Ekkert fær stöðvað frábæra Framara sem stefna hraðbyr á sæti í efstu deild að ári Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2021 13:30 Ólafur Íshólm hefur verið frábær í marki Fram í sumar. Hann á enn eftir að fá á sig mark á útivelli. Vísir/HAG Eftir súran endi á sumrinu 2020 er Fram svo gott sem komið upp úr Lengjudeild karla í knattspyrnu þó enn séu sex umferðir eftir af deildinni. Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum. Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Fram var grátlega nærri því að tryggja sér sæti í efstu deild sumarið 2020. Þar sem Íslandsmótinu var hætt vegna kórónufaraldursins þá sat Fram eftir með sárt ennið þar sem liðið var með lakari markatölu en Leiknir Reykjavík. Svo virðist sem svekkelsið hafi kveikt í leikmönnum Fram sem hafa einfaldlega verið óstöðvandi í sumar, þá sérstaklega á útivelli. Þar spilar Jón Þórir Sveinsson, leikmaður á gullaldartímabili þess, eflaust hvað stærstan þátt. Jón Þórir stýrir meistaraflokki karla og eftir margar misgáfulegar ráðningar virðist Fram loksins hafa fundið rétta manninn í brúnna. „Sennilega er besta birtingarmynd þess hve vel gengur hjá Fram í dag er að stuðningsmenn liðsins, tuðarar og fýlupúka upp til hópa – en þó allt sómamenn og konur - eru farnir að mæta jákvæðir og hressir á völlinn eftir ansi mörg mögur ár í B-deild,“ segir Kristófer Kristjánsson, penni á íþróttadeild Morgunblaðsins, lögfræðingur og stuðningsmaður Fram. Maðurinn sem breytti öllu.FRAM Jón Þórir bauð ekki upp á flugeldasýningu á sínu fyrsta tímabili með Fram þar sem liðið endaði í 7. sæti, níu stigum frá því að fara upp. Stuðningsfólk Fram fann þó að andinn í félaginu væri annar og jákvæð teikn væru á lofti. Sumarið 2020 átti svo að vera sumarið þar sem allt myndi smella og Fram myndi loks komast aftur upp í efstu deild. Allt kom þó fyrir ekki, Framarar voru grátlega nærri því en sátu að lokum eftir með sárt ennið og í þriðja sæti á markatölu. Til að gera illt verra voru tvær umferðir óleiknar, enda tímabilið flautað af vegna kórónuveirunnar. Misréttið var algjört að mati Framara og hefði mögulega getað stofnað öllu því góða starfi sem hafði verið unnið í hættu. Eftir vonbrigðin var tekin ákvörðun um að láta ekki deigan síga, heldur byggja ofan á það góða starf sem búið var að vinna og freista þess að komast upp í efstu deild að ári. Það virðist ætla að takast. Að mati Kristófers er Fram með þrjá bestu leikmenn deildarinnar, þá Fred Saraiva, Albert Hafsteinsson og Kyle McLagan. Í þeim Haraldi Einari Ásgrímssyni, Alex Frey Elíssyni og Guðmundi Magnússyni er Fram með uppalda Framara, og þrælgóða leikmenn þar að auki. Þá má ekki gleyma Ólafi Íshólm Ólafssyni sem hefur staðið vaktina í marki Fram með prýði það sem af er sumri. Ólafur Íshólm hefur aðeins fengið á sig 10 mörk í 16 leikjum í sumar, það sem meira er þá hann eftir að sækja knöttinn í eigið net á útivelli. Útivallarárangur Fram í sumar. Hversu sturlað? pic.twitter.com/ZsPs6jpVPz— Stefán Pálsson (@Stebbip) August 14, 2021 Þó árangur Fram á heimavelli sé frábær þá er liðið með fullkominn árangur í þeim átta útileikjum sem liðið hefur leikið. Átta leikir, 16 mörk skoruð og ekkert fengið á sig. Fram er sem stendur með 44 stig að loknum 16 umferðum. Liðið er tveimur umferðum frá því að tryggja sæti sitt í Pepsi Max deild karla árið 2022 og tíu stigum frá því að jafna stigamet Víkings Ólafsvíkur þegar 18 stig eru eftir í pottinum.
Fótbolti Íslenski boltinn Lengjudeild karla Fram Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki