntun og bætt réttindi kvenna í Afganistan í gegnum borgaralegt hjálparstarf en nú þegar lítur út fyrir að mikið af því starfi sé unnið fyrir gýg er nauðsynlegt að við öxlum ábyrgð og tökum á móti flóttamönnum frá Afganistan sem fyrst og styðjum þá til að komast í skjól. Vonandi verður þetta líka til þess að íslensk stjórnvöld styðji ekki framar við íhlutanir Bandaríkjanna og Nató. Það hefur aldrei verið réttlætanlegt en nú ætti það að vera augljóst hversu óhjákvæmilegt er að þær mistakist með tilheyrandi eyðileggingu og óstöðugleika. Höfundur er formaður Samtaka hernaðarandstæðinga.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun