Hafa flest tól og tæki til að sinna eftirliti með fiskeldi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. ágúst 2021 13:01 Hrönn Ólína Jörundsdóttir er forstjóri Matvælastofnunar. Hún telur ekki að illa farinn lax sé algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. stöð 2/veiga grétarsdóttir Matvælastofnun telur sig vel í stakk búna til að hafa eftirlit með fiskeldisfyrirtækjum á landinu. Farið verði í saumana á myndefni af illa förnum laxi úr sjókvíum á Vestfjörðum sem kajakræðari tók í vor. Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“ Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira
Myndirnar hafa farið sem eldur um sinu um samfélagsmiðla síðustu daga og vakið nokkurn óhug fólks. Á þeim má sjá mjög illa særða laxa sem synda um sjókvíar fyrirtækjanna Arnarlax og Arctic Fish í Dýrafirði og Arnarfirði. Þessi lítur ekki sérlega vel út.veiga grétarsdóttir Ekki algengt vandamál Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST), telur að illa farinn lax sé ekki algengt vandamál hjá fiskeldisfyrirtækjum. MAST tekur myndunum þó alvarlega og mun skoða hvort málið kalli á viðbrögð frá stofnuninni: „Við erum að fara yfir málið og skoða hvað gerðist. Hvað fór úrskeiðis hjá fyrirtækinu og erum að skoða það hvort að við bregðumst við á einhvern hátt eða hvort við teljum að viðbrögð fyrirtækisins við atvikinu séu nægjanleg,“ segir Hrönn. Er þetta algengt vandamál í sjókvíum landsins? „Ég held að þetta sé nú ekki algengt vandamál en það eru náttúrulega afföll af fiskunum í fiskeldi almennt og það er alltaf það sem við teljum vera eðlileg afföll eins og er í öllu dýraeldi. Afföllin eru yfirleitt mest til að byrja með, á seiðastiginu, og svo minnka afföllin eftir því sem fiskarnir verða eldri en það er þá verið að skoða hvort þetta séu eðlileg afföll eða ekki.“ Illa farið hrognkelsi úr sjókví. veiga grétarsdóttir Svo særður lax fer ekki á diskinn Náttúruverndarsamtök hafa lengi lagst gegn opnu sjókvíaeldi við strendur landsins. Instagram-síðan Vissiru kom nýlega fram en hún birtir þar ýmsar fullyrðingar um neikvæðar hliðar laxeldisins. Ein skilaboð þeirra hafa farið víða á samfélagsmiðlinum undanfarna daga; mynd af afar særðum laxi með yfirskriftinni: „Vissiru að laxinn sem þú borðar gæti hafa litið svona út?“ View this post on Instagram A post shared by @vissiru „Það eru alltaf einhverjir fiskar sem að særast og það er þá á ábyrgð fyrirtækjanna að finna þessa fiska, ef þeir særast, smitast eða fá bakteríusýkingu í sár. Að veiða þá og aflífa þá svo að þeir þurfi ekki að þjást,“ segir Hrönn. Getur laxinn sem við borðum litið svona út? „Nei, fyrirtækin eru ekki að aflífa svona fisk og selja hann til matar. Þau eru að aflífa honum og farga honum. Þegar löxunum er slátrað eru þeir teknir upp úr sláturkví og þeim er slátrað öllum í einu. Í þessu tilviki held ég að þetta séu bara einhverjir fiskar sem hafi orðið eftir og fyrirtækinu hefur yfirsést að finna.“ Eftirlit sé nægt með fyrirtækjunum Náttúruverndarsamtök hafa lengi kallað eftir betra eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi. Hrönn telur MAST þó vel í stakk búna til að halda vel utan um eftirlit með geiranum. „Já, ég held að við höfum svona flest tól og tæki til að hafa eftirlit með þessum fyrirtækjum. Og við í raun og veru líka skoðum innra eftirlit fyrirtækjanna. Fyrirtækin sjálf eru með eigið eftirlit sem við þá skoðum og athugum hvort að sé nægjanlegt,“ segir hún. Lax sem lítur svona út ætti aldrei að enda á disk neytenda.veiga grétarsdóttir „Það má líka benda á til dæmis að nú er komið í loftið mælaborð fiskeldis, þar sem fyrirtækin þurfa að senda inn til okkar framleiðslutölur mánaðarlega og þá skoðum við þær og höfum meðal annars þá eftirlit með því hvort afföllin séu orðin óeðlileg, hvort það sé eitthvað sem hefur komið upp á, hvort það séu veikindi og sýkingar eða komið upp slys. Þannig fylgjumst við með fyrirtækjunum, þau senda mánaðarleg gögn til okkar og svo förum við einnig í eftirlitsferðir til þeirra.“
Matvælaframleiðsla Fiskeldi Umhverfismál Dýr Dýraheilbrigði Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Fleiri fréttir Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Sjá meira